Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 5
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleikur
Fánafhending. F.v. Hermóður Alfreðsson, Sören Brix og Ómar Skarp-
héðinsson.
vitaskuld án meðleikara - en lokadans-
leikurinn hófst kl. 22:00. Eftir hljómleik-
ana talaði Bragi Hlíðberg um hina miklu
ieikni Sörens og var afar ánægður með
frammistöðu hans, sem er ekki lítið hrós
frá virtasta harmóníkuleikara íslendinga
og er gott veganesti fyrir hinn unga
mann.
Ég frétti að finnska harmonikuleikar-
anum Tatu Kantomaa, sem er íslending-
um að góðu kunnur, hefði þótt leitt að
vera ekki á mótinu, en vegna misskilnings
fórst það fyrir hjá honum. Upphaflega
kom Tatu, hinn hugprúði og flinki harm-
óníkuleikari til fslands á landsmót.
Eyþór H. Stefánsson, læknir í Svíþjóð,
hafði milligöngu um það og komu þeir
Tatu og sænski harmóníkuleikarinn Dani-
el Isaksson á fimmta landsmót SÍHU á
Egilsstöðum 1.-3. júlí 1993.
Eyþór Haukur Stefánsson, er ættaður
af Fljótsdalshéraði, f. í Reykjavík 7. nóv.
1939, og ólst upp í Flögu í Skriðdal, hjá
kjörforeldrum. Áður en hann hélt utan til
Svíþjóðar 1971 í sérnám í skurðlækning-
um, var hann kunnur harmóníkuleikari
eystra og hefur haldið því áfram og
kynnst mörgum listamönnum í tóniist
þarlendis. Hann hefur verið búsettur ytra
frá því hann fór í sérnámið og er nú yfir-
læknir á skurðdeild handlækninga á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.
Eyþór H. Stefánsson hefur átt þátt í að
útvega harmóníkuleikara á fleiri lands-
mót og einnig þess utan. M.a. Nils Flacke
á landsmótið á Laugum í Þingeyjarsýslu
22.-23. júní 1990 og á mótið á ísafirði fyr-
ir þremur árum 4.-7. júlí 2002, þar sem
þau voru heiðursgestir: Annika Anders-
son, Lars Karlsson, sem leikur á díatón-
íska harmóníku
og bróðir Anniku,
gítaristinn Thom-
as Andersson.
Annika var þá á
fslandi í þriðja
sinn. Hún heim-
sótti landið fyrst
1991, þá 17 ára
ásamt þremur
öðrum og 1995
ásamt Anders
Larsson.
Þess má geta,
að Lars Karlsson
er einnig ágætur
rafbassaleikari.
Foreldrar hans
leika báðir á harmóníku og starfrækja
tónlistarfyrirtæki í litlu bæjarfélagi rétt
fyrir utan Gautaborg - Karlssons musik í
Fjarás. Mikill vinskapur er á milli þeirra
og foreldra Sörens Brix, sem einnig leika
báðir á harmóníku.
Um fleiri listamenn, sem Eyþóri hefur
tekist að fá til íslands, má lesa í Svíþjóð-
arbréfi hans í Harmonikublaðinu, 1. tbl.
1. árg. apríl 2002. íslendingar mega vera
Eyþóri H. Stefánssyni þakklátir fyrir að
kynna listamenn í fremstu röð. - Mig hef-
ur lengi dreymt um að koma með góða
listamenn héðan frá Danmörku til ís-
lands og gerði það nokkrum sinnum fyrr
meir og má þar nefna: Poul Uggerly, sem
nú er látinn, Lille Palle Andersen og Kurt
Marcussen. Árið 1998, kom út 15 laga
geisladiskur með Poul Uggerly, sem nefn-
ist: Min Trækharmonika gennem 60 ár.
Það þarf líka að selja miða og fl. Þær stöllur
Elín Ólafsdóttir og Guðrún M. Jóhannsdóttir.
Það munu vera 19 félög í SÍHU, en ekki
sáu þau sér öll fært að mæta. En tónleik-
ar félaganna, sem fóru fram mótsdagana
sýndu öflugt og þróttmikið starf á lands-
byggðinni. Viku fyrir landsmótið fór hóp-
ur harmóníkuunnenda frá íslandi til Fær-
eyja með Norrænu frá Seyðisfirði, sem
kom til baka í byrjun móts ásamt 15
manna hópi frænda vorra þaðan, sem
setti skemmtilegan blæ á velheppnað
landsmót.
Heimferðin
Seinasta morguninn á hótelinu knúði
ég þéttingsfast á dyrnar hjá Sören, sem
þá svaf standandi í baðinu! Hann hrökk
upp og vaknaði og sagði hátt og snjallt:
„)á!" - Um nóttina svaf ég ekkert, en Sören
í 15 mínútur.
Sigurjón Vilhjálmsson, minn Ijúfi vin-
ur, tók á móti okkur á Reykjavíkurflugvelli
og enn á ný nutum við gestrisni þeirra
hjóna. En nú var miklu minni tími, en
þegar við komum til landsins. Sigurjón
ók okkur svo til Keflavíkur af sinni elsku-
semi og þá var komið að kveðjustund.
Við vorum komnir heim til Sörens um
miðnætti að kvöldi 10. júlí. Pabbi hans
gerði við miditækið svo Sören gat notað
það daginn eftir við stúdíóupptökur.
- Ljósmyndina á forsíðu Harmoniku-
blaðsins 2. tbl. 4. árg. 2005, tók ég þegar
Sören átti 10 ára afmæli sem harmóníku-
leikari, þá einungis 15 ára. Þarna voru yfir
100 manns í matarboði. Foreldrar hans
gáfu honum nýtt hljóðfæri. En eftir ís-
landsferðina keypti hann sér nýja harm-
óníku.
í stuttu máli sagt, vorum við félagar
mjög ánægðir með reisuna til Fróns og
virtist vera áhugi á því, að fá Sören á önn-
ur mót ellegar til hljómleikahalds og get-
ur hann vel hugsað sér það. Eftir heim-
komuna lék hann m.a. á Bindslevhátíð-
inni, sem er stærsta mótið í Danmörku
og einnig lék hann á tveimur mótum í
Svíþjóð.
Við þökkum ánægjulegt og gott sam-
starf á íslandi. - Það er geymt en ekki
gleymt. Ég lýk svo þessari samantekt á
vísukorni sem ég lærði forðum daga
norður í Hörgárdal.
Allt er munað, allt er geymt,
er áður vakti gaman.
Engu tapað, engu gleymt,
öllu haldið saman.
Sören og Hermóður.