Harmonikublaðið - 01.06.2002, Page 10

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Page 10
VIÐTAL HARMONIKUBLAÐIÐ Ingvi Vadav Mikií gróska hefur verið í harmonikukennslu á Akureyri nú síðustu árin, jöfn og stöðug fjölgun nemenda. Nú kynnumst við þeim manni sem mest hef- ur brotið á í þessum efnum Ingva Vaclav tónlistarkennara. Ingvi Vaclav Alfreðsson er fæddur í Póllandi. Fluttist til Dalvíkur 1986 ásamt eigin- konu sinni Dórótheu Tómas- dóttur. Kenndi við Tónlistar- skóla Dalvíkur í tvö ár, fluttist þá til Akureyrar og kennir nú bæði við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fyrst spyrjum við Vaclav. Hvar ertu fæddur? Ég er fæddur 1950 í Chrza- nów í Póllandi, það er bær svip- uður Akureyri að stærð. Hvervoru fyrstu kynni þín af harmonikunni? Ég fluttist með foreldrum mfnum rúmlega 1/2 árs gamall til bæjar sem heitir Oswiecim þar sem faðir minn fékk vinnu í efnaverksmiðju og nokkrum árum síðar kynntist ég harmon- ikunni í tónlistarskólanum sem þar var.Þetta var þegar ég var 9 ára gam- all og þá byrjaði ég að læra á harmoniku. Þess má geta að harmonika var fyrsta hljóðfærið á minni lífsleið og ég byrjaði að læra á harmoniku af gerðinni „Welt- meister". Síðan eignaðist ég „Victoriu" og nú finnst mér skemmtilegast að spila á fjög- urra kóra „Exelsior" með fjjórum höku- skiptingum, þá sem ég kenni á í skólan- um. Hver voru tildrög þess að þú fluttist til íslands? Þannig var að á kommúnistatímanum í Póllandi var skólaganga ókeypis og menntun á háu stigi. En eftir nokkurra ára vinnu f Póllandi fór ég að leita eftir vinnu erlendis, það var því atvinnuleit og persónuleg sambönd kunningja minna í Amsterdam við íslendinga þar, sem urðu til þess að ég sótti um vinnu á íslandi. Dalvík varð fyrir valinu enda verið að leita eftir tóníistarkennara þar. Ég fíuttist sfð- an til Dalvíkur um miðjan september '86 og byrjaði að kenna á tréblásturshljóð- færi og harmoniku við tónlistarskólann þar. Konan mín kom svo 4 vikum síðar. Hvað varstu lengi við kennslu á Dal- vík? Ég kenndi þar í tvo vetur en byrjaði líka að kenna við Tónlistarskólann á Ak- ureyri veturinn 1987 og tók þá ennfremur þátt í uppfærslu á ýmsum söngleikjum hjá Leikfélagi Akureyrar sem harmoniku- leikari t.d. Emil f Kattholti og fleiri. Það var mikil vinna að spila á harmonikuna í söngleikjunum m.a. vegna þess að píanó var ekki til staðar og um það leiti byrjaði ég líka að kenna á harmoniku á Akureyri. Raunar var það þannig að þetta mikla harmonikuspil í söngleikjunum virtist vekja áhuga fyrir harmonikuleik og fólk kom og spurði hvort kennt væri á harmoniku í skólanum. Hvenær byrjaði svo kennsla á harm- oniku fyrir alvöru í Tónlistarskólanum á Akureyri? Á tímabili virtist áhugi skólastjórn- enda lítill fyrir harmonikukennslu þótt áhugi almennings væri vakandi. Árið 1993 hófst svo kennsla á harmoniku á ný fyrir alvöru eftir nokkurra ára hlé og eftir 7 tií 8 ár tókst að móta 100% stöðu fyrir harmonikukennara. En áður hafði ég einnig kennt við Tóniistarskóla Eyjafjarð- ar og kenni reyndar enn, enda mjög góð samvinna milli skólanna. Skólastjórarnir þeir Guðmundur Óli Gunnarsson, Atli Guðlaugsson og núverandi skólastjóri Helgi Svavarsson voru allir og eru mjög velviljaðir nemendum og kennurum hvað varðar harmonikukennslu. Eins og við vitum er harm- onikan mjög fjölbreytt hljóð- færi og vegna þess var nauð- synlegt að búa til nótnasafn sem uppfyllti bæði klassískar og þjóðlegar kröfur hljóðfæris- ins og eins og skiljanlegt er átti ég ekki í erfiðleikum með upp- byggingu á klassíska hlutanum sá hluti var frá námsárum mín- um í Academy of musik in Cracow, t.d. tónstigar, æfingar, fjölrödd- uð tónlist og konserttónlist í sérstökum útsetningum fyrir harmoniku. Nokkuð snemma eftir komuna til íslands kynnt- ist ég manni að nafni Gunnar lónsson, gítarkennara og hann varð þá fyrstur að liði við að bæta verulega í harmoniku- nótnasafnið mitt. Nokkrum árum síðar, ekki fyrir löngu, kynntist ég Þór Steinberg Páls- syni. Vil ég þakka báðum þessum mönn- um ómetanlegan stuðning við uppbygg- ingu harmonikunótnasafnsins við Tón- listaskóla Akureyrar. Gunnar sá um konserttónlist aðallega en Þór Steinberg um þjóðlega hlutann, einleik og samspil sem nýtist bæði byrendum og lengra komnum. Einnig vil ég þakka Félagi Harmoniku- unnenda við Eyjafjörð fyrir mikinn stuðn- ing við harmonikukennslu sérstaklega fyrir kaup á lítilli harmoniku fyrir yngri nemendur. Það hefur gert þeim kleift að kynnast hljóðfærinu áður en ákvörðun um kaup á eigin hljóðfæri yrði tekin. Því fleiri sem fá tækifæri til að kynnast hljóð- færinu því fleiri verða eftir sem velja það sem sitt hljóðfæri. Hvað finnst þér að eigi að vera mark- mið í harmonikukennslu? í mínum augum er aðalatriðið að brúa Ingvi Vaclav með „Hohmer student", sem kennt er á í skólanum. HI3P

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.