Harmonikublaðið - 01.11.2004, Side 6
Bréf
HARMONIKUBLAÐIÐ
Castelfídardo - Larodde
Helga Kristbjörg Guðmunds-
dóttir frá ísafirði er einn af
mörgum efnilegum nemendum
í harmonikuleik. Hún byrjaði í
námi 7 ára gömul hjá
Messíönu Marzellíusdóttur og
sló síðan eftirminnilega í gegn
á Landsmótinu á Siglufirði
1999, þá aðeins 11 ára gömul.
Síðustu ár hefur hún numið hjá
Vadim Fjodorov en hann var
einmitt gestaspilari á þessu
sama landsmóti ásamt tvíbura-
bróður sínum Yuri. Helga
Kristbjörg brá sér til Ítalíu og
Frakklands síðastliðið vor
ásamt félaga sínum, Leifi Þor-
bergssyni og kennaranum
Vadim. Helga Kristbjörg, sem
er nýorðin 17 ára, hefur nú
hafið nám í hinum eftirsótta
harmonikuskóla CNIMA í
Larodde í Frakklandi. Hér á
eftir segir hún frá ferðinni.
Þann 29. maí síðastliðinn héldum við
Leifur Þorbergsson og Helga Kristbjörg,
nemendur við Tónlistarskóla ísafjarðar
og kennarinn okkar Vadim Fjodorov upp í
mikið og eftirminnilegt ferðalag. Við flug-
um til Parísar og keyrðum svo af stað því
ferðinni var heitið til Castelfidardo á ítal-
íu til að láta stilla og yfirfara hljóðfærin
okkar í verksmiðjunni Victoria Accord-
ions. Eftir að hafa spurt nokkra ítali til
vegar sem gátu fátt sagt á ensku
nema „follow me" komumst við loksins á
leiðarenda.
Næstu vikuna
eða á meðan við
biðum eftir nikkun-
um skoðuðum við
nokkrar harmoniku-
verksmiðjur, söfn og
búðir auk þess sem
við lágum á strönd-
inni í Numano. í
verksmiðjunum
vöktu athygli mína
þeir starfsmenn sem
hafa þá atvinnu að
„tuna" eða stilla allan daginn. Þeir spila,
opna nikkuna og ýta við nokkrum nótum,
loka aftur, spila, og þetta mörgum sinn-
um þangað til þeir byrja á þeirri næstu.
En eftir það keyrðum við aftur framhjá
Ölpunum og til Frakklands í lítið sveita-
þorp, Larodde, þar sem harmonikuleikur,
kúabjöllur og engisprettur hljómuðu í
takt.
í Larodde er að finna einn besta og
eftirsóttasta harmonikuskóla heims,
CNiMA. Kennarar skólans eru margverð-
launaðir auk þess að nemendur skólans
eru þekktir fyrir fyrstu sætin í alþjóða-
keppninni Klingenthal. Þar tókum við
þátt í sumarnámskeiði í tvær vikur.
Kennslustundir fóru fram nokkrum sinn-
um á dag. Á morgnana var hópkennsla
þar sem ég og Leifur lærðum grundvall-
aratriði franska kerfisins hjá prófessor
Mornet, því miklu máli skiptir að hafa
það á hreinu. Eftir hádegismat tóku svo
við einkatímar hjá hinum ýmsu kennur-
um þar sem við fórum nánar í lögin sem
við höfðum verið að æfa og skerptum á
tækninni. Á kvöldin og um helgar heim-
sóttum við meðal annars sérstakan
harmonikubar, spiluðum boccia við aðra
nemendur skólans, syntum í risastóru
stöðuvatni við hliðina á höllinni Chateau
Einn af yfirkennurum skólans. Jacques
Mornet.
Nokkrir af nemendum skólans og nemendum á námskeiðinu. Krjúp-
andi eru kennararnir Domi og Roman.
Helga Kristbjörg, Vadim og Leifur að taka því
rólega í la Bourbulle.
de val og æfðum okkur eins og brjálæð-
ingar. Lokaverkefnið var svo að halda
smá tónleika í kirkjunni og það tókst
mjög vel.
Einnig er gaman að geta sagt frá því
að þau Domi Emorine og Roman Jbanov,
kennarar í CNIMA héldu tónleika hér á ís-
landi dagana 16,- 27. ágúst, eins og sum-
ir hafa kannski tekið eftir, við góðar und-
irtektir. En námsferðin okkar heppnaðist
með ólíkindum vel, þetta var skemmtileg
upplifun og við lærðum margt nýtt. Það
sem kom mér mest á óvart var hvað
margt og misjafnt fólk hefur áhuga á
harmonikunni og hvað margir krakkar
leggja hana fyrir sig að loknum eða
óloknum grunnskóla. Það er auðvitað
endalaust hægt að bæta sig og ég hvet
alla sem hafa áhuga, að skella sér næsta
sumar eða um vetur eins og ég hef hugs-
að mér að gera.
Ég vil enda á því að þakka þeim sem
gerðu ferðina okkar mögulega og ekki síst
kennaranum okkarVadim Fjodorov.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Harmonikusafnið í Castefidardo.