Harmonikublaðið - 01.06.2003, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.06.2003, Síða 6
FróðleiUur HARMONIKUBLAÐIÐ Harmonikuleikarar frá vinstri: Kjartan Erlendsson, Elín jóhannesdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Þórhallur Þorvaldsson og |ón Gíslason. Aftari röð: Jóhann Friðriksson trommur og Margeir Friðriksson bassi. F.V.: lón St. Gíslason harmonika, Kristján Þór Hansen bongótrommur, Jóhann Friðriksson trommur, Stefán lónsson tromma, Margeir Friðriksson bassi, Kjartan Erlendsson gítar. fengu gestir vöfflur með rjóma á meðan þeir nutu tónleika hljómsveitar félagsins. Einnig komu þar fram Alex Már Sigur- björnsson 11 ára harmonikuleikari og ingunn Kristjánsdóttir, 13 ára söngkona sem söng nokkur iög með hljómsveitinni. Hjá okkur var Sumargleði í félags- heimilinu Miðgarði laugardaginn fyrir sjómannadag, þ.e. 31. maí. Þar léku hljómsveitir félagsins fyrir dansi ásamt gestaspilurum sem voru að þessu sinni hljómsveitir Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Stefnum við að því að þetta verði árlegur viðburður. Síðasta uppákoma hjá félaginu Þetta starfsár er svo Fjölskylduhátíð í Húnaveri Jónsmessuhelgina 20.-22. júní og er hún haldin í samvinnu með Blönduósingum og Siglfirðingum. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði. Vonumst við til þess að sjá ykkur þar sem flest. Með kærri kveðju. Gunnar R. Ágústsson, formaður Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Kveðja úr Skagafirðinum Aðalfundur FHS var haldinn þriðjudag- inn 1. apríl 2003. Breyting varð í stjórn- inni, hana skipa nú Formaður: Gunnar Ágústsson Ritari: Ragnheiður Guðmundsdóttir Gjaldkeri: Kristján Þór Hansen Meðstjórnandi: Kristín Snorradóttir Fráfarandi voru Elín G. jóhannesdóttir og Þórhallur Þorvaldsson og var þeim þakkað samstarfið til margra ára. Á fund- inum hjá okkur núna var samþykkt sú til- laga að taka upp félagsgjöld. Ekki hafa verið nein félagsgjöld hingað til en nú ætlum við að tengja þau áskrift að Harm- onikublaðinu. Félagsgjaldið verður því kr. 1500,- eins og áskrift að blaðinu kostar. Með þessu móti vonumst við til að hagur Harmonikublaðsins eflist. Fundir hjá stjórninni eru annað slagið, hafa þeir þá gjarna tengst æfingum sem eru einu sinni í viku. Mætum við þá að- eins fyrir boðaðan æfingartíma og ræð- um um það sem efst er á baugi í það skiptið. Annars erum við með tvær hljómsveitir, önnur æfir á þriðjudags- kvöldum hin á fimmtudagskvöldum. Sumir hljóðfæraleikaranna eru í þeim báðum þannig að það eru stífar æfingar hjá þeim. Á síðasta aðalfundi Sambandsins að Narfastöðum var rætt, en sú umræða hafði reyndar komið fram á aðalfundi árið áður að koma á ungiingalandsmóti harmonikuleikara. Okkur Skagfirðingum var falið að koma þessu á. Ekki tókst okk- ur að koma þessu á í vor, en Tónlistar- skóli Skagafjarðar ætlar að aðstoða okkur ásamt fleiri aðilum við að koma þessu í framkvæmd vorið 2004. Haft verður sam- band við alla tónlistarskóla á landinu núna áður en skólatímabilinu lýkur. Einnig verður unnið að öðrum málum tengdum þessu, s.s. húsnæði, fram- kvæmd mótsins og fl., þannig að línurnar verði nokkuð skýrar í byrjun næsta skóla- árs. Því má segja að þetta sé í góðum far- vegi. Af starfsemi félagsins er það að frétta að við fórum seint af stað í haust. Höfum við því aðeins haldið tvo dansleiki auk okkar árlega sunnudagskaffis, sem var að þessu sinni sumardaginn fyrsta og var því nokkurskonar sumarkaffi þetta árið. Þar VERKSTÆÐITIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6, RVK HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUDNAÍSÍMA 567 0046

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.