Harmonikublaðið - 01.06.2002, Page 4

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Page 4
FRETTIR HARMONIKUBLAÐIÐ Fréttir af Héraði Laugardaginn 13. apríl 2002 var haldin árshátíð HFH í hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og þess minnst með viðeigandi hætti að tíu ár eru liðin frá fyrstu lagakeppni HFH. Fimm lagakeppnir fylgdu í kjölfarið, þannig að þær urðu samtals sex á einum áratug. Verulegur hluti keppnislaganna hefur verið gefinn út af HFH á tveimur hljóðsnældum „Draumsýn og Bærinn okkar" og á geisladiskum „Bærinn okkar" og „í skýjunum". Svo að ég snúi mér aftur að árshátið HFH 2002. Fyrsta atriði á skemmtidag- skránni var heiðursgesturinn Tatu Kantomaa, en efnisskrá hans var fjöl- breytt og fiutningurinn á heimsmæli- kvarða eins og vænta mátti. Þá söng karlakórinn „Drífandi" nokkur lög við góð- ar undirtektir en kórinn er 10 manna hóp- ur undir stjórn Drífu Sigurðardóttur. Sfð- asta atriðið á dagskránni var lagakynning þar sem að átta verðlaunahafar úr áður- nefndum keppnum HFH fluttu nýfrum- Frá flutningi lagsins Kárahnjúkar. Frá vinstri: Hreinn Halldórsson (harmonikuleikari, lagahö- fundur og kúluvarpari), Andrés Einarsson (gítarleikari). Sóley Guðmundsdóttir (söngur) Broddi B. Bjarnason (söngur) Ragnar Þorsteinsson (trommur) Jónas Þór Jóhannsson (harmonika). samin lög með aðstoð hljómsveitarinnar XD3. Lag kvöldsins var valið af sal og þriggja manna dómnefnd. Lagahöfund- urinn og harmonikuleikarinn Aðalsteinn ísfjörð hlaut heiðurinn fyrir lagið Hopp og hí. Frísklegt lag í góðum flutningi. Að loknu borðhaldi og skemmtidag- skrá hófst harmonikudansleikur sem stóð til klukkan 03 eftir miðætti. Um 200 gest- ir sóttu hátiðina sem þótti takast vel. Guttormur Sigfússon formaður HFH. Tatu Kantomaa. Heiðursgestur árshátíðar HFH 2002. Eigum skemmtilega og fjöruga verslunarmannahelgi 3.-5. águst, við að spila, hlusta á aðra ogtaka sporið Stór húsvagna-ogtjaldsvæði. • Góð snyrtiaðstaða Barnaleikvöllur. Verslun og öll þjónusta á staðnum og í næsta nágrenni Samkomusalur 8ooma - samtengdur útivistarsvæði Markaðstorg: Þeir sem vilja geta fengið söluborð að kostnaðarlausu. Aðgangseyrir kr.1500.- á mann alla helgina Obreytt síðustu fjögur ár. - Frítt fyrir börn Tjaldstæði innifalið. Allir eru hjartanlega velkomnir, harmonikuunnendur sem aðrir. Uppljsingar: Iðufell, Laugarás Biskupstungum. Ferðaþjónustan Iðufelli • Símar: 486 8600, 892 5012 aw

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.