Harmonikublaðið - 01.06.2005, Síða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ
Lagahöfundur
Þorlákur Friðriksson (Lalli) á Skorrastað
Þorlákur Friðriksson.
Þorlákur Friðriksson hefur
unnað tónlist allt frá barn-
æsku og marga hefur
hann glatt með harmon-
ikuleik sínum gegnum
árin. Hann ætlar nú að
svara nokkrum spurning-
um fyrir blaðið.
- Hvar og hvenær ert þú fædd-
ur og hverjir voru foreldrar þínir?
„Ég er fæddur á Eskifirði 15. jan-
úar 1927. Foreldrar mínir voru Elín-
borg Kristín Þorláksdóttir og Friðrik
Árnason."
- Var tónlist og söngur á þínu
æskuheimili?
„Faðir minn lék á orgel auk þess
sem hann var ágætur söngmaður.
Þess vegna var mikið um söng og
tónlist á heimilinu. Við systkinin
vorum níu og stóðum gjarnan öll í
kringum orgelið hjá pabba, á góðum
stundum og sungum með honum."
- Hvenær byrjaðir þú að ná lagi á
harmoniku?
„Fyrstu harmonikuna eignaðist ég
þegar ég var 17 ára gamall. Áður var ég
búinn að læra að spila á nikkuna hjá hin-
um og öðrum."
- Hvenær byrjaðir þú að leika fyrir
dansi?
„Fyrsti dansleikurinn sem ég lék á var
þegar ég var 13 ára gamall. Þá var ég í
sveit á Svínhólum í Lóni. Eftir þetta fór
ég að leika á dansleikjum, fyrst á Eski-
firði, en síðar víðar um Austurland."
- Voru samgöngur ekki erfiðar á
þessum árum?
„Jú, þær voru það. Ég lenti oft í því á
þessum árum að bera harmonikuna á
bakinu yfir bratta fjallvegi, bæði Odd-
skarð og Staðarskarð til Fáskrúðsfjarðar."
- Hvar hefur þú svo búið um ævina?
„Ég fluttist árið 1948 að Skorrastað í
Norðfirði og hef búið þar síðan. Konan
mín, Jóhanna Ármann er þaðan og eigum
við 6 börn."
- Hélstu áfram að leika á harmonik-
una eftir að þú fluttir til Norðfjarðar?
„Já, ég gerði það, spilaði á velflestum
þorrablótum og öðrum samkomum bæði
í sveitinni og kaupstaðnum. Stundum
einn en oft með öðrum tónlistarmönn-
um."
- Tókst þú þátt í félagslífinu í Norð-
firði?
„Já, ég var félagi í ungmennafélaginu
og lék í leikritum og tók þátt í flestu öðru
sem þar fór fram. Árið 1966 söng ég fyrst
gamanvísur fyrir orð vinar míns Tryggva
Vilmundarsonar. Með þessu hófst langt
samstarf okkar Tryggva, hann orti og ég
söng. Þessa samstarfs minnast menn og
muna í Norðfirði enn í dag."
- Hvað finnst þér í minningunni
skemmtilegast af því sem þú gerðir í
tónlistarmálum?
„Þegar ég stundaði kennslu við skól-
ann okkar í sveitinni og sagði börnum til
í dansi, söng og hljóðfæraleik. Þetta er
mér eftirminnilegur tími og börnin minn-
ast hans gjarnan líka."
- Hefur þú eitthvað átt við að semja
lög?
„Þegar um hægðist í búskapnum fór ég
að fá meiri tíma fyrir sjálfan mig. Ég lærði
aldrei að lesa nótur, því var þetta laust í
reipunum til að byrja með, en árið 1993
sendi ég tvö lög í keppni, hjá Harmoníku-
félagi Héraðsbúa við texta eftir bróðir
minn, Helga Seljan. Þessi lög fengu 1. og
2. verðlaun, og varð það mér
hvatning til þess að halda áfram.
Síðan höfum við bræður haldið
þessu samstarfi okkar áfram og
eigum nú orðið talsvert safn laga
og texta, sem óvíða hafa komið
fram. En draumurinn er að koma
þessu út á disk."
- Hefur þú fengið einhverja við-
urkenningu fyrir þessi störf þín?
„Já. Árið 2001 ákvað Menningar-
nefnd Neskaupstaðar í samstarfi
við fjölskyldu mína og vini að efna
til skemmtisamkomu sem hlaut
nafnið Lallakvöld. Það kvöld lán-
aðist afar vel og skildi eftir dýr-
mætar minningar."
- En hvað ert þú að gera ann-
að í dag en að semja lög?
„Ég er löngu orðinn löggilt
gamalmenni, og uni mér best í fé-
lagi eldri borgara. Harmonikan er
aldrei langt undan og í dag æfi ég
með félaga mínum sem spilar á
mandolín. Við höfum spilað saman í
nokkur ár og komið fram á samkomum
hjá eldri borgurum bæði hér heima og á
Hótel Örk í Hveragerði."
Samtal þetta viö Þorlák er tekið af
Hálfdáni Haraldssyni á Kirkjumei í Norðfirði.
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNA í SÍMA
567 0046
0®