Harmonikublaðið - 01.06.2002, Qupperneq 3
HARMONIKUBLAÐIÐ
FRÁ RITSTJÓRN
Frá ritstjóra
Ábyrgðarmaður :
jóhannes Jónsson
Barrlundi 2 600 Akureyri
Sími 462 6432, 868 3774
Netfang: johild@simnet.is
Ritvinnsla:
Hildur Gunnarsdóttir
Prentvinnsla:
Alprent
Netfang: alprent@alprent.is
Meðal efnis
• Fréttir af Héraði
• FHSN 10 ára
• Viðtal við Eyþór H.
Stefánsson
• Viðtal við Ingva
Vaclav
• Jón Jónsson frá
Hvanná
• Frá starfi F.H.U.R
Forsíðan
Efri mynd: Keppendur og dómnefnd.
Frá hægri; Roar, Lilja og Richard.
Frá vinstri; keppendurnir )ón Þorsteinn,
Unnur Birna og Þuríður.
Neðri mynd: |ón Þorsteinn Reynisson
ásamt kennara sínum Stefáni R.
Gíslasyni
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/lsíða kr. 12.000
—“ l/2síða kr. 6.000
Innsíður 1/1síð kr. 11.000
l/2síða kr. 6.000
ii l/4síða kr. 3.500
l/8síða kr. 2.500
smáauglýsing kr. 1.500
Kæru lesendur!
Nú þegar þessi orð eru skrifuð hafið þið
þarið augum fyrsta tölublað nýs harmon-
ikuþlaðs, sem ætla má að hafi glatt ykkur
flest, ef marka má þær góðu undirtektir
sem það hefur fengið. Ég vil þakka öllum
þeim sem hafa hringt eða sent tölvupóst
og lýst ánægju sinni með biaðið. Gott
væri að heyra líka í þeim sem finnst að
betur megi gera, það er alltaf gott að fá
góðar ábendingar. Það er ekki auðvelt fyr-
ir þann sem aldrei hefur fengist við blaða-
útgáfu og hefur auk þess takmarkaða
þekkingu á viðfangefninu þ.e. harmon-
ikunni og efni henni tengt að fást við slíkt.
Ég vil biðja ykkur lesendur góðir að stuðla
að framgangi blaðsins með því að vera
dugleg að senda efni, því aldrei er of mik-
ið af slíku. Fjölbreytt efni gefur blaðinu
gildi og bætir grundvöll þess.
Það er von okkar sem að blaðinu stönd-
um að þið áskrifendur þess hjálpið okkur
að afia fleiri áskrifenda ekki síst vegna
þess að það kostar mikið að gefa út svona
blað og von okkar er sú að ekki þurfi að
borga með því úr þeim litlu sjóðum sem
Landsambandið hefur yfir að ráða, enda
ekki um margar fjáröflunarleiðir að ræða.
Næstum það eina sem sambandið hefur
úr að spila eru tekjur af landsmótum sem
haldin eru þriðja hvert ár, ef frá eru talin
félagsgjöld aðildafélaga SÍHU sem eru
mjög lág.
Ætlunin er að þessi fyrsti árgangur
kosti 1500 kr. Ef við í sameiningu getum
aflað fleiri áskrifenda má vænta þess að
blaðið lækki enn frekar í verði á næstu
árum.Að lokum er ekki úr vegi að minna á
landsmót SÍHU sem haidið verður á ísa-
firði dagana 4. til 7. júlí. Fyrsta landsmót-
ið var haldið í Reykjavík árið 1982.Næsta
landsmót var á Varmalandi í Borgarfirði
árið 1984. Síðan þá hafa landsmót verið
haldin reglulega á þriggja ára fresti og er
landsmótið á ísafirði því það áttunda í
röðinni.Ég álít að landsmótin séu aðal
gleðihátíð allra harmonikuunnenda, ekki
bara þeirra sem eiga og leika á harmoniku
heldur allra þeirra sem lært hafa að njóta
þeirrar gleði sem hún kallar fram við öil
möguieg tækifæri.
Það að þetta annað tölublað kemur út
svo skömmu eftir fyrsta tölublaðið stafar
af talsverðri seinkun á útkomu þess fyrra
af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar
hér. Það mun eflaust koma fram á þessu
blaði hve skammur tími hefur verið til efn-
isöflunar. Ætlunin er að þriðja og síðasta
blað þessa fyrsta árgangs komi síðan út í
októbermánuði næstkomandi. Það er
undir ykkur komið lesendur góðir hvernig
til tekst með framhaldið.
Að lokum vonast ég til að sjá ykkur sem
flest á Landsmótinu á ísafirði dagana
4.-7. júlí n.k.
Með bestu kveðju.
lóhannes lónsson
Keppni í hljóðfæraleik
á vegum Menor
Menningasamtök Norðurlands Menor stóðu fyrir keppni í hljóðfæraleik í Tónlistar-
skólanum á Akureyri helgina 31.maí til 2.júní 2002. Að þessu sinni voru þátttakend-
ur í neðri stigum, en síðar verður keppni eldri nemenda þ.e. 6.-8.stigs. Keppendur
komu frá tónlistarskólum Norðurlands. Nítján nemendur þreyttu forkeppni á föstu-
dag. Ádaugardag stóðu 6 keppendur eftir og á sunnudag kepptu 3 þeir efstu. Sigur-
vegari varð |ón Þorsteinn Reynisson harmonikuleikari frá Mýrarkoti í Skagafirði. Þeir
keppendur sem urðu í 2. og 3. sæti eru fiðluleikararnir Unnur Birna Björnsdóttir og
Þuríður Ingvarsdóttir báðar frá Akureyri. Þrír voru í dómnefnd, tveir frá Reykjavík, þau
Lilja Hjaltadóttir og Richard Simm ásamt Roari Kvam frá Akureyri, en hann annað-
ist alla framkvæmd keppninnar, sem fór mjög vel fram.Búnaðarbanki fslands veitti
sigurvegurunum vegleg peningaverðlaun.
Þess má geta að Menor stóð fyrir söngvarakeppni árið 1996.
lóhannes lónsson
mt