Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 10
menn, ýmsir töldu nægja að hafa eina harmoniku, en mig langaði til að fá meiri breidd í dansspilamennskuna. Samspil okkar varði ekki lengi. Bróðir minn fór til sjós og drukknaði, það var mikið áfall. Af stað fór maður á ný með ýmsar hljómsveitir, allt upp í sextett. Það var mikið félagslíf var í Ólafsfirði, hér var bæði kvenfélag og slysavarnarfélag en einnig héldu stjórnmálafélögin árshátíð- ar á þeim tíma. Yfirleitt var ekki byrjað að dansa fyrr en kl 10 og stóðu dansleik- irnir oft fram eftir allri nóttu. Svo var það til sem hét að dansa af, en það var gerl kvöldið eftir og dansað í 1-2 tíma. Hver var ástœðan fyrir því? Fólk var bara svo dansglatt, var senni- lega ekki búið að fá nóg. Maður varð að hafa all nokkuð lagaval, eða reyna það alla vega. Til að læra ný lög hlustaði ég á plötur og útvarpið, lagði mig fram um að fá þetta inn í hausinn. Þetta voru vals- ar, rælar, tangóar, polkar og marsúrkar og allt mögulegt þar á milli. Svo kom „swingið" og þá reyndi ég að tileinka mér það ásaint jass, þessum gamla góða. Hvað með aðra vinnu? Ég var svolítið á sjó m.a. á vetrarver- tíðum og það kom fyrir að maður var í dansspilamennskunni til klukkan tvö um nótt og fór svo í róður klukkan tjögur. Asamt hefðbundnum bústörfum réri ég Iíka á trillu sem faðir minn átti. Ég var á sjó frá ijórtán ára aldri með góðum for- mönnum sem áttu bátinn á móti föður mínum. Seinna fór ég á vetrarvertíðarbát sem réri héðan, einar þrjár vertíðir. Ætli ég hafi ekki verið á milli tvítugs og þrí- tugs þá. Seinna eignaðist ég sjálfur trillu og flæktist á henni bara einn á færum. Spilamennskuna hafði ég alltaf með eða þar til ég hætti alveg. Seinast vorum við þrír að spila saman fyrir um 15 árum, síðustu árin lék ég töluvert á hljómborð ásamt harmonikunni. Kom aldrei nein lægð í spilamennsk- una ? Nei, það getur ekki heitið. Við vorum fyrstir til að kaupa svokallað hljómsveit- arpíanó (píanino). Það var Guðmundur Jóhannsson bæjargjaldkeri hér, og síðar á Akureyri sem stóð fyrir því, nótnalesari góður og afbragðs „píanisti“. Hann stjórnaði karlakór, og var tónlistin í blóð borin. Við vorum fjórir sem keyptum það, þá var með okkur saxafón- og trommuleikari, við spiluðum lengi sam- an. Hvenœr slóst þú íför með harmoniku- félagi? Það var nokkuð snemma, ég þrjóskað- ist nú samt eitthvað við. En eftir að hafa setið nokkra kaffifundi, skráði ég mig hjá F.H.U.E. Það er frekar lítið um harmonikuleikara hér í grennd, en á landsvísu er hópurinn orðinn stór núna Tríó Jóns Arnasonar 1954frá v. bróðirinn ineð gítarinn góða Helgi S. Arnason, þá Asgeir H. Jónsson tromnmr og Jón á harmoniku. og þar með fjölbreytnin í raun og veru meiri. Framfarir hafa jú orðið, það hrein- lega hlýtur að vera. Ahuginn er mikill eins og landsmótin sína og vonandi mun harmonikuleikur ná að þroskast eitthvað. Ég vona slíkt í það minnsta! Nokkrar harmonikur hef ég átt um ævina og með árunum reynt að eignast betri og betri nikku. Ég hef þó æfinlega sagt að hversu góða harmoniku sem maður spilar á, spilar hún aldrei fyrir mann. Núna er mitt aðalhljóðfæri þriggja kóra Zero Zette nikka, sem Einar Guð- mundsson á Akureyri átti, en seldi mér þegar hann skipti yfir í hnappana. Voru ekki stympingar á böllum al- gengar? Jú, jú, það bara fylgdi hér áður, að einn eða tveir voru slegnir niður, en það jafnaði sig strax daginn eftir. Svo kom það fyrir þegar tilkynntur var síðasti dans að fólkið safnaðist saman við sviðið og vildi að haldið yrði áfram að spila og dansa. Ef maður var ekki nógu fljótur að pakka saman og koma sér út gat kárnað gamanið. Lögregla var nú ekki þá til að skakka leikinn í öllum tilfellum. Eitt sinn var ég að fara út af sviðinu. Ur ganginum lá stigi niður á fyrstu hæð, þar til hliðar annar salur og hurð út. Á leiðinni niður stigann komu tveir menn á eftir mér og ætluðu að stoppa mig af. Ég gat svolítið snúið á þá, þeir misstu fót- anna í stiganum og ég gat komist út með harmonikuna í hendinni. Svona var stundum farið á flótta eftir síðasta dans. Menn voru oft við skál og skvettu vel í sig, rasspelafyllerí eins og kallað var. Ekki er laust við að áfengismenningu hafi farið fram. Hugsanlega er drukkið álíka magn og áður, en bara betur farið með það. Attu þér Jyrirmyndar spilara íslenska eða erlenda? Ég er nú svo lítill strákur í þessu að ég get ekki sagt það beint, þó svo ég hafi reynt að spila af einhverri snyrtimennsku. Aftur á móti á ég mín átrúnaðargoð eins og Braga Hlíðberg, Gretti Björnsson, Grétar Geirsson Garðar Olgeirsson og fleiri, við eigum marga góða harmoniku- leikara hér. Ef ég byrja á byrjuninni frá því ég man eftir mér er mér efst í huga menn af erlendu bergi, s.s. Toralf Tollef- sen en hann var nú guð allra sem fiktuðu við harmoniku, Pietro Deiro, Pietro Fros- Jón hefur átt nokkrar harmonikur í gegnum tíðina og sjáum við hér sýnishorn afþví sem enn er í eigu hans. ~7 r # HARMONIKUDANSLEIKUR ^ verður í Hótel Selfoss, £ # i* laugardaginn 1. apríl og hefst kl. 22.00 tí Félagar úr FHSN leika og J HjörcHs Geirsdóttir syngur^ Félag harmonikuunnenda á Selfossi 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.