Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 12
Frábært landsmót í fallegri sveit Ólöf Antonsdóttir frá Dalvík ásamt kennara sínum. Hópur úr Skagafirðinum undirstjórn Stefáns Gísiasonar. Hilmar Freyr Birgisson Þann 12.-14. maí sfðastliðinn var haldið landsmót ungmenna í harmonikuleik. Er það annað landsmót ungmenna sem haldið hefur verið, en það fyrsta var haldið í Skagafirði 2004. Undirbúningur þessa móts hefur staðið frá haustinu 2005 þegar Félag harmonikunnenda við Eyjafjörð tók að sér að halda mótið. Skipuðvarnefndtilaðsjáumundirbúning og framkvæmd mótsins, í henni voru Einar Guðmundsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Guðný Helga Guð- mundsdóttir. Leitaði nefndin til tónlistar- skólanna og harmonikufélaganna til að ná til sem flestra nemenda í harmoniku- námi. Eftir nemendalistum frá tónlistar- skólunum voru send út bréf til allra með upplýsingum um mótið sem og skráning- arblað. Opnuð var bloggsíða þar sem var einnig hægt að nálgast allar upplýsingar um mótið sem og nótur af sameiginlegum lögum. Mótið hófst kl. 18 föstudaginn 12. maf með skráningu þátttakenda. í beinu framhaldi af því eða um kl. 19 bauð Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð öllumþátttakendumogaðstandend- um þeirra til pizzuveislu. Þetta I mæltistvelfyrirogallirgengu saddir til æfinga á sameiginlegum lögum sem tók við að loknum kvöldmat. Allir þátttakendur fengu sendar ^2 nóturafþrem lögum sem þeirhöfðu æft með sínum kennurum. Þarna var svo allur hópurinn saman komin til æfinga. Roar Kvam útsetti lögin og jafnframt stjórnaði hann samspilinu. Til að byrja með gekk þetta svolítið brösulega en undir styrkri stjórn Roars, sem er þaulreyndur stjórnandi, fóru æfingarnar að ganga mjög vel þegar á leið. Af þeim þrem lögum sem krakkarnir höfðu fengið sendar nótur af náðist einungis að æfa tvö lög, það þriðja bíður því næsta landsmóts. Að æfingunni lokinni var mannskapurinn orðin þreyttur eftir langan og viðburðaríkan dag og allir gengu til hvílu. Dagskrá laugardagsins hófst kl. 9 með morgunmat. Eftir það tók við kynning á innviðum harmonikunnar þar sem Einar Guðmundsson sýndi DVD mynd sem fjailar um smíði á harmoniku og sögu hennar. Einar hafði einnig tekið í sundur nokkrar harmonikur sem viðstaddir fengu að sjá inn í og skýrt var út hvernig hljóð- færið virkar. Að lokum gaf Einaröllum einn tón úr harmoniku og vakti það mikla lukku meðal krakkanna. Næsti liður á dagskránni var útivist. Veðrið lék við mótsgesti sólin skein og haldið var í gönguferð f Jólahúsið þar sem Benedikt tók á móti okkur. Jólahúsið var skoðað sem og stærsta jóladagatal í heimi sem er í turni við húsið. Dvalið var um stund í garðinum við húsið þar sem er ýmislegt að sjá. Áður en haldið var aftur til baka f hádegismat fengu allir lítinn jólapakka. Eftir hádegismat hófust svo tónleikar. Voru þeir mjög vel sóttir, bæði af aðstandendum og áhugamönnum um harmonikuleik, sóttu um 230-250 manns tónleikana. Dagskrá tónleikanna saman- stóð af 23 atriðum. Fjölmargir einleikarar komu fram einnig dúettar og allt uppí 11 mannahljómsveitílokinvorusameiginleg lög leikin. Tónleikarnir tókust afar vel í alla staði og þátttakendur stóðu sig frábærlega. Tíminn flaug áfram og lauk tónleikunum ekki fyrr en rétt fyrir kl. 5 en þá hófst næsti liður á dagskrá mótsins sem var dansnánskeið þar sem Inga danskennari frá Dalvík kenndi nokkur grunnatriði í dansi. Sér til aðstoðar hafði hún hljómsveit Einars Guðmundssonar sem spilaði fyrir dansinsum ásamt Ás- geiri Stefánssyni sem gripinn var upp á svið. Tóku bæði foreldrar og ungmenni þátt í námskeiðinu sem lauk með mars- eringu undir styrkri stjórn Ingu. Eftir dansinn voru allir orðnir svangir og var þá tekið matarhlé. Eftir matinn hófust svo seinni tónleikar dagsins þar sem ungu spilarnir sýndu aftur og sönn- uðu það enn frekar að mikil gróska er í harmonikunámi um þessar mundir. Einnig er Ijóst að til er fjöldi upprennandi harmonikuleikara sem eiga mikla framtíð

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.