Harmonikublaðið - 01.11.2004, Síða 13

Harmonikublaðið - 01.11.2004, Síða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur/Fréttir heilu leiksýningunum, við jarðarfarir og bara nefndu tilefnið. Og ætíð tekst þeim að skynja andblæ hverrar stundar og skapa viðeigandi stemmingu, finna þann tón og þá túlkun sem hæfir hverju tilefni, hvort sem gleðin rís í hæstu hæðir eða sorgin ristir dýpst. Um það vitnar þessi hljómdiskur betur en annað. Þar er hinn rétti tónn sleginn - og ekki í fyrsta eða síðasta sinn af Sigurði Hallmarssyni og Ingimundi jónssyni. Þakkir flyt ég þeim félögum. Og mæli þar fyrir munn svo ótal margra. )óhannes Sigurjónsson Þegar hér er komið sögu, eða þann 24. nóvember sl. átti Sigurður að baki þrjá aldarfjórðunga en Ingimundur tæpa sjö áratugi. Karlarnir eru eldhressir og disk- urinn þeirra Ijúfur og áheyrilegur. Ég vil að endingu þakka þeim kump- ánum fyrir gott spjall um leið og ég óska þeim til hamingju með diskinn og Sig- urði með afmælið. lóhannes Jónsson Ábending til lesenda blaðsins Svanhildur Leósdóttir sem átti lag blaðsins í síðasta blaði vill benda lesendum á að lagið geti verið jafn gott á hraðanum 60, þ.e. venjuleg- ur vals, en lagið er merkt á hraðanum 48 í blaðinu, sem hægur vals. Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð Fyrirhugaðir dansleikir 2004 - 2005 Laugardaginn 25. september 2004 Laugardaginn 23. október 2004 Fyrsti vetrardagur Laugardaginn 20. nóvember 2004 Laugardaginn 04. desember 2004 Fimmtudaginn 30. desember 2004 Laugardaginn 29. janúar 2005 Laugardaginn 19. febrúar 2005 Laugardaginn 12. mars 2005 Laugardaginn 2. apríl 2005 Árshátíð Miðvikudaginn 20. apríl 2005 Síðasta vetrardagur Laugardaginn 21. maí 2005 Allir ávallt velkomnir! [ESt

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.