Harmonikublaðið - 01.10.2002, Page 13

Harmonikublaðið - 01.10.2002, Page 13
HARMONIKUBLAÐIÐ FRÓÐLEIKUR Á heimleið. Áð við Steinabyrgið í Skötufirði. mundur sem skiptu með sér verkum þan- nigað Ásgeir fylgdi okkurút íViguren Sæ- mundur sýndi okkur elsta hluta ísafjarðar- kaupstaðar þegar heim var komið. Far- kostur okkar var nánast nýr 22 farþega hraðþátur frá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar og tók siglingin út í Vigur rúmar 30 mínútur í logni og sólskini. Alveg frá- bært útsýni og fagur sjóndeildarhringur. Þegar komið var í land í Vigur var fyrst stoppað við kornmylluna, sem er frá 1840, þar fengu allir prik með veifu til að verjast ágangi kríunnar, sem hefur lítið dálæti á svona heimsóknum. Farið var í klukku- stundar gönguferð um eyjuna og mönnum uppálagt að fylgja göngustígum því að eyj- an er víða mjög grafin eftir lunda, en talið er að um 80 þús. lundar séu í eyjunni yfir sumarið. Margt var skemmtilegt og for- vitnilegt að sjá þar og að lokinni skoðun- arferð var þoðið upp á veitingar í bænum á Vigri áður en siglt var í land. í landi biðu okkar Sæmundur og Mjöll kona hans og leiddu okkur í gönguferð um elsta hluta bæjarins. í svokölluðum tjöru- húsum er byggðasafn og einnig rekin veit- ingasala þar sem ferðalangar snæddu súpu eða rúsínugraut í þoði Vestfirðinga. Komið var aftur til Bolungarvíkur um kaffileytið og þurfti þá að stilla upp hljóð- færum í Víkurbæ og kanna aðstæður þar. Þegar farið var að stilla upp græjunum hans Sigvalda, virtust vestfirskir galdra- menn ekki kunna að meta þær því að þær virkuðu þara alls ekki. Eftir nærri tveggja tíma baráttu Sigvalda og formanns, með allskyns óprenthæfum athugasemdum á báða bóga, tókst loksins að fá allt til að virka, en það er ennþá öllum hulið hvað bilaði! Mætt var svo til kvöldverðar um sjöleyt- ið í Sigurðarbúð á ísafirði í boði harmon- ikufélags Vestfjarða. Þar var matarveisla og var kátt yfir borðum. Rússneski harm- onikusnillingurinn Vadim Fjodorov sýndi snilli sína á hljóðfærið og tók einnig nokk- ur lög ásamt Helgu Kristbjörgu Guð- mundsdóttur nemanda sínum. Tveir eldri snillingar Benedikt og lónatan sýndu mönnum svo hvernig á að spila á tvöfald- ar harmonikur. Formaður Nikkolínu þakk- aði fyrir hönd ferðalanganna fyrir frábærar móttökur og góðan viðurgjörning. Að borðhaldi loknu hófst svo dansleikur íVík- urbæ í Bolungarvík, þar sem félögin skipt- ust á að leika fyrir dans og svo spilaði bara hver sem betur gat þegar líða tók á nótt- ina. Það er alltaf skemmtilegt. Menn röltu svo heim í Finnabæ í morg- unsólinni til að leggja sig aðeins og taka sama föggur sínar því að Brandur bílstjóri mætti til að hirða sauði sína um 11 leytið. Það var þó ekki haldið beint í Dali, heldur var fyrst komið við hjá Ásgeiri formanni og harmonikusafn hans skoðað. Mjög skemmtilegt safn. Á heimleiðinni var ekið um Súðavík og svo hvern fjörðinn eftir annan, áð við steinbyrgið við veginn í Hestfirði og svo í Djúpmannabúð alveg passlega í kaffihlað- borð. Síðan inn Djúpið og brátt voru heið- arnar að baki og Dalir tóku við. Það verður nú að viðurkennast að eftir sólina og blíð- una hjá ísfirðingum voru nokkur viðbrigði að koma í peysuveður heima. En þetta var fráþær ferð og við Nikkolínu félagar áttum eftirminnilega helgi við gestristni heima- manna og afbragðs veðurblíðu Vestfjarða. Kærar þakkir fyrir okkur. Árni Sigurðsson. Nokkur orð um landsmót og undirbúning þess Frá formanni Harmonikufélags Vestfjarða. Undirbúningur hófst eftir landsmótið á Siglufirði, en þá hafði verið samið um afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir tón- leika og lokadansleik. Þar sem þetta var fyrsta landsmót á nýrri öld, var ákveðið að minnast harmonikutónlistar í landinu á síðustu öld, með því að fá til mótsins sem heiðursgesti Lars Karlsson og Anniku Anderson frá Svíþjóð. Lars er einn besti og þekktasti díatóniski harm- onikuleikari á Norðurlöndum en Annika er þekkt hér frá tónleikaferðalagi árið 1991. Með þeim kom Tómas bróðir Anniku, en hann er gítarleikari í hljóm- sveit Lars Karlssonar. Það var Eyþór Stef- ánsson læknir í Gautaborg sem hafði milligöngu um að fá þessa listamenn á mótið. Undirbúningur mótsins var í höndum stjórnar félagsins, þar til að landsmóts- nefnd tók til starfa fáeinum dögum fyrir mótið, en hana skipuðu Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri mótsins, Karítas Páls- dóttir og Sæmundur Guðmundsson. Kynnir mótsins var Magnús Reynir Guð- mundsson. Samið var við Ferða- skrifstofuna Vesturferð- ir að sjá um að bóka gistingu og var alit gistirými á svæðinu tek- ið frá ári fyrir mótið. Einnig var fengið leyfi hjá ísafjarðarbæ að hafa tjaldstæði í mið- bænum. Björgunarfélag ísafjarðar tók að sér að skipuleggja tjaldstæð- in, taka á móti gestum og vísa til tjaldstæða og gististaða, ásamt öryggisvörslu og sorphirðu á tjald- stæðunum. Samið var við Örn Inga Gíslason fjöl- listamann á Akureyri um gerð mynd- Frá setningu Landsmóts á Silfurtorginu á ísafirði. Hér stjórnar Messíana Marselíusdóttir hljómsveit nemenda við Tónlistarskóla ísafjarðar.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.