Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 6

Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 6
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Nýr formaður SÍHU Á aðalfundi SÍHU sem haldinn var á Hellu í september síðast- liðnum tók Jónas bór Jóhanns- son Egilsstöðum við starfi for- manns Lanssambandsins af Jóhannesi Jónssyni Akureyri. Stjórn sambandsins skipa auk formanns, Guðrún Guðjóns- dóttir Reykjavík varaformaður, Egill Jónsson Neskaupstað rit- ari, Gunnar Ágústsson Sauðár- króki gjaldkeri og Alda Frið- geirsdóttir Blönduósi með- stjórnandi. Blaðið náði tali af nýja formanninum og bað hann að segja lítillega frá sjálfum sér og hvernig hann sér mál harmon- ikunnar fyrir sér á komandi árum. Þegar lóhannes ritstjóri hafði sam- band við mig og bað um að ég gerði stuttlega grein fyrir mér og þeim hug- myndum sem ég hefði um málefni harm- onikunnar á komandi árum var mér nokk- ur vandi á höndum. Ef ég reyni að gera grein fyrir sjálfum mér þá er ég fæddur seint á fyrrihluta síðustu aldar á Egils- stöðum og ólst upp hjá foreldrum mín- um á Breiðavaði í Eiðaþinghá við öll venjuleg sveitastörf, sótti nám í barnaskólan- um á Eiðum og síðar í Alþýðu- skólanum á sama stað og lauk gagn- fræðaprófi en síðan lá leið í iðnskóla. Ég hef unnið ýmis störf í gegnum tíðina og vinn nú í Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs. Ég er kvæntur Öldu Hrafnkelsdóttur og erum við búsett að Brávöllum 9 Egilsstöðum. Hvað varðar málefni harmonikunnar þá er skemmst frá því að segja að síðan undirrituðum var fengið það vandasama hlutverk að vera formaður S.Í.H.U. hefur stjórn sambandsins komið saman til stjórnarfundar á Akureyri til að fara yfir málin. Þar tel ég mestu skipta að náðst hefur samkomulag um að Félag harmon- ikuunnenda við Eyjafjörð taki að sér ung- lingalandsmót næsta vor. Ég tel að það sé mikilsvert að vel takist til með mótið og hvet félög, formenn og hinn almenna félaga að gera allt sem hægt er til að mótið verði sem glæsilegast og þátttaka verði mikil því að við verðum að ná til yngra fólksins ef vel á að fara. Stjórnin er sammála um að efling harmonikutónlistar verði best fram- kvæmd af aðildarfélögunum og hvetur fé- lögin að vinna að þeim þáttum hvert á sínu félagssvæði í þeirri fullvissu að heimaaðilar hljóti að þekkja best hvað henti í þeim málum og hvernig það skuli framkvæmt. Á fundinum var ákveðið að taka boði Harmonkufélags Reykjavíkur og Harm- onkiufélags Selfoss um að halda næsta haustfund S.Í.H.U. Dagsetning og staður ekki ákveðinn en því verður komið á fram- færi þegar nær dregur. Ljóst er að þetta blað er það síðasta sem Jóhannes lónsson ritstýrir og ekki hefur fundist, þegar þetta er ritað, aðili sem vill taka við blaðinu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Jóhannesi og Hildi fyrir frábært starf við blaðið og vona að fram á sjónarsviðið komi einhver ein- staklingur eða félag sem hefur metnað til að taka að sér Harmonikublaðið. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jónas þór. Landsmót ungra harmonikuleikara Árið 2004 var sú nýbreytni tekin upp hjá Sambandi íslenskra harmonikuunnenda að halda landsmót fyrir unga harmoniku- leikara. Fyrsta mótið var haldið í Félagsheimilinu Árgarði í Skagafirði í maí það ár. Félag harmonikuunenda Skagafirði sá um framkvæmd mótsins, sem þótti takast mjög vel. Minni þátt- taka var í mótini en vænst var, en þeir sem þátt tóku héldu ánægðir til sins heima að móti loknu. Nú er ákveðið að annað landsmót ungra harmonikuleikara verði haldið dagana 12.-14. maí 2006 að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem er 12 km. sunnan Akureyrar. Að Hrafnagili er grunnskóli, íþróttahús og sundlaug. Einnig er þar heimavist sem notuð er sem hótel á sumrin, tjald- svæði og aðstaða fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Mótið er hugsað fyrir börn og unglinga undir 20 ára aldri þar sem allir geta tekið þátt, þótt skammt séu á veg komnir í spilamennsku. Á dagská verða tónleikar með einleikurum, grúppum og svo sameiginleg lög þar sem allir taka þátt og svo verður margt fleira sér til gamans gert. Mótið byrjar seint á föstudegi og stendur til sunnudags. J.J. E.G. Frá fyrsta landsmóti ungra harmonikuleikara í Skagafirði. Fyrirtækið sem tdk myndrnar af landsmdtinu og framleiðir diska og spólur heitir: HS Myndatökur sími 861 7040/898 1737 Þar eru í forsvari Hjalti Stefánsson og Heiður Úsk Helgadóttir Netfang hjaltis@ruv.is Einnig eru til nokkur eintök hjé SÍH0 og eru í minni umsjón. Jónas Þór Jóhannsson Sími 471-1465 eða 893-1001 - hletfang jonasjh@simnet.is

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.