Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 15
og Guðmundur Ingvars-
son sögu Harmoniku-
karlanna á Þingeyri.
Formaður S.Í.H.U. og
formenn harmonikufél-
aga fluttu heillaóskir og
afhentu góðar gjafir,
einnig bárust kveðjur og
gjafir frá öðrum harmon-
ikufélögum.
karlarnir og Lóa sem höfðu fengið til liðs
við sig meðal annars tvo fiðluleikara og
gítarleikara. Eftir það voru settar saman
hinar ýmsu hljómsveitir og voru þar
fremstir í flokki hinir margreyndu og
sívinsælu Villi Valli, Baldur Geirmunds og
Magnús Reynir. Einnig tóku þátt í
músikinni landssambandsformaðurinn
og gestir frá öðrum harmonikufélögum.
Dansleikurinn stóð tii 03.30 en gleðin
hélt áfram til morguns.
Harmonikufétag Vestfíarda spilar ð aðventukvöldi íísafíardarkirkju 3. desember
2006. Ljósmynd Halldór Sveinbjörnsson
Hátíðin hófst með borðhaldi kl.20.00.
Ljúffeng veisluföng voru framreidd af
Unni Bjarnadóttur og aðstoðarfólki
hennar. Veislustjóri var Pétur Bjarnason.
Undir borðum rakti formaður sögu H.V.
Gamanmál voru flutt og
margar ræður. Milli atriða
léku á harmoniku Jónatan
Sveinbjörnsson, Kristín
Hálfdánardóttir, Helga
Kristbjörg Guðmunds-
dóttir og Guðmundur Samúelsson.
Dansleikur hófst um miðnætti og var
mikið fjör. Fyrstir spiluðu Harmoniku-
Harmonikufélag Vestfjarða þakkar
heillaóskir og góðar gjafir, og óskar
harmonikufólki um land allt gleðilegra
jóla og farsæls komandi harmonikuárs.
Fyrir hönd Harmonikufélags Vestfjarða
ÁSGEIR S. SlGURÐSSON. FORMAÐUR
Sigrún Bjarnadóttir
Fyrrverandi Landssambandsformadur
~ Fædd 25. júní 1944 - Dáin 22. október 2006 ~
Kveðja frá
Harmonikufélagi
Rangæinga
Vantar nú í vinahóp
Völt er lífsins glíma.
Þann sem yndi og unað skóp
Oss fyrir skemmstum tíma.
(Matthías Jocumsson)
Þannig er okkur innanbrjósts félögunum í
Harmonikufélagi Rangæinga þegar við
sjáum á bakgóðum félaga okkar, Sigrúnu
Bjarnadóttur.
Hún var ein af stofnfélögum og máttarstoð
félagsins alla tíð. Hún var formaður
félagsins um árabil og einnig gengdi hún
formennsku í Landsambandi harmoniku-
unnenda. Þessum störfum sem ogöðrum,
sem hún tók að sér, gengdi hún af stakri
samviskusemi, smekkvísi og landsfræg-
umdugnaði. Sigrúnvargóðurharmoniku-
leikari og lagði sig fram um að mennta
sig í tónlistinni. Hún var afkastamikill
lagasmiður og hafa lög hennar verið
mikið leikin af félögum hennar. Ótalin
eru þau skipti sem æfingar fóru fram á
Heiðvangi 10, heimili Sigrúnar og Vals.
Þá lék Sigrún við hvern sinn fingur en
Valur sá um veisluborðið. í því sem og
öðru, sem þau hjón tóku sér fyrir hendur,
voru þau samhent svo af bar. Sigrún og
Valur voru ómissandi ferðafélagar, hvort
sem farið var í félagsferðir eða á
harmonikumót vítt og breitt um landið.
Margir munu sakna morguntónleika
Sigrúnar í þessum ferðum en hún var
duglegust allra að drífa upp spilirí eftir
hæfilegan svefn að hennar mati , enda
var hún morgunhress með afbrigðum.
Þegar við sem eftir stöndum hugsum til
Sigrúnar er okkur efst í huga þakklæti og
stolt fyrir að hafa átt slíkan félaga.
Við biðjum öllum ástvinum Sigrúnar
blessunar og huggunar í sárum harmi.
Stjórn Harmonikufélags
Rangæinga.
15