Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 9
VIÐTALIÐ
Jón Arnason frá Syðri A
Ekki get ég munað hve langt er síðan fund-
um okkar Jóits bar fyrst saman, en gœti trúað
að það hafi verið í tengslum við landsmót eða
einhverja harmonikuhátíð nyrðra fyrir um hálf-
um öðrum áratug. Reyndar er Jón einn þeirra
sem gerðist áskrifandi að Harmonikunni strax í
uppliafi 1986 og liefur alla tíð verið trúr og
tryggur stuðningsmaður blaðsins. Eins og gefur
að skilja þekkir maður ekki alla áskrifendur
blaðsins, en ég man ekki betur en Jón hafi und-
irstrikað mikilvœgi þess á eftirminnilega hátt
við okkarfyrstu kynni. Arin liafa brunað áfram
og við hófum nokkrum sinnum átt spjall sant-
an. Ekki þarf þó löng kynni, til að verða var við
hans notalegu nœrveru, glaðlyndi og kímni. Að
ógleymdu er Jón hinn ágætasti harmonikuleik-
ari og hefur getið sér orð sent slíkur, í siitni
heimabyggð sem og utan hennar.
Hann hefur stundað ýinsan veiðiskap, skotið
refi, sel og sótt björgina í greipar Ægis ásamt
öðru því sem náttúran liefur til aflögu á nœgta-
borði sínu.
En hvar úr grasi er Jón Árnason
sprottinn og hvert hefur lífshlaup hans
verið í stórum dráttum? Jón er fæddur á
Syðri-Á, við Ólafsfjörð 27. júní 1928.
Foreldrar hans voru þau Ámi Jónsson út-
vegsbóndi og Ólína Sigvaldadóttir. Jón
öðlaðist tónlistaruppeldi því móðir hans
eignaðist snemma orgel harmonium, en
þegar hún var í vist á Akureyri var inni-
falið í launum hennar að læra á orgel hjá
Sigurgeir söngstjóra sem kallaður var.
Tónlistargáfa lá reyndar í báðum ættum,
því móðursystir Jóns söng mikið og son-
ur hennar er Óli Þórðar. Ríó tríós maður.
Kona Jóns er Ingibjörg Guðmundsdóttir.
„Eg sótti hana inn fyrir heiðina, í Fljót"
segir Jón. Hún kom hingað með póst-
bátnum frá Akureyri forðum, ég var beð-
inn um að skutla þessari dömu á jeppan-
um mínum inn í Fljót. Eg reyndar tók því
illa, var eins og snúið roð í hund, bíllinn í
ólagi og fleira tiltók ég. Mér snerist samt
fljótt hugur og skutlaði henni. Það kvikn-
aði strax tíra og hér hefur hún verið síð-
an. Börn eigum við ekki.“
En hvenœr byrjcir Jón sjálfur aðfitla
við hljóðfœri?
Ég var ungur piltur þegar ég byrjaði
að glamra á orgelið, en mamma átti
kennslubækur fyrir orgel og vildi kenna
mér nótur. Ég ætlaði mér að vera góði
drengurinn
og æfa, en
mér fannst
æfingarnar
það leiðinleg-
ar, að ég
hreinlega
byrjaði að útsetja fyrir sjálfan mig eða
bæta við það sem þarna var fyrir. Það
einkennilegasta er að ég lærði aldrei að
spila eftir nótum en var samt farinn að
spila á böllum 14 ára gamall, þá á harm-
oniku. Pabbi var svo sem ekkert fíkinn í
þetta músikstand en systir hennar
mömmu, sem bjó fyrir sunnan sagði að
Nonni þyrfti endilega að eignast harmon-
iku. Pabbi gaf eftir og hann færði mér
litla harmoniku, sem keypt var fyrir
sunnan. Þetta var tveggja kóra píanó-
harmonika með einni skiptingu. Ekki
vildi betur til en svo, þegar ég eignaðist
nikkuna, að ég lá veikur, svo ég byrjaði
æfingarnar liggjandi á bakinu upp í rúmi,
enda gat ég ekki staðist þessa freistingu.
Ekki síst fyrir það að ég var búinn að
snerta örlítið harmoniku áður. Eftir hálf-
an mánuð var ég fenginn til að spila á
balli, og nú varð ekki aftur snúið!
Þróunin varð sú að við fórum að spila
saman tveir og æfðum töluvert samspil.
Með mér var þá Aðalgeir Jónsson og síð-
Jón Amasonfrá Syðri-A.
ar Ingólfur Baldvinsson, báðir með
harmoniku.
Hvernig var með tilsögn varðandi
harmonikuna?
Ekki vil ég nú nefna nein nöfn, en mér
var ráðlagt að nota sjöundarbassann mik-
ið. Ég var fljótur að venja mig af því, en
það er merkilegt hve margir nota þennan
fjárans ekkisins sjöundarbassa enn í dag,
þegar það á alls ekki við. Mér hefur alltaf
fundist virkilega gaman að spila á böll-
um og framanaf spilaði maður mest í
samkomuhúsum hér á Ólafsfirði. Ég hef
líka leikið mikið í ungmennafélagshúsi
hér framar í sveitinni sem heitir Hringver
og jafnframt var skólahús. Síðar meir fór
maður að spila mun víðar, sérstaklega
eftir við Helgi bróðir minn stofnuðum
tríó. Ég var að koma af vertíð í Keflavík
man ég var og labbaði inn í Hljóðfæra-
verslun Sigríðar Helgadóttur og keypti
þar besta og dýrasta gítarinn af Grimaldi
gerð og færði bróður mínum. Við spiluð-
um nú sem tríó ásamt þeim þriðja, sem
lék á trommur. Það þótti dýrt að hafa þrjá
9