Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Birgir Hartmannsson
~ Minningabrot ~
'cJrJHrT^c arfíe -ca?Tíc 'cJr> arNc<TJ>' arfíc
Ágæti ritstjóri, Hreinn Halldórsson.
Þegar þú hringdir í mig síðla kvölds um
miðjan nóvember sl. og baðst mig að
setja saman greinarkorn fyrir Harmoniku-
blaðið um afmælisfagnað H. F. S. og H. F.
R. sem haldinn var í Hótel Örk 29.
september '06, fannst mér, þarna hálf-
dottandi fyrir framan sjónvarpið, að það
væri nú lítið mál og lofaði að senda þér
greinarkorn um viðburðinn til birtingar í
næsta blaði. Sæmilega vaknaður daginn
eftir velti ég þessu fyrir mér og fannst að
frá litlu væri að segja. Hugurinn vildi alls
ekki stansa við þetta kvöld, en leitaði
lengra aftur. Ég reyndi að staldra við og
laða fram myndir frá stofnun „Félags
harmonikuunnenda Selfoss og nágrenn-
is“, skammst. F. H. S. N. sem nú heitir
„HarmonikufélagSelfoss“ H. F. S. En fyrr
en varði var ég kominn ein 63 ár aftur í
tímann, norður f Fljót í Skagafirði.
Af einhverjum ástæðum hafði pabbi
þurft að taka mig, 6 ára drengstaula, með
í kaupstaðarferð til Haganesvíkur. Meðan
hann var að útrétta og erindreka eitthvað
skildi hann mig eftir f umsjá Stfnu gömlu
í Vík, sem rak þarna greiðasölu. Mér
leiddist.
Ég mátti ekki fara út og vildi eða gat
ekki fundið mér neitt til dundurs og var
búinn að eigra um lengi að mér finnst, í
volandi sjálfsvorkunn, þegar unglings-
piltur sem þarna hafði aðsetur birtist og
vildi reyna að hafa ofan af fyrir mér.
Þegar hér var komið sögu var
sálarástandi mfnu þannig varið að ég
vildi sem minnst með félagsskap hans
eða annara hafa. Tók hann þá það til
bragðs að draga kassa undan rúmi, upp
úr þessum kassa tók hann furðuverk sem
hann sagði að héti harmonika, þetta
settist hann með f fangið og nú gerðust
undur og stórmerki, veröldin hvarf mér,
ailt fylltist af tónum og mér fannst ég
svffa í lausu lofti borinn af þessum
undursamlegu hljómum. Öll leiðindi
hurfu út í veður og vind og ég beið í
ofvæni eftir meiru þegar hlé varð á
spilamennskunni. Ég man þegar hann
sagði að hún læki lofti, tókafsér nikkuna
og beit í horn á belgnum til lagfæringar.
Ekki man ég hvað þessi piltur hét, vissi
það kannske aldrei, ekki geri ég mér
heldur Ijóst hvað hljómleikarnir stóðu
lengi yfir en þetta fyrirbæri átti sér lengi
jfastan stað í hugskoti mínu. Stað sem ég
gat leitað á ogfundið huggun þegar
eitthvað bjátaði á. Eftir þessa Iffsreynslu
setti ég mig aldrei úr færi að hlusta á
harmonikuspil og þótti öll slík mússík
góð. Þarna held ég að ég hafi ákveðið
með sjálfum mér að eignast harmoniku
við fyrsta tækifæri. Það tækifæri gafst þó
ekki fyrr en 9 árum síðar.
Þegar ég lít til baka til æskuslóðanna
kemur Jón í Saurbæ strax upp í hugann,
karl sem þótti sérlundaður og forn í
búskaparháttum með all sérstætt
málfæri. Jón hefur sjálfsagt verið
menningarlegar sinnaður en almennt
gerðist í þessum heimshluta á þessum
tíma. Hann átti forláta grammifón og
talsvert af plötum með harmoniku-
mússík, aðallega frá Skandinavíu. Einnig
átti hann tvöfalda harmoniku sem hann
spilaði stundum á með miklum tilþrifum.
