Harmonikublaðið - 01.11.2004, Síða 10
Bréf
HARMONIKUBLAÐIÐ
Færeyjaferð
Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð 8. - 15. júlí 2004 með Norrænu
Frá torgi í Þórshöfn þar sem Ieikið var fyrir norska sjónvarpið. F.v.
jóhann Sigurðsson, Guðmundur Sigurpálsson, Svanhildur Leósdóttir,
Kristján Þórðarson, Sigurður Indriðason og upptökumaður norska
sjónvarpsins.
Um nokkurra ára skeið hafði
verið rætt um ferð til Færeyja,
en loksins varð úr því í þetta
sinn. Egill jónsson frá Nes-
kaupstað var fenginn til farar-
stjórnar, en hann er búinn að
fara margar ferðir með hópa
til Færeyja, enda skipulagði
hann ferðina frábærlega. Þá
var jón Árni úr Mývatnssveit
fenginn til að aka hópnum alla
ferðina.
Það var um kl. 6.00 þann 8. júlí sem 40
manna hópur lagði af stað frá Akureyri til
Seyðisfjarðar, þar var farið um borð í ferj-
una og komið sér fyrir. Farið var um kl.
12.00. Á leiðinni var renniblíða og engin
hreyfing á skipinu. Þó nokkuð var spilað
um borð á leiðinni út. Komið var til Fær-
eyja um kl 6.00 að morgni 9. júlí. Þar tóku
á móti okkur félagar
úr ÁFH, sem er
skammstöfun fyrir
„Áhugafelag fyri För-
oyskar Harmoniku-
spælarar", og fóru
með okkur til morg-
unverðar í hús sem
þeir hafa til umráða.
Þar voru saman-
komnir nokkrir félag-
ar með hlaðborð,
sem hefði sómt sér á
hvaða hóteli sem var.
Þarspiluðu bæði þeir
og við. Síðan fórum
við spilarar og lékum
í beinni útsendingu í
Útvarp Færeyjar. Þegar við komum til
baka var gengið í skoðunarferð um
Skansinn og Þinganes. Þá síðan spiluð-
um við á torgi í miðbænum, en þar stóð
yfir matarkynning hjá Norðmönnum og
var upptaka frá
norska sjónvarp-
inu, sem við lent-
um inná.
Nú var farið á
Hótel Færeyjar, en
þar bjuggum við
meðan á dvölinni
stóð, og komum
okkur fyrir. Um kl.
16.00 fórum við svo
í SMS, sem er
Kringla þeirra í
Þórshöfn, og spil-
uðum þar fyrirgesti
og gangandi. Ekki var langur tími til
hvíldar, því félagar í ÁFH buðu til kvöld-
verðar í Fuglafirði. Þar fengum við rausn-
arlegar veitingar og nokkuð spilað undir
borðhaldi. Þar færði formaður okkar fé-
lögum ÁFH myndband og bók frá Akur-
eyri, sem Akureyrarbær hafði verið svo
vinsamlegur að láta okkur í té, ásamt
fána félags okkar. Eftir borðhaldið var svo
dansleikur þar sem bæði við og Færey-
ingar léku fyrir dansi. Að lokum var ekið
til Þórshafnar, og þá var okkar fólk orðið
nokkuð þreytt eftir erfiðan en skemmti-
legan dag.
Alla daga var farði í einhverjar skoðun-
arferðir litið inn í fallegar kirkjur bæði
nýjar og mjög gamlar og einnig safnið í
Götu. Þess skal getið að tveir af félögum
ÁFH, þeir Jónsvein Poulsen og ísak N.
lacobsen fylgdu okkur annar hvor í skoð-
sér um safnið í Götu. Úr kirkjunni í Tóftum.
ŒfflP