Harmonikublaðið - 01.06.2003, Síða 7

Harmonikublaðið - 01.06.2003, Síða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ Lagahöfundur Hopp og hí eftir Aðalstein ísfjörð Lagahöfundurinn 13 ára með 120 bassa Castelfidardo. Lagahöfundur blaðsins að þessu sinni er Aðalsteinn ís- fjörð á Húsavík. Hann er harm- onikuunnendum að góðu kunn- ur enda búinn að vera með harmonikuna í fanginu frá unga aldri. Hann hefur leikið á dansleikjum víða um land auk þess að koma fram við margs- konar tækifæri bæði hér á Iandi og erlendis. Þó harmon- ikan sé hans aðal hljóðfæri í dag, hefur hann leikið á mörg önnur um dagana. Hér segir hann frá því helsta í leik og starfi. Ég er fæddur á Húsavík 1947 og hef verið þar síðan. Fyrstu kynni mín af harmoniku voru þegar ég var 7 ára, þá fékk ég að spila á þetta hljóðfæri sem ég kolféll fyrir. Ég eignaðist fljótlega Weltmeister, 32ja bassa, sem seld var tveimur árum seinna í næsta hús, en ég fékk hana að gjöf nú fyrir tveimur árum eða um 46 árum frá því ég seldi hana. Ég fékk mér síðan 80 bassa Scandalli, átti hana þar til ég fékk mér stórmerkilega harmoniku sem hét Castel- fidardo 120 bassa hún var ein 18 kg. Ég átti hana mjög stutt, því ég lánaði hana vini mínum á síldarbáti og sá hana aldrei aftur, mér var sagt að skipsfélagar hafi hent henni í sjóinn.ekki veit ég hvort það er satt. Ég var síðan harmonikulaus í ein- hver ár, þá fékk ég í afmælisgjöf frá kon- unni minni 5 kóra 120 bassa Royal stand- ard nikku og seinna fékk ég mína fyrstu hvítu nikku Exelsior 120 bassa, síðan hef ég yfirleitt verið með hvítar þar til nú. Hljómsveitarferill minn byrjaði strax í barnaskóla, síðan í gagnfræðaskóla og þá byrjaði ég í Lúðrasveit Húsavíkur spilaði á clarinett og lærði nótur. Hljómsveitirnar hafa verið margar, og með ýmsum, en frægust var hljómsveitin Húsavíkur - Haukar, þar spilaði ég á allt- og tenor-saxófóna ásamt clarinettu og harmoniku. Og einnig spilaði ég á hljóm- borð og trommur, að vísu aðeins hálfan vetur. Ég hef spilað við hin ýmsu tækifæri nánast um allt land og einnig erlendis. Undirleikari hjá Karlakórnum Hreim í Suður Þingeyjarsýslu hef ég verið núna í ein 10 ár. Ég kenndi við Tónlistarskóla Húsavíkur sem stundakennari á harmoniku, clarinett, saxófón og blokkflautu frá 1978-1983. Fyrstu kynni mín af plötu- upptöku voru þegar F.H.U.R. gaf út sína fyrstu plötu. Þá fór ég til Reykjavíkur, fékk lánaða harmoniku og spilaði inn á plötuna, „Flöktandi augu", sem er mitt fyrsta frumsamda lag. Þetta tókst með hjálp góðra manna í F.H.U.R. Ég spilaði inn á plötu fyrir Tónaútgáfuna ásamt lóni Hrólfssyni, sem bjó á Kópa- skeri og fékk platan nafnið „Samspil". Síðan gaf ég út geisladiskinn „í Ásbyrgi" árið 2000. Þrisvar sinnum hef ég tekið þátt í laga- keppni, fyrst árið 1993 á landsmóti S.Í.H.U. á Egilsstöðum, með lagið „Æsku- ást" við texta Þórgríms Björnssonar, og hlaut það fyrstu verðlaun í flokki sung- inna laga. Síðan sendi ég lagið „Haust- minningu" við texta Þórgríms Björnsson- ar í keppni hjá H.F.H. árið 1996 og fékk þar þriðju verðlaun og síðast árið 2002 spilaði ég og Tatu Kantomaa lagið „Hopp og hí" sem hann útsetti og var það valið lag kvöldsins. Nú síðan hafa bæst við tvö lög sem Tatu er að útsetja. Ég byrjaði ungur að vinna við hand- lang í múrverki hjá föður mínum og fór síðan á samning 1974 og fékk meistara- réttindi 1980. Ég hef unnið við múrverk síðan. Árið 1983 fékk ég mér tæki til steypusögunar og kjarnaborunar og vinn við það í dag ásamt múrverki. Ath. Hægt er að nálgast útsetningar af laginu „Hopp og hf' fyrirtværharmonikur hjá höfundi í síma 464 1541 og 894 1541. L Hljómsveitin Haukar á dansleik á Hólmavaði 1965. Frá vinstri: Aðalsteinn ísfjörð saxófónn, Steingrímur Hallgrímsson trommur, Árni Gunnar Sigurjónsson orgel og Grétar Berg Hallsson gítar.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.