Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 13

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 13
Úlfur Kvaran og afi hans Gunnar Kvaran. Gudmundsson. Dagur Atlason ásamt afa sínum Ásgeir Stefánssyni. fyrirsérá þesSu sviði. í loktónleikanna spilaði Tatu Kantomaa nokkur lög við mikla hrifningu ungu spilarana. Sýndi hann fram á fjölbreytileika hljóðfærisins er hann lék eftir hljóðum í flugu þar sem hann setti saman 3 lög sem fjalla öll um hljóð flugunnar, og einnig eftir lest í laginu Oriental Express. Að tónleikunum loknum tók við dansleikur þar sem unga fólkinu stóð til boða að spila fyrir dansi. Ekki treystu allir sér til þess en tvíburarnir frá Hornafirði þeir Andri Snær og Bragi Fannar báru uppi spilamennskuna ásamt kennara sínum Guðlaugi Þresti sem lék með þeim á trommur. Öllum viðstöddum varð fljótt það Ijóst að þarna voru á ferðinni öflugir upprennandi dansleikjaspilarar. Þegar þarna var komið var þreyta farin að segja til sín eftir langan dag og þátttaka í dansleiknum dræm. Lauk honum um 10.30 fóru þá margir að hvíla sig en aðrir sátu lengur og spjölluðu. Sfðan kom sunnudagurinn lokadagur mótsins. Að loknum morgunverði hófst dagskráin með þvf að sameiginleg lög voru leikin undir styrkri stjórn Roars. Tatu Kantomaa lék síðan nokkur lög. Mótinu lauk svo með því að allir þátttakendur fengu viðurkenningu sem Jónas Þór Jóhannsson formaður Landssambands harmonikuunnenda afhenti. Að því loknu sleit hann mótinu. Áður en kveðjustund rann upp var allur hópurinn myndaður í bakogfyrirúti ísólogblíðu. Að því loknu héldu allir heim og vonandi ánægðir með skemmtilega helgi. Samhliða mótinu var haldið kennara- námskeið þar sem kennarar báru saman bækur sínar undir leiðsögn Tatu Kant- omaa. Námskeið sem þetta er til þess ætlað að bæta kennsluhætti og auka víðsýni þeirra sem kenna á þetta fjölhæfa hljóðfæri. Það er skoðun okkar sem stóðu að þessu móti að mjög mikilvægt sé að halda viðlíka mót ár hvert til að auka áhuga og efla kynni bæði foreldra og ungmenna. Að lokum vill mótstjórn færa öllum þeim þakkir sem aðstoðuðu við mótið og einnig þeim sem veittu styrki til mótsinsenþeireru;Menningarmálanefnd Akureyrar, Sparisjóður Norðlendinga, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akur- eyri og Eining Iðja. Einar Guðmundsson Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Myndir: Einar Guðmundsson Flemming Viðar Valmundsson Dagbjört Inga Grétarsdóttir Sigurður Már Melsteð Ari Magnússon Dagrún Kristinsdóttir Sólrún Rún Samúelsdóttir 13

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.