Kannske vegna þess hvað ég var
áhugasamur áheyrandi reyndi hann að
útskýra fyrir mér muninn á krómatfskum
og ókrómatískum harmonikum. Hans
tvöfalda nikka var ókrómatísk sem þíddi
að ekki var sama í hvora áttina belgurinn
var dreginn. Og þá kom nú vindbassinn
að góðum notum. „Þetta lag spila ég
mest á vindbassann" sagði hann og tók
að spila í stíl Júlarbús með tilþrifum og
rykkjum. Ég fann mér margt til erindis að
Saurbæ og nú get ég ekki annað en
furðað migá hvaðJón gaf sér mikinn tíma
til að sinna mínum hugðarefnum. Oft
þegar ég hafði þegið góðgerðir sagði
hann. „Jæja geyið mitt, ætli þig langi ekki
aðeins að Ifta á fóninn". Sfðan fórum við
fram í stofu þar sem þetta furðuverk
grammifónninn var geymdur. Upphófust
þá miklar sérimoníur og tfmafrekar, að
mér fannst við að stilla loldð og lúðurinn
trekkja apparatið upp, skoða nálina ofl.
Ég beið óþreyjufullur eftir að heyra
harmonikulögin. En Jón átti það til að
byrja á að spila plötu með gamanvísum
og eftirhermum fluttum af Bjarna Björns-
syni. Síðan hefur mér verið heldur f nöp
við Bjarna þennan.
Á árunum 1940 - 50 og fram á 6.
áratuginn var a. m. k. einn góður nikkari í
hverri sókn þarna nyrðra og sjálfsagt
hefur svo verið annarsstaðar á landinu. í
Fljótunum var mjög öflugur spilari, sem
þandi nikkuna alla nóttina, hvíldarlítið,
til morguns á innarsveitarböllum að
vetrinum. Þá var ekki búið að finna upp
kynslóðabilið og líklega 12- 13 ára fór
maður að vera á Ungmennafélagsböllum
ásamt þeim fullorðnu fram undir morgun.
Man ég að harmonikutónlistin söng í
eyrum mínum til kvölds við gegningarnar
daginn eftir.
Ég held það hafi verið fermingarárið
mitt sem Toralf Tollefsen kom til lands-
ins.
Hann auglýsti tónleika í Tjarnarborg í
Ólafsfirði og Árni Sæm lét þau boð út
ganga að hann færi með boddíið. En eins
og allir sem náð hafa sæmilegum þroska
vita, var boddí frumstætt hús með sætum
sem sett var á vörubílspall til fólks-
flutninga. Eitthvað kostaði farið og efna-
hag mínum var þannig háttað þá stundina
að ég átti bara fyrir aðgangseyri.
Árni vildi ekki lána mérfyrirfargjaldinu,
sagðist ekki ætla að stuðla að því að ég
yrði skuldum vafinn auðnuleysingi og
sveitarómagi. Ég þrá því á það ráð að
hjóla til Ólafsfjarðar 40 - 50 km. leið,
endilöng Fljótin og Stífluna, yfir Lágheiði
og út allan Ólafsfjörð. Þessir tónleikar
standa mér Ijóslifandi fyrir hugskots-
sjónum enn þann dag í dag. Athyglisvert
þótti mér að þarna var troðfullur salur,
fólk af öllum stéttum á ýmsum aldri, en
slík þögn var í salnum meðan Tollefsen
framdi listir sínar að heyra hefði mátt
saumnál detta. Hef ég aðeins einu sinni í
annan tíma orðið vitni að svo lotningar-
fullu andrúmslofti, það var á söng-
skemmtun sem Stefán íslandi hélt í
Borgarnesi 1958. En það er önnur saga.
16