Harmonikublaðið - 01.06.2005, Qupperneq 10

Harmonikublaðið - 01.06.2005, Qupperneq 10
Hugleiðngar HARMONIKUBLAÐIÐ Hljóma hvað? Þeir sem eitthvað hafa lært eða forframast í tónlist gagnrýna oft hljómana hjá okkur sem lítið kunnum. Það var haft eftir þing- eyskum spilamanni um annan, að þá sjaldan hann skipti um hljóm, þá væri það til hins verra! Þetta virðist eiga jafnt við hvort eru eldgömlu skandinavísku lögin eða gömlu frönsku lög- in, hafa margir þá skoðun að nota skuli sjöund og minnkaða sjöund hvarvetna sem það kann að eiga við. Gallinn er bara sá að á harmonikunum sem algengastar voru og eru enn til og töluvert vinsælar eru þessir hljómar ekki! Það er ekki aðeins í Norðrinu sem þessi elskulegu (díatónísku) smáhljóðfæri ruddu brautina fyrir léttari tónlist. Frakkland átti sína stórsnillinga nægir að nefna Emil Vacher sem var dáður einleikari á fyrri hluta liðinnar aldar. Eftir hann er lagið Plesant Fox sem er spil- að hér sem ræll. Margir höfundar harmonikulaga svo sem Andrew Walter hættu að gefa skrifuð hljómafyrirmæli og not- uðu bókstafahljóma. Frakkar hafa ekki minnkaða sjöund á sín- um harmonikum, hafa þess í stað þrjár sólóbassaraðir sem þó aldrei kemur í stað hins. Ég átti sjálfur því láni að fagna að fá léða tvöfalda Hohner harmoniku í nokkra mánuði þegar ég var 13 ára. Ég snéri henni nú fyrst öfugt, sem var leiðrétt og þá tók við glíman að spila amerísku dægurlögin sem heyrðust æ og sí í Óskalögum sjúklinga. Það var töluvert erfitt að finna eitthvað Sorgarsaga af harmonikuleikara Miðaldra harmonikuleikari keypti sér nýjan Bens sport- bíl.til að halda uppá það að konan fór frá honum.Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topplúgan var dregin niður og vindurinn blés í hárlýjur, sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 km., sá hann skyndilega að baki sér iögguna með blikkandi Ijósin. Djöfullinn, sagði hann. Þeir ná mér aldrei á Bens og hann gaf í... og gaf aftur í, en svo tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig, hvað er að mér og keyrði út í vegarkant og stoppaði. Löggan kom að honum, leit á ökuskírteinið og grand- skoðaði bílinn. „Þetta hefur verið langur vinnudagur, sagði hann, égerað ljúka vaktinni ogþaðerföstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu og hef ekki áhuga á yfir- vinnu, svo ég gef þér séns. Ef þú getur komið með eina góða afsökun fyrir þessum ofsahraða, sem þú fórst á, betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn. Harmonikuleikarinn hugsaði sig um nokkra stund og segir svo: Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lög- reglumanni... og þegar ég sá bláa ljósið blikkandi á eftir mér varð ég svo hræddur um að löggan væri að skila henni aftur.J Góða helgi! sagði löggan... Högni jónsson sem hljómaði við þessar ljúfu laglínur sem gældu við eyrun og málamiðlunin hef- ur verið af fátæklegra tagi. En þegar ég loks fékk sjálfur fullburða nikku um síðir fór ég að nota sitthvað sem sest hafði að í hausn- um á mér, og var varla að smekk hljómvísra sem lögðu sig í líma að leiðrétta eða gagn- rýna. Þó voru þeir til sem líkaði þetta vel og hvöttu mig. Ég hef því eina reglu; svo lengi sem þú spilar einn láttu þá engan segja þér hvaða hljóma þú átt að spila! Sjálfur Pietro Frosini lét smá grúppur sjá um hljóma og takt s.s. gítar, píanó og banjó. Sá maður sem hvað mestum vinsældum hefur náð á plötum hér, Örvar Kristjánsson kærir sig líka kollóttan um smásmugulega bassanotkun og er það vel! Að lokum hvet ég alla sem fást við nikkuna að láta feimni vegna óvissu með það hvaða hljómar séu réttastir lönd og leið. HJ ú n íUnhátíð ijk jaoíkfír 2005 Árbæjarsafni sunnudaginn 17. júlí Hópar og einleikarar út um allt safn að venju Minnum á hinar frábœru Golden Cup harmonikur af ýmsum sfœrðum og gerðum á ómófsfœðilegum verðum. Einnig bjóðum við hinar vönduðu ítölsku fantini og Brandoni harmonikur. AT+H: Sérsmíðuð IG Model (A-A breyting á nótnaborði fyrir harmonikur með 37 nótna borð). Harmonikumiðstöðin simi : 5 5 3 4 0 7 6 • f a x : 5 5 3 4 0 7 2 jonatank@internet.is www.thing.is/accordionfestival

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.