Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 6
Þad má segja að Harmonikufélag Vestfjarða hafi sýnt á sér nýja hlið, þegar það tróð upp með rokkhljómsveitinni Húsinuásléttunniárokkhátíðalþýðunnar - Aldrei fór ég suður, sem haldin var á ísafirði um síðustu páska. Hátfðin, sem var haldin þriðja árið í röð, hefur fest sig í sessi sem einn af stærri menningar- viðburðum bæjarins. Það var mál manna að atriði sem félagið tók ásamt hljóm- sveitinni Húsinu á sléttunni hafi verið hápunktur hátíðarinnar. Edinborgar- húsið á ísafirði var troðfullt út úr dyrum og margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir þessu atriði, en alls tróðu 24 hljóm- sveitir og einstaklingar upp á hátíðinni og komust færri listamenn að en vildu. Fjölmargir fylgdust einnig með tónleik- unum á Internetinu en þeir voru sendir út í beinni útsendingu á vefsíðu Símans, og er enn hægt að sjá þá þar. Lagið sem Harmonikufélagið fiutti ásamt rokkhljóm- sveitinni, var Child in time sem þunga- rokkshljómsveitin Deep Þurple gerði vinsælt á sínum tíma. Harmonikufélagið lék þrjú lög á hátíðinni, fyrst marsinn Alte Kameraten, svo lék Helga Krisbjörg Guðmundsdóttir lagið jolly Caballero eftir Frosini og að lokum var rokklagið flutt. Auk bassa og trommuleikara Harmonikufélagsins spil- uðu nfu harmonikuleikarar, fjórir karlar ogfimmkonurmeðVillaVallaffararbroddi, sem tókglæsilegtsólóvið mikla hrifningu. Þarna kom skýrt fram hve harmonikan er skemmtilegt hljóðfæri, sem á vel við í öllum tegundum tónlistar, hvort sem er í valsi eða þungarokki. Þaðvarsamhljóma álit harmonikufélaga að þetta hafi verið hið skemmtilegasta ævintýri sem sannar- lega ætti að endurtaka og áheyrendur leyndu ekki hrifningu sinni yfir þessari óvenjulegu uppákomu. Þess má geta að nú standa yfir upptökur á hljómdiski með Villa Valla, en ásamt honum eru þeir Magnús Reynir Guð- mundsson og Ólafur Kristjánsson í aðalhlutverki en langflest lögin eru eftir Villa Valla. Fleiri listamenn koma einnig við sögu. Diskurinn er væntanlegur í verslanir í haust, gangi allt eftir. Þeir félagar hafa spilað saman í áratugi og hafa margir beðið lengi eftir að eitthvað komi út með þeim, en þeir njóta mikilla vinsælda fyrir vestan. Fyrri diskur Villa, sem kom út árið 2000 hefur lengi verið ófáanlegur, en nú stendur til að gefa hann aftur út og er hann væntanlegur í verslanir innan tfðar. Sigríður G. Ásgeirsdóttir Hugleiðing um harmonikumót Ég var beðin að skrifa smá hugleiðingu um nýliðið harmonikumót sem var haldið á Hrafnagili við Eyjafjörð dagana 12.-14. maí. Þar sem þetta er nýlunda hér, fór ég svo sem ekki með neinar væntingar.En þetta kom skemmtilega á óvart. Mót- stjórnin hafði lagt mikinn metnað í að gera þetta mót sem best úr garði og á hún þakkir skildar. Ég held að það sé mjög gott fyrir krakkana að hittast og æfa saman nokkur lög eins og gert var og ótrúlegt hvað var hægt að stilla þau saman á svona stuttum tíma, svo er líka bara gott fyrir þau að kynnast krökkum annars staðar að af landinu. Þau voru náttúrulega mislangt komin í spilamennskunni sem er eðlilegt. Það er mikill efniviður í þessu krökkum og ef þau halda áfram á sömu braut þá geta þau náð langt. Það sást best þegar þau héldu tónleika en það er mikill persónulegur sigur fyrir 7 ára barn að fara upp á svið og spila fyrir 200 manns í sal. Eins voru nokkrir af eldri krökkunum orðin mjög flink og eins og allir vita er spilamennskan bara æfing og meiri æfing. Við gistum ekki á staðnum en ég held að það hafi verið mistök því krakkarnir kynnast betur ef allir eru saman.Síðan mætti fyrir næsta mót athuga tímasetninguna betur því það eru byrjuð vorpróf í skólum og þá hafa ekki allir tók á að mæta sem mundu annars gera það. Á mótinu var búið að taka í sundur harmoniku og fengu allir gefins einn tón úr henni og var hún mikið skoðuð og spurt og spekulerað. Ég held að öllum hafi fundist hápunktur mótsinsþegarfinnskiharmonikuleikarinn Tatu Kantomaa spilaði nokkur lög, því hann er algjör snillingur og ef hann er ekki hvatningfyrir krakkana á þessu sviði þá veit ég ekki hver er. Ég varð ekki vör við annað en allir skemmtu sér mjög vel bæði börn og fullorðnir. Að lokum vil ég svo þakka fyrir mig og hlakka til að sjá alla aftur á næsta móti og vonandi fleiri. Bryndís Sveinsdóttir Hólmavík.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.