Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 13
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleikur
Af harmonikumálum í Húnavatnssýslum
Samkórinn Björk.
Félag harmonikuunnenda í Húnavatns-
sýslum var stofnað I. maí 1981 og fyllir
því aldarfjórðung á næsta ári. Fyrir ári
síðan festi félagið kaup á húsnæði á
Blönduósi. Það voru nokkrir félagsmenn
sem lögðu þessu máli sérstakt lið svo af
því gæti orðið. Húsnæðið er með 90 fm.
sal með góðum hljómsveitarpalli, rúm-
lega 30 fm. eldhúsaðstöðu, snyrtingu og
góðri geymslu m.a. fyrir hljómfiutnings-
tæki o.fl. Borð og stólar eru fyrir 90
manns og borðbúnaður fyrir 60 manns.
Opnunarhátíð var 12. mars á þessu ári
Kennaratríóið. F.v. Skarphéðinn Einarsson,
Þórhallur Barðason og Benedikt Blöndal.
þar sem félögum og gest-
um var boðið að þyggja
veitingar. Margt var um
manninn þennan dag þar
á meðal undirritaður sem
var boðið ásamt eigin-
konu sinni. Meðan á borð-
haldi stóð heiðraði Sam-
kórinn Björk félagið með
nærveru sinni og söng
nokkur lög undir stjórn
Þórhalls Barðasonar við
undirleik Þóris lóhanns-
sonar á harmoniku, en
hann var lengi formaður félagsins. Þrfr
kennarar frá Tónlistarskólanum á staðn-
um, þeir Skarphéðinn Einarsson, áður-
nefndur Þórhallur og Benedikt Blöndal
skemmtu með spili og söng í léttum dúr.
Að lokum steig á svið hljómsveit félags-
ins og skemmti viðstöddum með léttum
harmonikuleik. Ég mælti mér mót við for-
mann félagsins Öidu Friðgeirsdóttur nú
nýverið og spurði hana um félagsstarfið.
Starfsemin hefur verið með nokkuð
hefðbundnu sniði sagði Alda. Hljóm-
sveitin æfir reglulega einu sinni í viku yfir
vetrarmánuðina en lítið yfir sumarið þó
nýttu félagarnir sér nýja
húsnæðið vel í sumar. Fé-
lagið er í góðum tengslum
við Tónlistarskólann á
staðnum og heldur m.a.
Bollukaffi þar sem ungir
tónlistarmenn
koma fram. Svo
höfum við verið
með Hagyrðinga-
kvöld og dansleik
síðasta vetrardag
mörg undanfarin
ár að ógleymdri
Fjölskylduhátíð-
inni í Húnaveri um
Jónsmessuhelgina
ásamt Skagfi rðing-
um. Svo spiluðum
við í Ketilási í
sumar. Félagið
hefur stutt tónlist-
arnám í sýslunni
og m.a.
harmonikur
gaf félagið píanó og píanóstól í Félags-
heimilið auk þess að leggja peninga í
hljóðkerfið þar. Það má því segja að fé
það sem félagið hefur aflað á liðnum
árum hafi runnið til tónlistarmála f hér-
aðinu á einn eða annan hátt..
- Hvernig hefur gengið með nýja húsnæðið?
Það hefur gengið mjög vel og hefur
haft hvetjandi áhrif til æfinga, því nú geta
menn æft í sínni eigin aðstöðu. Húsnæð-
ið hefur líka orðið til þess að betra er að
halda utan um starfsemina. Áður æfðum
við aðallega í Félagsheimilinu á staðn-
um. Til að afla fjár upp í kaupin höfum við
leigt það út fyrir ýmiskonar samkvæmi.
Félagsmenn eru 25 og einn heiðursfélagi.
Stjórn félagsins skipa auk mín, Sigurður
Pálsson gjaldkeri, Þórir Jóhannsson ritari
og Óli J. Björnsson meðstjórnandi.
Hljómsveit félagsins. F.v. Einar Þorláksson, jón Kristjánsson,
Þórir jóhannsson, Rúnar Agnarsson, Björn Pétursson og Óli ).
Björnsson.
F.v.: Helga Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir,
Margrét Björnsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Arndís Þor-
valdsdóttir, Alda Friðgeirsdóttir formaður félagsins, Sigríður
Pálsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.
I).
gefið
til
ROMAN JBANOV
I„teri««r
Þessi diskur barst blaðinu í hendur með ósk um
að koma honum á framfæri.
Jbanov kom til landsins í ágúst 2004 ásamt Domi
Emorine, héldu þau m.a. Masterclass-námskeið
og tónleika.
Áhugasamir geta komist inn á heimasíðu hans
kennslu í Tónlist-
arskólum, einnig
www. accordions. com/duo
Netfangið er roman.jbanov@libertysurf.fr