Harmonikublaðið - 01.06.2005, Side 4

Harmonikublaðið - 01.06.2005, Side 4
Ýmislegt HARMONIKUBLAÐIÐ Landsmótið á ísafirði með augum Spessa í síðustu viku maímánaðar gaf að líta við- tal við Spessa f dagblöðum sem sagði frá mynd sem hann gerði 2002 og var svo sýnd á Shorts & Dochs stuttmyndahátíð- inni. Það var að heyra á Spessa að hon- um fyndist þessi hópur fólks frekar sér- kennilegur, sem kom á óvart þó ekki sé meira sagt. Ég var staddur á téðu landsmóti á ísa- firði og gat ekki séð neitt óvenjulegt við þátttakendur eða gesti. Ég rölti því niður í Gosmyndasal Knutsens feðga, til að sannreyna orð Spessa og komst að því að hann og samstarfsmenn hans við mynd- ina féllu vel inn í hópinn. Við Reynir lón- Códir áskrifendur Vinsamlega leggið áskrift blaðsins fyrir áriö 2005 inn á reikning í banka 162 Hb 26 reikningsnr. 972 Kt. 300946-3729 Mikilvægt er aö nafn og/eða kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. SUMARMÓT HARMONIKUUNNENDA VESTURLANDS 2005 Árlegt sumarmót okkar að Fannahlíð verður dagana 15.-17. júlí næstkomandi. Hvetjum fólk til að koma og njóta skemmtilegrar helgar við spil og spjall. Dansað föstudag og laugardag. Næg tjaldstæði. Allir velkomnir. Upplýsingar gefa Þórður í síma 431 1547 & 865 8789 og Geir í síma 431 2140 Stjórnin asson tókum hlaðsprettinn saman og komum að hálfsetnum sal og gestir að steyma að svo bæta þurfti við stólum. Áður en sýningin hófst ávarpaði Spessi áhorfendur og kynnti sig og að- stoðarmenn sína við gerð myndarinnar. Myndin hófst á viðtölum við nokkra af spilurum mótsins m.a. Renzo Ruggieri, Anitu Anderson, Þóri Magnússon, Anders Karlsson og fl„ svo komu bútar úr lögum margra sveita á mótinu. Sýnt var viðtal við Eyþór Stefánsson. í lok sýningarinnar var svo viðtal við Gretti Björnsson sem lýsti ást sinni til harmonikunnar, var þá klappað í salnum. Á eftir bauð Spessi og hans fólk upp á veitingar og harmonikuleik Péturs Bjarnasonar að vestan, lauk svo kvöldinu með almennri ánægju. Þar sem nokkur óánægja var með annars ágæta mynd Arnar Inga á sínum tíma, hvet ég fólk til að fá þessa mynd sýnda víðar. H.). Minningarorð Saga Jónsdóttir Rauðá Fædd. 18.08.1938 Dáin 17.06.2004 „Láfíu fiug þinn aldrei eldast, eöa hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu." Þessi orð koma fram í hugann, þegar við minnumst horfins félaga í Harmoniku- félagi Þingeyinga. Hún Saga okkar sem leit á félagið sem sína stórfjölskyldu, lifði og starfaði með því af lífi og sál, vildi veg þess sem mestan og bestan. Af tónlist- inni hafði hún eilíft yndi en mannlegi þátturinn var henni ekki minna virði. Hvar sem hún var, var hún umkringd vinahópi, þar sem gleðin ríkti og margur fann hjá henni útrétta vinarhönd. Fólk eins og hún er dýrmætt í öllum félagsskap, því áhuginn og félagsyndið var óbilandi, hvað sem um var að vera. Við sjáum hana fyrir okkur, á ferðalögum, samkomum og landsmótum, alltaf með og hlátur og gleði fylgir minningunum. Skemmst er að minnast fjölskyldu- hátíðanna á Breiðumýri, þar sem hún var potturinn og pannan í framkvæmdum og ógleymanlegum skemmtiatriðum. Þrátt fyrir þungbæra fötlun og heilsutap á seinni árum, eltist hugurinn ekki eða hjartað. Skarðið í hópinn er stórt og marg- ir sakna vinar í stað en huggunin er að vita hana frjálsa úr fjötrum. „Enginn er alveg dáinn, meðan hlálur fieyrist á góðri stund og minningin lifir í hlýju hjatra." Þannig fylgir hún okkur áfram veginn. Stórfjölskyldan minnist, þakkar og kveður. Harmonikufélag Þingeyinga em

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.