Harmonikublaðið - 01.06.2003, Qupperneq 5

Harmonikublaðið - 01.06.2003, Qupperneq 5
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur Karl Karlsson ellegar Carl Jularbo Karl lularbo. flesta tónlistarskóla í sýslunni og fengið nemendur til að koma á svokölluð kaffi- kvöld þar sem þeir spila fyrir gesti og okk- ar spilarar leika einnig. Félagið sá um landsmót S.Í.H.U. (Sambands íslenskra harmonikuunnenda) sem var haldið að Laugum í Reykjadal 1990, einnig sá félag- ið um aðalfund S.Í.H.U. 2002. í tilefni af 20 ára afmæli félagsins 1998 var farið í að safna upptökum frá RUV. og félagsmönnum H.F.Þ. Kristján Edelstein tók þetta og hreinsaði og var síðan gefinn út geisladiskur með þessu efni. Allt efnið er geymt á geisladiskum. Félagshljómsveit hefur verið starfandi frá 1980 til dagsins í dag og hafa verið í henni allt að 15 spilarar og niður í 2. Dansleiki höfum við haldið í héraði og víðar allt frá stofnun félagsins, stundum í samvinnu við hin ýmsu félög t.d. Karla- kórinn Hreim, vísnafélagið Kveðanda, Gömludansaklúbbinn o.fl. Einnig hafa fé- lagar spilað við hin ýmsu tækifæri. Árshátíð höfum við haldið árlega allt frá stofnun og oft fengið til okkar gesta- spilara. Eins og áður segir er félagið nú 25 ára og af því tilefni verða haldnir tón- leikar og dansleikur á Húsavík 16. ágúst. Þar koma fram Reynir lónasson, Grettir Björnsson og félagar úr F.H.U.N. Afmæl- ishátíðin verður síðan haldin 4. okt. n.k. og er búist við fjölmenni. Formenn allra félaga fá nánari upplýsingar þegar nær dregur. Þá hefur verið unnið að því að taka spilara upp á myndband og er það langt komið. Félagafjöldi er nú um 95. Núverandi stjórn skipa: Aðalsteinn ís- fjörð formaður, Sigurður Ólafsson ritari, Dagur Jóhannesson gjaldkeri, Jón Sigur- jónsson og Kjartan Sigurðsson með- stjórnendur. Að lokum sendum við ykkur öllum sem þetta lesið bestu kveðjur og þakk- læti fyrir ánægjulegar stundir á liðnum árum. Vonast til að sjá ykkur sem flest á Breiðamýri á útileguhátíð 25.-27. júlí. Húsavík f maí 2003. F.h.stjórnar H.F.Þ., Aðalsteinn ísfjörð Efni í næsta blað! Þeir sem hugsa sér að senda efni í næsta blað sem koma á út í október nk„ þurfa að skila því fyrir 25. september. Hann fæddist 1893 á þjóðhátíðardaginn 6. júlí, í þorpinu Jularbo sem er í Dölun- um og tók sér sfðar nafn eftir því. Faðir- inn var umferðarsölumaður sem átti harmoniku, en drengurinn fékk ekki að snerta hana. Það hvíldi engin dul né rómantík yfir æsku hans og honum var ekki hugsað neitt hlutverk, né að reyna að spila á harmonikugarminn sem faðir hans átti, það var því í óleyfi að hann stalst til að æfa sig þegar pabbinn var í söluferðum. Svo var það, að haldið var samkvæmi í húsum foreldranna. Faðirinn mun hafa ætlað að spila fyrir dansi, en fyrir þrá- beiðni móðurinnar fékk Kalli litli að reyna sig og eftir það snerti pabbinn aldrei harmoniku. Ekki gaf nú þetta sára frumstæða hljóðfæri með fáeinum hnöppum í einni röð og tveimur bössum fyrirheit um mikla tónlist. Tónninn var mjór eða öllu heldur skrækur. Ég sá Carl lularbo spila nokkur lög í kvikmynd, sem um hann var gerð og þar gaf að heyra valsinn, Min första kompo- sition (Mitt fyrsta lag), leikinn á þetta gamla hljóðfæri. En 1914 lék Juiarbo á sína fyrstu plötu þá þegar orðinn margfaldur sigurvegari í 'keppnum og á góðri leið að verða hvað frægastur norrænna spilara rúmlega tví- tugur að aldri. Hann var ekki einungis dáður í sínu heimalandi, heldur náði frægð hans til annarra landa svo sem Englands og Þýskaiands sem hann heim- sótti til tónleikahalds og hljómplötu- gerðar, en ails mun hann hafa spilað á milli fimmtán og sextán hundruð plötur. Sögur eru sagðar um tilurð laga hans, þá er sennilega þekktust sú sem segir frá norsku stúlkunni Elínu sem sagt er að Carl Jularbo hafi átt í ástarsambandi við. Þegar hann kom eitt vorið að spila í Nor- egi, var hún dáin úr berklum. Hann samdi Drömmen om Elin til minningar um hana. Jularbo dó sjálfur 1966. Hann er einn sá þekktasti allra norrænna harmoniku- leikara og lög hans mala gull í digra sjóði. Högni Jónsson. QÍS'

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.