Harmonikublaðið - 01.06.2002, Síða 7

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Síða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ VIÐTAL Skurðlæknir, harmonikuleikari og tónskáld Myndin tekin í stofunni með Skriðdalinn í baksýn. Eyþór Haukur Stefánsson frá Flögu í Skriðdal er vel þekktur meðal hamoniku-unnenda á ís- landi vegna komu góðra gesta til íslands frá Svíþjóð og Finn- landi á hans vegum Þar að auki vel þekktur á Austurlandi sem harmonikuieikari í Ludo- tríóinu 1956 - 1960 (Ludo er latína og þýðir: "Ég spila”). Hann starfar nú sem yfirlæknir á Handarskurðdeild Sa- hlgrenska háskólasjúkrahúss- ins í Gautaborg. Hann sendi okkur smápistil um sjálfan sig og eitt lag til birtingar. Ég er fæddur í Reykjavík 7/11 1939 og flutti þaðan á 1. ári til kjörforeldra minna Stefáns Bjarnasonar og Þórunnar Einars- dóttur í Flögu í Skriðdal. Þar undi ég vel hag mínum í bernsku og æsku, hlaut mína fyrstu skólagöngu í farskóla þar sem kennt var 6-8 vikur og svo frí á milli. Kennari minn var Guðlaug Sigurðardóttir frá Útnyrðingsstöðum, frábær kennari, sem varð þess valdandi að ég fór í fram- haldsnám. Á sumarhátiíð í Atlavík komst ég fyrst í kynni við tónlistina í beinu návígi, en þetta var lúðrasveit frá Neskaupsstað undir stjórn Haraldar Guðmundssonar. Félagar úr þessum hópi léku einnig fyrir dansi, 6 eða 7 manna dixilandhljómsveit. Síðar tók Höskuldur Stefánsson við þess- ari hljómsveit og lék þar til skiftis á píanó og harmoniku. Tónarnir frá þessari frá- bæru hljómsveit suða ennþá í eyrunum á mér, ekki síst nikkan hans Höskuldar. Hann lék af svo mikilli innlifun og allt var svo vandað og vel útsett sem flutt var, sveiflan frábær, því þá voru mest leikin Amerísk sveiflu-lög. Þessi tegund tónlist- ar er ennþá í miklu eftirlæti hjá mér. Það var að hluta vegna þessarra kynna af H.S.-sextettinum og að hluta vegna kynna minna af dansmúsik, sem leikin var á hamoniku á Héraðinu, sem harm- onikan varð fyrir valinu 1952. Þá var ég 12 ára og faðir minn hafði lagt inn á „minn reikning" eitt lamb á hverju ári, svo að nú „átti" ég fyrir hljóðfæri, sem keypt var í Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði og kostaði þá 1200. kr. Þetta var tveggja kóra Sabba- tini-nikka í fullri stærð, svört, lipur og þægileg. Hana seldi ég Svavari Stefánssyni frá Mýrum þegar ég fór í M.A. 1956. Þetta hljóðfæri væri gam- an að eignast aftur!, síð- ast lenti hún í skiftum til Guðna, heitins, Guðna- sonar í Reykjavík. Á Akur- eyri keypti ég Settimio Soprani harmoniku, hvíta að lit, sem ég notaði bæði í Menntaskól- anum og svo á sumrin fyrir austan. Við vorum þrír áhugamenn um tónlist, sem stofnuðum LUDO - tríóið, sem lék fyrir dansi um hverja helgi austanlands í þrjú sumur. Allir vorum við úr Skriðdal og auk mfn voru þarna á ferðinni Reynir Eyjólfs- son frá Hátúnum á gítar og Sigurður Run- ólfsson frá Litla Sandfelli á trommur. Reynir er nú lyfjafræðingur í Reykjavík og Sigurður rekur smíðaverkstæði á Akur- eyri. Reynir smíðaði sjálfur gítarmagnara og dugði vel. Þetta voru sælutímar, sem aldrei gleymast og við Reynir áttum af- gang þegar búið var að greiða náms- kostnaðinn í M.A. Svo skildu leiðir okkar um sinn, því á Háskólaárunum var ekki tími aflögu fyrir tónlist aðra en þá, sem var á boðstólunum á hinum ýmsu dans- stöðum í Reykjavík. Raggi B. Og Grettir voru lengi á Sögu og mikið farið þangað. Nikkuna seldi ég til að tryggja það að mér yrði ekki kastað út af Nýja Garði! „Vinnu- tíminn" í læknisfræðinámi var frá 08-22 dag hvern! Þarna varð a.m.k. átta ára hlé á minni harmonikubraut. Árið 1971 flutti ég til Svíþjóðar og hóf framhaldsnám fyrst í barnaskurðlækning- um, síðar bæklunarskurðlækningum og endar þetta svo með sérfræðinámi í handarskurðlækningum frá 1982. Fyrsta árið í Svíþjóð var svolítið einmanalegt og ég keypti mér Hohner nikku og einnig námsbækur í tónfræði og harmonikuleik. Ég þurfti að byrja uppá nýtt og laga fingrasetningu, sérstaklega í bassanum. Þetta hafðist með hjálp góðs vinar hér í Gautaborg. Því miður var ekki aðgangur að tónlistarkennslu á Héraðinu á mínum unglingsárum, ég reyndi að læra af þeim, sem spiluðu á böllunum og hlusta á snillinga eins og John Molinari og Toralf Tollefsen í útvarpinu. Svo greip ég hjóð- færið og reyndi að ná laginu eftir eyranu. Stundum gekk þetta furðu vel! Hér í Gautaborg er mikið félagslíf meðal íslendinga, m.a. 40 manna bland- aður kór, útvarpssendingar 10-12 á sunnudögum yfir veturinn, þorrablót, jólaböll í desember og 17. júní hátíð í skógarlundi. Ég hef tekið mikinn þátt í þessu félagslífi og við félagarnir í hljóm- sveitinni Fjarkar ætlum að leika nokkur „ættjarðar"-lög á 17. júní. Við höfum auk mín Júlíus H. Sigmundsson á hljómborð, Þorstein Sigurðsson á saxófón og klar- inett og Ingvar Gunnarsson á gítar. Þeir syngja, en ég læt nikkuna tala sínu máli. Frá því 1972 hef ég samið milli 30-40 lög af mismunandi gæðum, þrjú þeirra hefur Tatu Kantomaa leikið inn 1996 á geisla- disk, sem heitir „Á tauginni", en það eru Sunnangolan, Harmonikustjörnur og Á gjörgæslunni. Plantan gefin út af Harm- onikufélagi Héraðsbúa. Einnig hafa félag- ar úr þessum hópi leikið inn á snældu „Rauðhærðu stúlkuna". Það er gaman að fá að senda í þetta blað tangóinn „í gegn- um tíðina", sem ég flutti fyrir 850 manns í íþróttahúsinu á Akrueyri 17. júní 2000, en þá var 40 ára afmæli hjá okkar bekk í M.A. iðunn Steinsdóttir bekkjarsystir mín hefur gert ágætan texta við þetta lag, en ég læt hann bíða núna. Ég hef grun um að Einar Guðmundsson og Tatu Kanto- maa flytji eitt af mínum lögum á mótinu á ísafirði 4. - 7. júlí. Ég tel dagana og hlakka til að hitta alla mína harmoniku- vini þar. Hittumst heil! Eyþór H. Stefánsson Gautaborg.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.