Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 3
''N Fra ábyrgðarmanni Harmonikublaðid ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldðrsson Faxatröð 6, 700 Egilsstöðum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - Landsmót í Reykjanesbæ 2008 - Tónleikar Jóns Þorsteins Reynissonar - Heiðruð á Landsmóti 2008 (Fjórar greinar) - Hátíðirsumarsins - Rausnarleg gjöf Byggðasafns Vestfjarða • Kjartan í Stúfholti heiðraður - Ferðasaga Nikkolínu til F.H.U.E. • Krafturtónfjaðranna Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 23.000 1/2 síða kr. 15.000 Innsíður í/isíða kr. 18.400 1/2 síða kr. 11.500 1/4 síða kr. 6.700 i/8síða kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Forsíðan: LandsmótS.Í.H.U. 2008 Efni í næsta blað, sem kemur út í desember, þarfað berast fyrir nóvemberlok. V __________ J C I 'N Harmonikublaðið september 2008 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggid áskrift blaðsins, kr. 2.000.- fyrir árid 2008 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349 - 3859 Mikilvægt er að nafn og kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. V _________________ J Komið þið sælir lesendur góðir. Þó að húmi og hausti að og heilmikið sé fyrir stafni. Þá er Ijúft að lesa blað og líta við í nikkusafni. Einsogfram kemurígrein héríblaðinu frá Byggðasafni Vestfjarða þá afhentu hjónin Ásgeir S. Sigurðsson og Mes- síana Marzellíusdóttir harmonikusafn sitt að gjöf til Byggðasafnsins. Þau eiga heiður skilinn fyrir að sinna þessu áhugamáli sínu með slíkum ár- angri að nú sé það orðin sér deild á byggðasafni. Þeir sem eiga leið um ísafjörð ættu því að líta á harmoniku- safnið í Byggðasafni Vestfjarða. Ég vona að lesendur blaðsins hafi átt ánægjulegt sumar og notið hátíða vítt og breitt um landið og e.t.v. víðar. Hér í blaðinu er fjallað um flest þessara móta af heimamönnum á hverjum stað. Eins og allir vita þá var Lands- mót S.Í.H.U. haldið í Reykjnesbæ í júlf, undirritaður komst því miður ekki en grein og myndir frá mótinu eru í blaðinu. Á landsmótinu heiðraði stjórn S.Í.H.U. átta einstkaklinga fyrir þeirra ágæru störfíþágu harmonikutónlistar. Þetta er í annað sinn sem S.Í.H.U. veitir slík- ar viðurkenningar því árið 2001, á 20 ára afmæli sambandsins, voru þeir Bragi Hlíðberg og Karl Jónatansson heiðraðir. Heiðranir sem slíkar verða aldrei ann- að en smá þakklætisvottur en hafa engu að síður mikið að segja um að tekið sé eftir þeim sem gera vel. Hitt er annað að stundum getur verið vandi að velja þá sem heiðra skal en égtel Jónasi Þórogfélögum hafi tekist vel til. Þeir sem voru heiðraðir eru: Grétar Geirsson, Guðmundur Samú- elsson, Reynirjónasson, Fanney Karls- dóttir, Messíana Marsellíusdóttir, Sig- urðurHallmarsson.GesturFriðjónsson og Halldór Þórðarson. Ég óska þeim öllum innilega til hamingu og vona að unnendur harmonikutónlistar megi njóta krafta þeirra sem lengst. Hér í blaðinu eru greinar um fjögur þeirra sem voru heiðruð, Guðmund, Reyni, Messíönu og Halldór. Ætlunin er að greinar um hin fjögur komi í des- emberblaðinu. Einnig er ferðasaga í blaðinu. Ég veit að margir hafa skoðun á efni blaðsins, hvað sé í lagi og hvað vanti. Hér með bið ég þá sem vita hvað þeir vilja um að senda mér línu, í netpósti eða þá á gamla mátann, og segja skoðun sína á blaðinu. Þeir sem luma á fræðandi efni tengt harmonikunni eða skemmtilegum greinum um fólk oft.eru beðnir um að senda það til undirritaðs. Þá vil ég biðja þá fjölmörgu sem enn eiga ógreitt árgjald þessa árs, 2008 kr. 2.000,- og eins þá sem eiga ógreitt árgjald 2007 kr. 1.500,- að bregðast vel við og greiða sem fyrst. Að lokum þá vona ég að haustið verði gott og allir njóti þess að vera til. Þá vil ég þakka öllum þeim sem hafa að- stoðað við efnisöflun og sérstakar þakkir til greinahöfunda um þá sem S.Í.H.U. heiðraði í sumar. Med gódri kveðju, Hreinn Halldórsson JJalmonikusafn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR býður öldrudum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 V_________________________________________________________________________J

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.