Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 13
Alþjóðlega Frosinifélagið Styrkveiting
Harmonikufélagi Reykjavíkur eru
hér með færðar sérstakar þakkir fyrir
veittann stuðning vegna utanfarar
Matthíasar Kormákssonar.
Jafnframt kom fram í óskum frá fé-
laginu, að nota mætti styrkinn að ein-
hverju leiti til harmonikukaupa fyrir
viðkomandi.
Fulltrúi Alþjóðlega
Frosinifélagsins á Islandi
Hilmar Hjartarson
Keppendur og dómarar að keppni lokinni. Frá v. Evrópumeistarinn í Frosinitónlist 1999
Mikael Broberg Svíðþjóð, Seppo Lankinen dómari Finnkmd, Emil Johansen Noregi önnur
verðlaun , Lars Ek dómari Svíðþjóð, Sampo Tortilla Finnalndi þriðju verðlaun, Oleg Sharov
dómari Rússland. Matthías Kormáksson frá Islandi fjórða sœti og Oleg Kouznetsov Rússlandi,
einnig fjórða sœti. Þeir síðastnefndu fengu viðurkenningarskjal og geisladisk að launum.
frá 1935.1 öðru sæti lenti Norðmaðurinn
Emil Johansen og þriðji varð Finninn
Sampo Torttilla. I fjórða sæti komu svo
Matthías og hinn rússneski Oleg Kouz-
netsov. í keppninni lék Matthías á
Mengascini harmoniku sem hann hafði
að láni, frá Grétari Sivertsen. Hvað sem
öllum dómum líður skoðast þessi þátt-
taka stór sigur í íslenskri tónlistarsögu.
Matthías er fyrstur íslenskra ungmenna í
sögunni að taka þátt í alþjóðlegri harm-
onikukeppni og er það út af fyrir sig stór
viðburður og ætti að vera hvatning til
dáða á nýrri öld. Svo vitað sé, hefur eng-
inn íslendingur tekið þátt í harmoniku-
keppni erlendis síðan 1946 eða í 53 ár,
þegar Lýður Sigtryggsson, sem þá var
búsettur í Noregi, varð Harmonikumeist-
ari Norðurlanda á svokölluðu samkeppn-
ismóti norrænna harmonikuleikara sem
haldið var í Stokkhólmi það ár. (Sjá 2 tbl.
Harmonikunnar 1987 - 1988). Þrátt fyrir
að Evrópumeistaratitill lægi ekki í fangi
Matthíasar lá samt ákveðinn sigur að
baki eins og ymprað var á hér framar.
Vonandi nutu allir sín í veislu um kvöld-
ið, þar gafst tími til að spjalla og spila,
eða kynnast nánar eftir átök dagsins og
Hljóðfæri
Aldarinnar
Mér barst í hendur einn daginn
Víkurblaðið á Húsavík, Blað alls
mannkyns eins og það heitir fullu
nafni. Blaðið sem kom út miðviku-
daginn 29. desember 1999, tilnefndi
harmonikuna hljóðfæri aldarinnar.
Orðrétt stóð skrifað undir stórri mynd
af þeim Hákoni Jónssyni og Kára
Arnasyni spilandi á harmonikur sínar.
Vikurblaðið útnefnir hér með
harmonikuna sem hljóðfæri aldarinnar
á íslandi. Hún heldur enn velli þrátt
fyrir tilkomu glaumgítara og hljóð-
gerfla. Vel til fundin útnefning þeirra
Víkurblaðsmanna.
Sjónvarpsmynd
Þann 19. október síðastliðinn var
sýnd klukkustundar löng sjónvarps-
mynd á Stöð 2 frá Landsmótinu á
Siglufirði. Stöð tvö stóð að tökunni.
Aðalmyndatökumaður var Jón Karl
Helgason. Tökumenn Stöðvar 2 lögðu
upp í ferðina með Harmonikufélagi
Rangæinga og urðu þeim samferða í
rútu norður til Siglufjarðar. A leiðinni
var myndað og tekið viðtal við Sig-
rúnu Bjarnadóttur.
Mikið myndefni var tekið upp fyrir
norðan. Tökumenn sáust allstaðar að
mynda, á tónleikum, úti meðal fólks,
á tjaldsvæðum og að taka viðtöl við
mótsgesti og heimafólk. Mér var sagt
á Stöð 2, að gaman hefði verið að
klippa myndefnið, því úr miklu var að
moða. Við sáum afraksturinn á skján-
um og eftir viðbrögðum fólks að
dæma er almenn ánægja með útkom-
una.
Viðtölin heppnuðust vel. Talað var
við Braga Hlíðberg, Sigrúnu Bjarna-
dóttur þáverandi formann S.Í.H.U.,
Gísla Brynjólfsson, Friðjón Hall-
grímsson, Matthías Kormáksson,
Oddnýju Björgvinsdóttur og Helgu
Kristbjörgu Guðmundsdóttur.
Jón Karl tökumaður fékk lánaða 10
árganga Harmonikunnar til að leita
heimilda og þekkingar. Hann lá yfir
blöðunum í langan tíma. Loks kom að
þeim tímamótum að ná sjónvarps-
tökumönnum á landsmót með góðu
(Ríkissjónvarpið var ekki til umræðu).
Það væri óskandi að Stöð 2 sýndi
þetta aftur, eða ynni meira upp úr því
efni sem til er eftir mótið.
H.H.
/ heimboði hjá Kalle Westling í Svíþjóð eftir Finnlandsförina, Evrópumeistarinn Mikaei
Broberg með keppnisharmonikuna frá árinu 1935 afSkandia gerð framleidd í Svíþjóð og
Matthías með Hagström Special Castello, sem er í eigu Kalle Westling. Ragnar Sundquist
ráðlagði föður Kalle, að kattpa gripinn.
13