Harmonikublaðið - 01.06.2005, Síða 14
Fróðleiksspjall
HARMONIKUBLAÐIÐ
„Höskuldur við orgelið í Norðfjarðarkirkju".
Þetta voru skemmtileg ár
Hann minnist á hljómsveitirnar: „Svo
kom H.G. (Með Haraldi Guðmundssyni)
og við fórum í ferð um landið, H.G.
sextettinn og þar kom Árni Elfar inn líka
um leið og ég. Síðar kom H.S. kvintett. Þá
var Haraldur Guðmundsson hættur, er
við stofnuðum þessa sveit. Það var spilað
í þó nokkur ár. í henni voru Svavar Lárus-
son á gítar, Lárus Sveinsson á trompet,
Ottó Sigurðsson á kontrabassa, |ón
Barðason á trommur og |ón Lundberg á
básúnu og svo auðvitað harmonikur.
Þetta voru skemmtileg ár og margs að
minnast".
Hér berst talið að lúðrasveitarárunum.
„|á þau voru góð.
Við vorum tólf í
lúðrasveitinni. Við
eigum nú hljóm-
disk með orginal-
upptökum frá þess-
um tíma, líklega
fimmtíu ára gamalt,
frá 1954 þegar við
spiluðum á bæj-
arafmælinu og
komum fyrst fram.
Og þetta hefur ver-
ið geymt öll þessi
ár, en við létum
bandið ganga með-
an spilað var og
enginn mundi eftir
því að þetta væri til. Svo kom bara mað-
ur með þetta um daginn, á heilum diski,
allt mjög gott efni".
Hvaðan fenguð þið hljóðfærin? spurði
einhver:
„Við fengum hljóðfærin frá Seyðisfirði
og Eskifirði, gamla herlúðra og þeim var
eiginlega safnað svona hér og hvar, og
sumt þurfti að lóða saman eða rétta.
Hljómsveitin var bara þriggja mánaða
þegar við spiluðum fyrst, en æfðum bara
svona einn vetur.
Við spiluðum fyrst á
bæjarafmælinu
Svo kom bæjarafmælið og þá spiluðum
við í fyrsta sinn 1954. Upptakan er m.a.
frá þeim tíma. Svo líður tíminn, öll þessi
ár og seinni upptakan, en þá vorum við
að spila á Landsmótinu á Eiðum og út-
varpið tók það upp. Þá var Lárus Sveins-
son kominn í hóp-
inn. En allt þetta
maður, já, það voru
góðir tímar. Það var
gaman hvernig Lár-
us byrjaði, hann var
þrælklár á munn-
hörpu og hafði mik-
ið vald á henni og
fékk mjög fallegan
hljóm. Við létum
hann fá Horn eða
Kornett og það fór
vel af stað. Síðar fór
hann til Vínarborgar
og þegar hann kom
þaðan, spilaði hann
með okkur. Lárus
var orðinn svaka flínkur. Heyrðu, og svo
spiiuðum við í fínum lúðrasveitarfötum,
allir svaka fínir, og svo áttum við þessar
líka fínu upptökur. Þetta er ómetanlegt.
Svaka gaman að því".
Hvernig gekk í byrjun að fá menn til að
blása saman og ná lagi?
„Það voru nú ýmsir byrjunarefiðleikar
hjá okkur í fyrstu. Við vorum held ég bún-
ir að reka fyrsta stjórnandann áður en við
spiluðum opinberlega fyrst", bætir |ón
Lundberg við og rifjar upp ýmislegt frá
þessum tíma þegar þeir voru að byrja. Og
Höski bætir við: „]á, svona er lífið."
Við nikkunnar óm
Höskuldur er nú spurður um organista-
starfið í Norðfjarðarkirkju. „)á, ég var org-
anisti í fjöldamörg ár. Ég sá mjög mikið
eftir kirkjunni gömlu eins og hún var áður
en hún var endurnýjuð. Það var stundum
að ég var að æfa mig, að þá komu stund-
um góðglaðir náungar inn og settust á
bekk og svo bara leið tíminn og ég varð
að vekja þá þegar ég hætti að spila. Það
var geysigóður tími, og orgelið var alveg
prýðilegt í þá daga í kirkjunni og kórinn
góður. Þetta gekk alveg upp allt saman".
Talið berst að harmoniku í eigu Hösk-
uldar sem hann kallar Gretti. Hann keyp-
ti hana af Gretti Björnssyni og hefur spil-
að á hana lengi.
„Það er geysigóð nikka", segir Hösk-
uldur og brosir. Og menn rifja upp ýmis
lög sem hann hefur spilað og útfærslur á
ýmsum lögum.
Spjallið er komið langt út fyrir ram-
mann og Höski er sannarlega í essinu
sínu og rifjar upp hvert atvikið á fætur
öðru um menn og tónlist, lög og hljóð-
færi enda ferillinn langur. Hann varð 75
ára 21. maí sl. og þrátt fyrir að veikindi
hafi steðjað að á síðustu misserum, spil-
ar hann enn og gleður með tónlist. Von-
andi fáum við að heyra hann taka lagið
um ókomin ár með sínum fagmannlegu
töktum sem einkenna góðan hljómlistar-
mann. Og eftir viðtalið settist Höski við
píanóið og sveitin spilaði nokkur lög og
menn hurfu á vit tónlistarinnar. Það sýndi
sig og sannaði að Höskuldur hefur engu
gleymt.
Það var sannarlega lifandi tónn í
þessu viðtali. Við þökkum Höskuldi fyrir
og vonandi hefur tekist að fanga
stemmninguna með einhverjum hætti,
líkt og tónlistinni sem leikin er af fingrum
fram. Við nikkunnar óm...
Viðtalið hljóðritaði Egill lónsson
en Sigurður Rúnar Ragnarsson skráði.
Höskuldur Stefánsson, 75 ára, með nikkuna.