Harmonikublaðið - 01.04.2005, Síða 12
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Jón Hrólfsson frá Sveinungsvík
Ég er staddur á heimili harm-
onikuleikarans Jóns Hrólfsson-
ar og eiginkonu hans Helgu
Þuríðar Jónsdóttur að Ránar-
götu 28 Akureyri í þeim til-
gangi að fræðast um lífshlaup
hans tengt harmonikunni.
Jón er lipur harmonikuleikari
sem ekki tranar sér fram.
Hann leikur aðallega skandi-
navíska tónlist, hefur spilað
inn á tvær hljómplötur, þá síð-
ari ásamt Aðalsteini ísfjörð.
Jón lék mikið fyrir dansi hér
áður fyrr en hefur minna gert
af því í seinni tíð. Hann féllst
á að svara nokkrum spurning-
um sem lagðar voru fyrir
hann.
- Hvar ertu fæddur og hverjir voru
foreldrar þínir?
„Ég er fæddur í Sveinungsvík í Þistil-
firði 27. mars 1946. Foreldrar mínir voru
Hrólfur Björnsson og lárnbrá Guðríður
Einarsdóttir sem þar bjuggu."
- Bjóstu lengi í Sveinungsvík?
„Ég bjó þar til ársins 1972, en þá flutt-
ist ég til Raufarhafnar eftir að hafa kynnst
konu minni, Helgu Þuríði Jónsdóttur frá
Lyngholti í Bárðardal, sem þá hafði kom-
ið sem hjúkrunarfræðingur til Raufar-
hafnar. Síðar bjuggum við í Sveinungsvík
og aftur á Raufarhöfn þar til við fluttum
til Kópaskers árið 1981 en þá tók konan
mín við heilsugæslunni þar. Loks fluttum
við til Akureyrar 1992, þar sem við búum
í dag. Við eigum eina dóttur sem er fædd
1974 og heitir Járnbrá Björg, hún er nú
kennari við Litlu-Laugaskóla í Reykjadal
Suður Þingeyjarsýslu. Hún er gift Pétri
Ingólfssyni frá Grundargili í Reykjadal."
- Hvenær vaknaði áhugi þinn á
harmonikuleik?
„Hann vaknaði eftir að hafa heyrt þá
Ormarslónsbræður leika saman á harmo-
nikur í Ormarslóni, í gullbrúðkaupi for-
eldra sinna, þá hef ég líklega verið svona
4-5 ára gamall. Það var í eina skiptið sem
ég heyrði þá bræður leika saman. Síðar
heyrði ég Þorstein Pétur nokkrum sinn-
um leika einan og lóhann Óskar oft
síðar."
- Hvenær reyndir þú fyrst að ná lagi á
harmoniku?
„Ég var á áttunda ári og þá notaðist ég
við harmoniku af gerðinni Hagström
Granesso 80 bassa með sænskum grip-
um, sem Einar bróðir minn hafði keypt
1953 af Ingimundi Björnssyni sem var
lipur harmonikuieikari. Þetta var takka-
nikka, það hefði eins getað verið píanó-
nikka því aðalatriðið var að eignast nikku.
Tveimur árum síðar eignaðist Einar nýja
nikku af gerðinni Scandalli sem ég not-
færði mér líka."
-Hvenær eignaðist þú þína eigin
harmoniku?
„Það var veturinn 1960 hún var af gerð-
inni Accordinola, 4 kóra 120 bassa. Síðan
hef ég eignast nokkrar harmonikur en í
Á árum áður.
dag á ég Tombolini Extra professional."
- Byrjaðir þú snemma að Ieika fyrir
dansi?
„Ég byrjaði 13 ára gamall og lék aðal-
lega á Raufarhöfn fram um tvítugt og síð-
ar víðar einn eða ásamt með fleirum.
Síldarsumrin 1963-1965 var mikið spilað,
stundum flest kvöld vikunnar og þá vor-
um við fjögur, ég ásamt Skildi Björnssyni
sem lék á saxofón, Signýju Einarsdóttur,
sem lék á gftar og söng og Matthíasi Frið-
þjófssyni sem lék á trommur. Oft var mik-
ið fjör á þessum dansleikjum sem haldn-
ir voru í Raufarhafnarbíó og var þá oft
þröng á þingi. Dæmi eru um að selst hafi
625 miðar í húsið eitt laugardagskvöld,
enda munu um 800 aðkomumenn hafa
unnið á Raufarhöfn á þessum árum, fyrir
utan þá sjómenn sem bættust við í land-
legum. Á árunum 1977-1979, þegar Karl
Jónatansson var skólastjóri Tónlistarskól-
ans á Raufarhöfn, spilaði ég með honum
fyrir dansi á Raufarhöfn og í nágranna-
byggðum."
- Voru margir harmonikuleikarar á
Raufarhön á þeim tíma er þú varst að
alast upp?
„)á, þeir voru nokkrir, t.d. Hilmar
Indriðason mágur minn, hann spilaði
mikið fyrir dansi á Raufarhöfn og lærðum
við bræður mikið af honum. Einnig lék
Indriði faðir Hilmars mikið á árum áður,
einnig nokkrir fleiri.
- Hefur þú stundað tónlistarnám?
„Um tvítugt fór ég í nám til Jóhanns í