Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 11
Rausnarleg gjöf til Byggðasafns Vestfjarða
Undanfarin ár hefur nokkrum sinnum
komið til tals að Ásgeir S. Sigurðsson
myndi koma harmonikusafni sínu til
varðveislu á Byggðasafni Vestfjarða á
ísafirði. Það varsvo ívor, þann 29. maí
sem skrefið var stigið til fulls. Afhentu
þá hjónin ÁsgeirS.Sigurðsson ogMes-
síana Marzellíusdóttir harmonikusafn
sitt að gjöf til Byggðasafnsins. Harm-
onikusafnið taldi þá 140 harmonikur af
ýmsum gerðum, ogsú elsta í safninu er
frá því um 1820-1830. OgÁsgeirerenn
að því síðan hafa bæst við 10 harm-
onikur.
Framvegis mun harmonikusafnið verða
sérsafn innan Byggðasafnsins undir
nafninu Harmonikusafn Ásgeirs S. Sig-
urðssonar. Þetta er mikill happafengur
fyrir Byggðasafnið, því þetta mun vera
eina hljóðfærasafnið sem til er á land-
inu. í þessu safni leynast mikil verðmæti
sögulegs eðlis. Hver harmonika er skráð
sérstaklega og getið gefanda og einnig
um fyrri eigendurogsögu hljóðfærisins
ef hún er þekkt.
Því miður er ekki hægt að hafa allt
safnið til sýnis í einu, en vonandi stendur
það til bóta síðar þegar húsakostur
Byggðasafnsins vænkast sem verður
vonandi innan fárra ára, og verður þá
hægt að gera sögu harmonikunnar sem
hljóðfæris betri skil.
Við afhendingu safnsins varopnuð sýn-
ing á völdum harmonikum í eigu safn-
sins og er sýningin staðsett íTurnhús-
inu, sem er aðalsýningarhúsnæði
Byggðasafns Vestfjarða. Þar eru til sýnis
harmonikur sem sem spanna um 170 ár
í sögu harmonikunnar. Reynt er að
skipta um sýningarharmonikur reglu-
lega til að geta sýnt sem stærstan hluta
af safninu.
Sett hafa verið upp veggspjöld sem
segja lauslega frá sögu harmonikunnar
erlendis og hér á landi. Til sýnis eru
verkfæri sem Ásgeir notar við viðgerðir
á harmonikum, því algengt er að harm-
onikur sem borist hafa safninu hafi verið
mjög illa farnar og þær þá þurft mikilla
viðgerðarvið. Ef gestir vilja spreyta sig
á harmonikuleikertil staðar harmonika
á sýningunni sem ætluð er í slíkt
11