Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 8
Harmonikufélagið Nikkolína
25 ára starfsafmæli - Stofnað 7. nóvember 1981
Harmonikufélagið Nikkolfna í Dalasýslu
var stofnað 7. nóvember 1981 og átti því
25 ára starfsafmæli nú í nóvember 2006.
Aðalhvatamaður að stofnun félagsins og
jafnframt fyrsti formaður Nikkolínu var
Kristján Ólafsson. Hann var tónlistar-
kennari í Búðardal á þessum tíma og
hafði mikinn áhuga á þvf að koma af stað
meira samstarfi og samspili hjá þeim er
höfðu gaman af að grípa í nikkuna.
Félagið hét f upphafi Harmonikkufélag
Dalamanna en Ragnar Ingi Aðalsteinsson
átti hugmyndina að nafninu Nikkolína og
var það samþykkt á aðalfundi haustið
1982.
Formenn Nikkolínu og H.U.H. stjórna fjöldasöng í afmælis-
kvöldverdinum. Það er Halli Reynis sem spilar undir, hann er
tengdasonur Melkorku.
Fljótlega var ákveðið að hafa æfingar
hálfs mánaðarlega á veturna og hefur
það haldist nokkuð vel í gegnum tíðina.
Sömuleiðis varfrá upphafi bæði þjálfaður
nótnalestur og að spila eftir eyranu.
Auðvitað var mislangt fyrir menn að fara
á æfingar og oft gekk á ýmsu. í fundargerð
frá janúar 1983 segir: „Byrjað var með
nótnasamlestri fjögurra laga en síðan var
frjáls tími og spilaði hver sem betur gat.
Einna harðsóttust varð ferð félaga úr
Hörðudal og urðu þeir að handmoka alla
leiðina, svo leiðin mun nú vera fær öllum
sem á eftir koma!“ Já það var ýmislegt á
sig lagt.
Félagið hefur alltaf átt gott samstarfvið
Tónlistarskóla Dalasýslu og Halldór Þ.
Þórðarson skólastjóri hefur verið aðal-
stjórnandi Nikkolínu um margra ára
skeið. Félagið hefur í nokkur ár veitt
nemendum í harmonikuleik viður-
kenningu og einnig sérstök verðlaun
þeim sem mestar framfarir sýnir á árinu,
^ styrkthljóðfærakaupo.fl. Núverandi
P formaður Nikkolínu er Melkorka
* Benediktsdóttir, Vígholtsstöðum og
Afmælismálsverður Nikkolínu og H.U.H. í veitingahúsinu Við Árbakkann á
Biönduósi.
Nikkolína tók í fyrsta sinn
formlega þátt í Landsmóti
S.Í.H.U. að Laugum í
Þingeyjarsýslu sumarið
1990. Nokkrir félagar höfðu
áður farið á landsmót sem
áheyrendur en þarna var
skrefið stigið til fulls og
spilað á tónleikunum.
Félagið hefur ekki sleppt landsmóti síðan,
enda eru þau mjög skemmtileg og sá sem
fer einu sinni, mætir oftast næst. Á síðasta
landsmóti í Neskaupstað var spilað undir
stjórn Reynis Sigurðssonar. Það mót tókst í
alla staðiafarvelogvarbæðiheimamönnum
svo og þátttakendum til mikils sóma.
móti okkur f húsnæði félagsins og buðu
upp á kaffi og meðlæti. Félagið er búið
að koma sér upp mjög skemmtilegu
húsnæði og það er mikill munur að hafa
svona góða aðstöðu. Til hamingju með
það Húnvetningar!
hún er jafnframt gjaldkeri S.Í.H.U. Ritari
er Ásgerður Jónsdóttir og gjaldkeri Jón
Benediktsson.
Frá upphafi hafa félagar
í Nikkolínu verið duglegir
að koma harmonikutónlist
á framfæri. Félagið hefur
haldið skemmtifundi,
kaffikvöld, spilað á Dala-
dögum, Jörvagleði, Leifs-
hátíð, á þorrablótum og
við ýmis tækifæri hjá
fyrirtækjumogeinstakling-
um, alls staðar gleðja
harmonikutónarn-
ir. Einnig hefur
Nikkolína lagt land
undirfót með Þorra-
kórnum og Vorboð-
anum úr Dalasýslu
og spilað á dans-
leikjum vítt og breitt um landið í
þeim ferðum. Síðast en ekki síst
verður að nefna frábær samskipti
við önnur harmonikufélög, sem
bæði hafa komið í heimsókn og
boðið okkur heim. Það hafa verið
mjögskemmtilegarsamverustundir
og frábær félagsskapur. Það var í
einni slíkri heimsókn eftir sameiginlegan
dansleik í Dalabúð, þar sem hver dansaði
sem betur gat frá upphafi til enda, og svo
kraftmikinn fjöldasöng í
lokin, að húsvörðurinn
sagði við mig þegar hann
leit yfir snyrtilegan salinn
að þetta væri ekki ball,
þetta væri menningar-
skemmtun. Það er nefni-
lega alveg rétt.
Það var haldin árshátíð félagsins í
Dalabúð strax fyrsta starfsárið, 1. maí
1982, ogtókst hún mjögvel. Seinna sama
ár voru félagar úr Harmonikufélagi Austur-
Þessi mynd var tekin á Landsmóti S.Í.H.U. íNeskaupstað sumarið 2005. Þetta
eru Nikkolínufélagar að aflokinni spilamennsku á tónleikum, komnir út í
sólskinið og stilltu sér glaðbeittir upp til myndatöku við íþróttahúsið.
Húnvetninga fyrstir til að sækja okkur
heim. Það var því vel við hæfi að þessi
félög héldu sameiginlega afmælishátíð á
15 ára starfsafmælinu árið 1996 íÁsbyrgi
í Miðfirði og svo aftur núna á 25 ára
afmælinu laugardaginn 18. nóv. sl. á
Blönduósi.
Farið var á rútu frá Búðardal í
brunagaddi og ekið norður. Þegar til
Blönduóss kom tóku félagar úr H.U.H. á