Harmonikublaðið - 01.04.2005, Síða 5

Harmonikublaðið - 01.04.2005, Síða 5
HARMOIMIKUBLAÐIÐ Fróðleikur spila ég með Harmonikusveit Oslóar eða Oslo trekkspillklubb og hef lært mikið af því. Um síðustu páska fór ég með þeim til Prag og tók þátt með þeim í keppni sem var haldin á hátíð fyrir evrópskar harmoniku- sveitir. Það var mjög vel heppnuð og skemmtileg ferð enda Prag falleg borg, fín- asta veður og mjög gaman að fá að taka þátt í keppninni. Þarna voru sveitir frá 8 löndum en við vorum eina sveitin frá Norðurlöndum, einnig vorum við eina hljómsveitin sem keppti bæði íklassíska flokknum og í svokölluðum „underholdn- ingsklasse" (fann ekkert íslenskt orð yfir þennan flokk) Ekki varverra að okkurgekk vel í keppninni, unnum klassíska flokkinn og lentum í 4. sæti í hinum auk þess sem stjórnandi hljómsveitarinnar var valinn besti stjórnandi hátíðarinnar." - Er mikill munur á tónlistarlífinu í kringum harmonikuna í Noregi og á ís- landi? „Það er ekki eins mikill munur og ég bjóst við. Noregur er náttúrlega fjöl- mennara land og þess vegna kannski fleiri sem spila og oftar eitthvað um að vera en hér heima. En samt er þetta frekar lítill heimur þarna og ekkert endilega stærri en hér heima miðað við fólksfjölda. - Hvað ætlarðu svo að dvelja lengi í Noregi? Oddný fyrir miðju ásamt samnemendum sínum. Verið er að leika svítu eftir Matyas Seiber. ,Ætli ég klári ekki skólann og svo sé ég til hvernig staðan verður. Annars er ekk- ert ákveðið en ég er opin fyrir ýmsu." - Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég ætla að koma heim í sumar eftir að ég hef spilað með Harmonikusveit Óslóar í Noregsmeistarakeppni sem verður haldin í Lillehammer í lok júní. í ágúst ætla ég svo að halda tónleika til minningar um Jón Árnason frá Kleifum í Ólafsfirði sem lést fyrir tæpu ári síðan. Hann hef ég þekkt síðan ég var lítil og við alltaf spilað saman þegar við hittumst. Tónleikarnir verða haldnir á tónlistarhá- tíðinni Berjadögum á Ólafsfirði 13.ágúst. Einnig stefni ég að því að halda tón- leika í Laugarborg í Eyjafirði í september ásamt fleirum. Svo er stefnan tekin út aftur til að klára það sem eftir er af nám- inu." ).). Nokkrum árum síðar. Þessi er tekin 2003. - Hvernig er námið byggt upp? „Námið er alls 4 ár og skiptist í fyrri hluta sem er 2 ár og seinni hluta sem ein- nig er 2 ár. Hver hluti endar svo með próftónleikum. í fyrri hlutanum lýkur maður við flest allar fræðigreinar svo sem tónfræði, tónheyrn, hljómfræði, tón- listarsögu, kontrapunkt o.s.fr. En í seinni hlutanum er miklu minni tímasókn en þeim mun meiri æfingar. Nú er ég á 3. ári af 4 svo ég býst við að lokatónleikarnir verði vorið 2006. - Hefur þú kynnst áhugaverðu fólki frá því þú hófst námið? „)á, ég hef kynnst mörgum, en þó sér- staklega í kringum skólann og tónlistina. Ég hef líka sungið í íslendingakórnum í Osló og kynnst þar mörgu góðu fólki. Svo Oddný og kennarinn hennar, Jon Faukstad. nw

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.