Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ RITSTJÓRAPISTILL 'MMvíMn ISSN I670-200X Ábyrgðarmaður : Jóhannes Jónsson Barrlundi 2 600 Akureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsla: Alprent Netfang: alprent@alprent.is Meðal efnis • Konan sem féll fyrir harmonikunni • Blásnir tónar, úr trékössum, heilla • Lag blaðsins Baldur Geirmundsson • Vestfjarðaferð Nokkolínu • Nokkur orð um landsmót og undirbúning þess • Myndir af formönnum Harmonikuunnenda Vesturlandi Auglýsingaverð: Baksíða 1/lsíða kr. 12.000 u l/2síða kr. 6.000 Innsíður 1/1síð kr. 11.000 ii l/2síða kr. 6.000 ii l/4sfða kr. 3.500 ii l/8síða kr. 2.500 smáauglýsing kr. 1.500 Frá ritstjóra Ágæti lesandi! Þá er sumarið liðið með öllum sínum harmonikumótum vítt og breitt um land- ið, en hæst ber auðvitað landsmótið á ísafirði í júlí. Þó hausta taki og vetur boði komu sína leggur harmonikufólk ekki árar í bát. Það þarf að halda dansmennt- inni við og mörg félög bjóða upp á dans- leiki, sum minnst einu sinni í mánuði, önnur sjaldnar. Fyrst ég minntist á dansleiki! Fyrir hverja eru þeir? Fyrir fullorðna fólkið auðvitað. En hvernig er með börnin og unglingana? Það skyldi þó ekki vera að við sem erum í forystu í harmonikufélög- unu höfum gleymt mikilvægum þætti í starfseminni? Það, að kunna að dansa (gömludansana) hlýtur að vera forsenda þess að þau börn og unglingar, sem í dag eru að læra á harmoniku, skili sér á harmonikudansleikina í framtíðinni. Við fullorðna fólkið getum helst ekki skemmt okkur nema á staðnum sé bar, þar meiga börnin ekki vera, þær skemmtanir eru á kvöldin, of framorðið fyrir börnin. Hvernig væri að félögin héldu miðdegis- dansleiki um helgar af og til þar sem börnin og foreldrar þeirra kæmu. Þar mætti kenna börnunum undirstöðuatriði í dansi. Þau félög sem bolmagn hafa gætu tekið þátt í að kosta námskeið fyrir þau. Á nýafstöðnum aðalfundi SÍHU í lok september kom fram ábending um þessi mál og fannst mér það löngu tímabært. Ég vil að lokum segja þetta. Þegar ég var að alast upp var venja að börn allt niður í 10 ára aldur fengju að fara á böllin með fullorðna fólkinu og get ég ekki séð að þau hafi borið skaða af því. Þessi börn nutu þess að skemmta sér með fullorðna fólkinu. Æskilegt væri að þeir sem stjórna í félögunum skoði þessi mál, ef það gæti orðið til þess að laða að félög- unum þau ungmenni sem áhuga hafa á dansi og harmonikuleik.ekki veitir af því meðalaldurinn er hár. Ég vil svo þakka öllu harmonikufólki fyrir skemmtilegt sumar og vona að þið hafið það sem allra best. J.J. Viðtal við Örn Inga Ritstjóri blaðsins ákvað að Iíta inn hjá Erni Inga fjöllista- manni á Akureyri,en hann hefur haft veg og vanda af upptökum og gerð mynd- bands af landsmótinu á ísa- firði. Þá kom í ljós að hann er búinn að brjóta alla samninga um gerð mynd bandsins. Vegna þess, að eigin sögn, að efnið var svo skemmtilegt og líka hitt að trúnaður og vinátta við harmon- ikumenn sem t.d. báðu hann um að mynda landsmótið með tveggja ára fyr- irvara, varð til þess að hann fór að vinna efnið allt öðruvísi. Það breyttist því úr tónlistarmyndbandi í kvikmynd og hann setti inn átthagamyndirtengd- ar öllum félögunum. Einnig stutt viðtöl við alla formenn áður en dagskrá hvers félags hófst, li'ka sérstakt innlit í harm- onikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar. Og af öllu þessu samanlögðu sagði hann að sér liði þannig í dag að það verði ekki við hann að sakast ef spólu- salan þrefaldast ekki frá því sem áður hefur verið. Það sem ritstjóri blaðsins sá og heyrði af efni myndbandsins staðfestir orð Arnar lnga. Stefnt er að því að spólan komi út upp úr miðjum nóvember og verður hún til sölu hjá formönnum allra aðild- arfélaga S.Í.H.U. og einnig hjá lands- sambandsformanninum. J.J Forsíðan Efri myndir: Hægri myndin er af Matthfasi Kormákssyní og Brynja Valdimarsdóttir, Úrsúla Guðmundsdóttir, Friðmey lónsdóttir vinstri myndin f.v. af þeim Tatu Kantomaa, Einari Guðmundssyni og Rut Berg Guðmundsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Helga Sjöfn og Aðalsteini ísfjörð. lóhannesdóttir, Karítas lónsdóttir, Oddný Björgvinsdóttir, Maren Neðri mynd: Nokkurra ára gömul mynd af nemendum Fanneyjar Lind Másdóttir, Birna Björnsdóttir og Sólberg Bjarki M. Karlsdóttur. Fremri röð frá vinstri: Ingunn Dögg lónasdóttir, Valdimarsson. af

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.