Harmonikublaðið - 01.04.2003, Side 10

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Side 10
FROÐLEIKUR HARMONIKUBLAÐIÐ Harmonikan einasta yndið mitt er Eins og sagði í fyrri grein þá var það upp úr 1830 sem fyrstu afbrigði af því sem við köllum harmonikur fóru að koma fram. Flest teljast þau til hálfgerðra forn- gripa í dag, eru illa smíðuð og barnalega einföld eins og við er að búast. Það var vegna stríðsátaka sem smíði harmoniku hófst á Ítalíu. Austurríkismenn höfðu her- setið landið um langt skeið, en uppreisn- arsveitir ítala hröktu þá frá landinu 1863. Lokabardaginn stóð við borgina Castelfi- dardo í Anconahéraði. Þar stóð vínrækt í blóma en stríðið skildi eftir sig sviðna jörð. Fólkið var því á vonarvöl. Þá gerðist það að austurrískur munkur sem var á leið frá Loreto baðst gistingar hjá Soprani fjölskyldunni. í farteskinu hafði þessi heilagi maður lítið skrín og um kvöldið tók hann það upp og handlék. Bárust þá unaðslegir tónar að eyrum heimamanna. Ekki er vitað hvort Paolo yngri Soprani fékk að teikna hljóðfærið eða eiga, en það er vitað að jafnskjótt fór hann að gera tilraunir til að smíða svona grip og fljótlega bættist við Mariano Dallapé auk Soprani bræðra. Eitt er samt víst að varla hefði þetta hljóðfæriskríli getað lent hjá handlagnara og iðnara fólki en því í Castelfidardo. Ekki leið á löngu þar til smfðin var haf- in af fullum krafti, bændur hættu að troða berin og einbeittu sér að því að búa til harmonikur og þar með gleðja ótaldar miljónir manna ef allt ætti að telja til dagsins í dag. Bráðlega fóru að rísa harmonikusmiðjur allt suður á Sikiley og upp í hlíðar Alpafjalla að upprunalandinu Austurríki meðtöldu. Castelfidardomenn gleymdu ekki Paolo Soprani. Þeir reistu honum styttu á aðaltorginu og gerðu hann að borgarstjóra. Paolo byggði stærstu harmonikuverksmiðju Ítalíu og nafn hans barst um allan heim. Þetta stóra hús stendur nú að mestu autt en vitnar um blómaskeiðið um og eftir 1950 þegar um eða yfir 100 smáir og stórir voru að smíða hljóðfærin, mest píanóharmon- ikur sem að stórum hluta fóru til Banda- ríkjanna. Norðurlandabúar voru sjálfbjarga með nikkurnar því þar voru einar þrjár verk- smiðjur á fullu og Hagström þeirra stærst. Mekka nikkunnar kalla samt margir Castelfidardo, sem stendur að hluta á hæð nokkru stærri en Öskju- hlíðin, með þéttbyggðar hlíðar húsa frá 18. og 19. öld, mörggraf- in í hallann, og virðast oft vera ein hæð þegar að ofan er komið, en geta verið allt að fjórum þeg- ar niður stigana er gengið. Þar hafa marg- ir smiðir komið sér fyrir, nokkrir búa ásamt fjölskyldum sínum á efstu hæðinni en eru svo við iðju sfna á hæðunum fyrir neðan og neðst er viðargeymslan. Al- gengt er að fjölskyldur starfi að einhverju leiti saman að framleiðslunni. Flestir hafa þjálfað sig í ákveðnum handtökum og hafa náð undraverðri leikni hver í sín- um þætti. Með sumt er farið út í bæ, þar taka þeir við sem eru sérhæfðir í sínu fagi eða eru með smærri verkstæði. Algengt er þegar gengið er um götur Castelfidardo að heyra langdregna tóna stillaranna, sem taka að sér fyrir smiðina það vandasama verk að stilla hlóðfærin, sum með franskri, ítalskri, skoskri og eða sléttri stillingu. Sumir nota