Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 9
Þarna skiptast formenn félaganna, Alda og Melkorka, á
félagsfánum og afmælisóskum.
Eftir að búið var að koma fyrir hljóðfærum var haldið að
veitingahúsinu Við árbakkann, þar sem okkar beið
veisluborð. Þar var borðað, spjallað og svo tekið lagið við
undirleik Halla Reynis, sem var með tónleika þar síðar um
kvöldið.HannernefnilegatengdasonurMelkorkuformanns
okkar.
Svo var haldið aftur í félagshúsið, þar stigu á pall
formenn félaganna þærAlda og Melkorka, héldu smátölu,
skiptust á fánum félaganna og Melkorka flutti sfðan kveðju
og afhenti gjöf frá S.Í.H.U. til beggja félaganna, en hún er
gjaldkeri S.Í.H.U. Síðan var slegið upp balli og dansað
fram eftir nóttu. Að loknum dansleik buðu heimamenn
öllum upp á kaffi og kræsingar og það voru saddir og sælir
^ Dalamenn sem kvöddu vini sína í H.U.H. með þakklæti fyrir
góðar móttökur og skemmtilegar samverustundir og héldu
heim á leið út f mun hlýrri andvara en fyrr um kvöldið.
Þarna átti vel við vfsa sem varð reyndar til á leið norður í
heimsókn til Eyfirðinga fyrir nokkrum árum:
Töfrageimur brosir blíður
bjart er þá að vera til.
Nikkolínu flokkur fríður
Frónið glæðir birtu og yl.
Með harmonikukveðju,
SlGRÚN B. Halldórsdóttir
Myndir: VilhjálmurB. Bragason
FélagarúrNikkolínu spila fyrirdansi 18. nóv. 2006. Þarna eru allirað vanda sig.
Ríkardurjóhannsson blæs ísaxofóninn afalkunnri snilld, Sveinn bródir hans er vid trommurnar,
Halldðr og Sigvaldi med nikkurnar og Gudmundur með gítarinn. Þess mágeta að Ríkarður varð
áttræður 14. sept. sl.
Þarna spila Húnvetningar og Dalamenn saman ílok dansleiks.
Auglýsing frá Félagi harmonikuunnenda víð Eyjafjörð
Við viljum minna á dansleiki okkar sem eru í Lóni við Hrísalund á Akureyri
Laugardagirm 30. desember Laugardaginn 24. mars - Árshátið
Laugardaginn 20. janúar Fimmtudaginn 19. apríl - Síðasti vetrardagur
Laugardaginn 24. febrúar Laugardaginn 19. maí
Við þökkum öllum harmonikunnendum fyrirárið sem er að líða með ósk um gleðilegjól.
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð