Harmonikublaðið - 01.04.2005, Side 11
HARMONIKUBLAÐIÐ
Bréf
mér til varnar, og alls ófær að tjá mig um
það í bundnu máli, sem sumir aðrir
hefðu átt létt með. Sýndist mér að þarna
hefði eg sett svartan blett á ferðalagið
sem lengi yrði í minnum hafður. En allt í
einu datt mér í hug vísa eftir afa minn,
Indriða Þórkelsson á Fjalli.
Allir hafa einhvern brest
öllum fylgir galli.
Öllum getur yfirsést
einnig þeim á Fjalli.
Þessa vísu flutti ég nú ferðafélögun-
um, og féll hún í góðan jarðveg, og eftir
að bílstjórinn okkar hinn eini og sanni,
Jón Árni Sigfússon hafði farið með lykil-
inn á Hótel Selfoss og fengið loforð fyrir
þvf að honum yrði komið í réttar hendur,
voru allar áhyggjur á bak og burt og mér
snarlega fyrirgefið.
Oftast mæta á félagsfundina hjá okkur
um 20 manns. Segja má að það sé kjarn-
inn í félaginu, þ.e.a..s. þeir áhugasöm-
ustu. Hinir eru alltof margir sem aldrei
sjást á fundum. Það er slæmt, því þetta
fólk þarf að kynnast því hve gaman er að
starfa í svona góðum félagsskap.
Hvað er hér til ráða? Ekki getum við
skipað félögum okkar að mæta. En við
gætum boðað til kvöldvöku með kaffiveit-
ingum og félagar tækju með sér gesti.
Harmonikuleikarar tækju lagið og einhverjir
segðu gott orð. Þannig fengju hinir „óvirku"
aðeins að kynnast félagsskapnum.
Þetta er nú ekki ný hugmynd, en það
verður að segjast eins og er að þessum
þætti í starfi félagsins hefur - því miður -
hnignað á undanförnum árum. Það geng-
ur æ verr að finna pláss fyrir samkomur.
Þvf betur er félagslíf það mikið og fjöl-
breytt að um flestar helgar að vetrinum er
eitthvað um að vera einhvers staðar í hér-
aðinu og 5 þorrahelgar duga ekki til að
blóta Þorra.
Til þess að kaffikvöldin heyri ekki alveg
sögunni til - það var reyndar eitt
5,desember .s.l. - hefur verið reynt að
koma því á síðari hluta aprílmánaðar og
þá er harmonikunemendum Tónlistar-
skólans á Húsavík boðið að koma. Þá
koma nokkrir krakkar og unglingar og
spila fyrir okkur. Það er hin besta
skemmtun. En eitt eða tvö kaffikvöld
duga ekki til að laða krakkana að félag-
inu. Miklu meira þarf til. Það þarf að
koma á öflugu samstarfi milli félagsins
og tónlistarskólanna. Takist það ekki sýn-
ist mér að brátt sé úti um þenna ágæta
félagsskap okkar, og svo mun vera víðar,
verði ekki endurnýjun í liði harmoniku-
leikara. Svo einfalt er það.
Hér skal þess getið að félagið hefur
styrkt tónlistarskóla í héraðinu, og
þannig reynt að stuðla að harmoniku-
kennslu, og er það vel.
Sumarhátíð höfum við haldið á
Breiðumýri allmörg ár í góðri samvinnu
við F.H.U.E. Hafa þær verið mjög vinsæl-
ar og vel sóttar af harmonikunnendum
allsstaðar að af landinu. Á tímabili var
áfengisneysla þartil ieiðinda, en það hef-
ur sem betur fer lagast. Á þessum sam-
komum hef ég kynnst mörgu ágætis fólki
og á vináttu þess síðan.
Ótalin er árshátíð félagsins sem venju-
lega er höfð um eða upp úr miðjum nóv-
ember. Hún er ómissandi þáttur í starf-
inu. Þá er mikil matarveisla, sem Kristján
Guðmundsson kokkur á Laugum og fé-
lagi okkar sér um. Og þar er íslenska
lambakjötið í þeim hávegum haft sem því
sæmir. Fyrr á árum voru aðfengnir
skemmtikraftar sem tróðu upp á árshá-
tíðinni, en nú látum við okkur nægja
heimafengið efni. Aðsókn ræðst að sjálf-
sögðu af veðri og færi, en þar getur
brugðið til beggja vona á þeim árstíma.
Fundir okkar og samkomur í H.F.Þ. fara
undantekningalítið fram á Breiðumýri.
Það er okkar félagsheimili og hæfilega
stórt, nema þegar sumarhátíðir eru
haldnar. Þetta gamla, en endurbætta
samkomuhús á framúrskarandi góðan
anda og góða sál, því mér finnst það ætíð
breiða út faðminn og bjóða okkur hjart-
anlega velkomin. Og það er afar góð til-
finning. Húsverðir hafa líka verið liðlegir
og félaginu hliðhollir. Það hefur líka sitt
að segja.
Að endingu þetta:
Kæru harmonikufélagar um land allt.
Standið vörð um félagið ykkar, og reynið
að vinna því allt það gagn sem þið getið.
Þið fáið það ríkulega til baka.
Ytra-Fjalli 20.febrúar 2005,
ívar Ketilsson.
Örlög
mannskepnunnar
Guð skapaði asnann og sagði við hann:
„Þú verður asni. Þú vinnur baki brot-
nu frá sólarupprás til sólarlags og berð
þungar byrðar. Þú étur gras og státar
ekki af neinum gáfum og lifir í 50 ár." Og
asninn svaraði: „Ég skal vera asni ,en að
lifa í 50 ár er alltof mikið, hafðu þau 20".
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði hundinn og sagði við
hann:
„Þú verður hundur. Þú gætir húss og
mannsins og verður besti vinur hans.
Þú þiggur leifarnar, sem hann réttir
þér og lifir í 25 ár".
Og hundurinn svaraði: „Ég skal vera
hundur, en að lifa í 25 ár er alltof mikið,
hafðu þau 10".
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði apann og sagði við
hann. „Þú verður api. Þú sveiflar þér frá
einu tré til annars og gerir ýmsar kúnst-
ir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20
ár."
Og apinn svaraði: „Ég skal vera api,
en að lifa í 20 ár er alltof mikið. Hafðu
þau 10."
Og Guð samþykkti það.
Að lokum skapaði Guð manninn og
sagði við hann: „Þú verður maður, eina
vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú not-
ar gáfur þínar til að verða drottnari ailra
dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa
í 20 ár."
Og maðurinn svaraði: „Ég skal vera
maður, en að lifa í 20 ár er alltof stutt.
Veittu mér að auki þau 30 ár, sem
asninn vildi ekki, árin 15, sem hundur-
inn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi
ekki."
Og Guð samþykkti það.
Æ síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og
maður. Þá giftir hann sig og eyðir næstu
30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki
brotnu frá sólarupprás til sólarlags og
berð þungar byrðar. Þegar börnin eru
flutt að heiman lifir hann í 15 ár eins og
hundur: Gætir hússins og borðar allt
sem að honum er rétt. Og eftir að hann
er sestur í helgan stein, lifir hann eins
ogapi síðustu lOárin, ferhús úrhúsi og
gerir ýmsar kúnstir til að skemmta
barnabörnunum.
Hin árlega Breiðumýrarhátíö FHUE og HFÞ verður dagana 22.-24. júlí!
ŒHt