tæki en aðrir treysta bara á eyrað. Belgsmíðin er talin vandaverk, telja menn og að belgirnir ráði miklu um hljómgæðin. Hún er oftast aðkeypt, og krefst mikillar kunnáttu sem líkist bókbandi. Þegar hornin hafa verið sett á sinn stað er barið af miklu afli með tréhamri svo hornin klemmist að belgn- um. Að því búnu er tréramminn límdur á og allt sett undir farg. Ýmislegt annað sem þarfnast ekki mikils pláss svo sem að vinna tóna af hæsta gæðaflokki, mun oft gert í heimahúsum. í einni harmoniku geta verið tónar frá fleiri smiðum, sumir þykja gera betri bassaraddir en aðrir bestu hátónana. Tegundirnar geta kallast Super sem er hvað minnst unnin, og allt upp í Mano sem merkir að tónarnir séu handgerðir. Sagt er að áður fyrr hafi smiðir staðið daglangt við borð sem járnstykki stóð framúr þar var fjöðrin höfð föst og þjalir og smergelpappír einu verkfærin. Jóhann- es G. Jóhannesson, sem bar betra skin- bragð á tóna en aðrir sem ég hef þekkt, þurfti ekki nema að bera tónplötu upp að D3& ljósi til að sjá hvort um hálf eða full handsmíðaðan tón væri að ræða. Annars sýnir blámi stálsins, nái hann rétt upp fyrir hnoðið, að tónninn er Mano! Hand- smíðaður! Tipo Mano er aftur á móti handfrágenginn ímiteraður eins og Jó- hannes G. kallaði það. Þessar tvær gerðir eiga að tryggja, að minna loft þurfi og stillingin haldist lengur. Klæðning harm- onikunnar er svo eitt vandaverkið og auð- vitað eru konur bestar við það. Sellulósið svart, rautt eða hvítt kemur í plötum, það er lagt í bleyti í aceton og vatn til helm- inga og látið liggja í sólarhring. Þá er það mjúkt og hægt að leggja eins og vegg- fóður. Það verður að segja ítölsku handverks- fólki til hróss að hvar sem litið er á ítalsk- ar harmonikur eru vinnubrögðin frábær. Verksmiðjurnar eru margar reknar í sam- vinnu við útlenda fjármagnseigendur sem heimta hámarks ágóða. Margar þeir- ra hafa því farið á hausinn og sumar oft. Sama átti við um Titano Victoria sem stendur á gömlum merg. Þar var á einum stað allt sem þurfti til smíðanna, þung- búnar stansapressur stóðu yfirgefnar í kjallaranum en á efri hæðunum tóku við deildir sem kláruðu verkið þar til harm- onikunum var pakkað í kassa til útflutn- ings. Eigandinn var aldraður maður sem Picchetti hét og hafði rekið verksmiðjuna síðan 1924 ásamt bróður sínum, sem var dáinn 1973. Picchetti hafði yfirumsjón með öllu, en tengdasonur hins var fram- kvæmdastjór. Victoria (Titano í Bandaríkj- unum) voru á þessum árum með vönduð- ustu harmonikum, en varð þó gjaldþrota fyrir þó nokkrum árum. Eftir að nýir eig- endur komu að minnkuðu gæðin veru- lega, ódýrir tónar voru notaðir og ýmis- legt var farið að smíða úr plasti.Þó mun enn hægt að fá vönduð en mjög dýr hljóðfæri frá Victoria, sem nú hefur snúið sér að smíði bajana að hætti Rússa. Sama basl hefur verið hjá mörgum öðrum í þessum iðnaði, sem að tölu- verðu leiti er fjármagnaður af útlendum fyrirtækjum. Frakkar eru svo með í mörg- um verksmiðjum sem sérhæfa sig í raf- magns og musette harmonikum sem hafa ekki verið á markaði hér. Svo má nefna Excelsior sem um langt árabil framleiddi dýrari gerðirnar fyrir Hohner, en láta Högni Jónsson.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.