Harmonikublaðið - 01.04.2003, Side 12

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Side 12
FRASAGNIR HARMONIKUBLAÐIÐ Harmonikustelpan Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk á sér draum og fylgir honum fast eftir. Það gerði Oddný Björgvinsdóttir, sem dreif sig í tónlistarháskóla í Noregi á síðastliðnu sumri. Hún segir okkur hér söguna af því. Eftir að hafa verið á tónlistarbraut við tónlistarskólann á Akranesi, langaði mig að læra aðeins meira í tónlist og taka mér frí frá hinum hefðbundnu fögum í fjöl- brautarskólanum. Ég ákvað þess vegna að spreyta mig á inntökuprófi við tónlistarhá- skólann í Olsó með harmoniku sem aðal- hljóðfæri. Ég flaug út til að taka prófið í mars fyrir ári síðan eftir talsvert mikinn undirbúing við að ná prógramminu sem ég ætlaði að spila. Auk þess las ég tón- fræði á norsku til að geta tekið inntöku- próf á því máli sem kennt væri á ef svo færi að ég kæmist inn. Kennararnir í Tón- listarskólanum voru tilbúnir að aðstoða með allt mögulegt og undirbúningurinn dugði til að mér var boðin skólavist. Auð- vitað hafði ég vonað það, en samt sem áður var ég ekki alveg búin að reikna dæmið til enda því til þess að mega byrja í skólanum þá þarf maður að hafa lokið stúdentsprófi, Ég setti allt á fullt og tók nokkur fög utanskóia yfir sumarið til að ná stúdentsprófi svo ég kæmist út um haust- ið. Það var frekar knappt að ég næði þessu Oddný skemmtir sér í Vigelandsgarðinum í Osló. Oddný við Ráðhúsið í Osló. á tíma en ég lauk síð- asta prófinu utanskóla 15. ágúst og byrjaði í tónlistarskólanum 19. ágúst. Núna er ég á annari önn í Norges musikkhogskole og hérna er skemmtilegra að vera en ég nokkurn- tíma þorði að vona. iafnvel þó ég reikni ekki með því að verða hvorki atvinnumanneskja eða tónlistarkennari, hugsa ég þetta ár mest til kynningar og svigrúm fyrir mig til að hugsa um hvað ég vil gera í framtíðinni. Námið eða námsbrautin sem ég er á kallast kandidatstudiet i utoving og tekur 4 ár og endar með cand. mag. gráðu. En skólinn býður einnig upp á framhaldsnám þar sem hægt er að taka eitt ár í viðbót til að öðlast kennararéttindi. Einnig er hægt að taka diplomanám eða doktorsnám við skólann. Prófessor á harmoniku við skólann er )on Faukstad. Við harmonikunemarnir í deildinni erum öll mjög ánægð með kennarann, enda er hann mjög flinkur og góður kennari. Nemarnir í skólanum sem hafa harmoniku sem aðalhljóðfæri eru 6 talsins, og eru þeirýmist á klassískri braut eða á folkemusikk-braut. Við „nikkararnir" höfum það mjög skemmtilegt saman, við förum á tónleika, æfum saman, skiptumst á að spila fyrir hvort annað í skólanum og höldum saman tónieika. Núna erum við t.d. að æfa fyrir sameiginlega tónleika harmonikudeildar- innar sem verða rétt eftir páska. f október á síðustu önn fórum við nokkur saman í helgarferð til Danmerkur til að fylgjast með harmonikukeppni sem var haldin í Kaupmannahöfn. Það var mjög skemmti- leg ferð og gaman var að heyra í öllum þessum góðu harmonikuleikurum. Um þessar mundir eru svo nemarnir í norsk folkemusik í námsferð í Finnlandi þannig er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Auk þess sem við erum í tímum á aðal- hljóðfærið lærum við líka ýmislegt annað en að spila t.d. tónlistarsögu, hljómfræði, tónheyrn, upptökutækni og að vinna með tónlist í tölvum, improvisasjon og æfing- artækni svo nokkur dæmi séu nefnd. Tímasóknin er ekki mjög mikil, því ætlast er til þess að nemendur noti tímann til æf- inga þannig að hinn hefðbundni skóla- dagur er kannski einn tii tveir fyrirlestrar eða tímar og afgangurinn af skóladeginum fer í æfingar. Ferðalangur. Það er nú samt fínt að mestur tími fer í æfingar en ekki verkefni, því það getur stundum verið strembið að skrifa löng verkefni á norsku. Námið er frekar krefj- andi en mér finnst það í alla staði mjög skemmtilegt og ég finn mig vel í því sem ég er að gera. Hingað til hefur þessi vetur í skólanum verið ótrúlega lærdómsríkur og skemmtilegur. Svo er bara að sjá hvern- ig framhaldið verður en ég er ennþá ekki búin að ákveða neitt hvar ég verð niður- komin næsta vetur. Þess vegna ætla ég bara að njóta þess að vera fátækur náms- maður í útlöndum og fá sem mest út úr þessu. Ef einhver hefur áhuga á að fræðast meira um skólann þá er heimasíða hans: www.nmh.no

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.