Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8
Grein um Reyni Jónasson Reynir Jónasson er einn af þekktustu harm- onikuleikurum landsins. Hann erfæddur 26. september 1932 að Helgastöðum f Reykjadal. Eins og hann segir svo skemmti- lega,“ Hlautégólæknandi harmonikudellu í vöggugjöf “ en eignaðist ekki hljóðfæri fyrr en ég var orðinn 19 ára gamall. Reynir er algjörlega sjálflærður og hans ferill sem harmonikuleikari hefst í Mennta- skólanum á Akureyri, en þar lék hann á harmonikuna í skólahljóm- sveitinni og sfðar fór hann að leika með ýmsum hljómsveitum á Akur- eyri á vetrum ogeinnigtókReynir að sér að leika einn fyrir dansi víða um Þingeyjarsýslur. Árið 1956 fór Reynir í nokkra mán- uði til Noregs og kynntist þar meðalannars Henry Haagenrud, sem kvatti hann til dáða í harm- onikuleiknum. Árið 1957 kom Reynir heim frá Noregi ogvar honum boðið að leika með Hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík og var hann þar næstu 5 árin, utan sumartíma 1959 er Reynir var með eigin hljómsveit á Hótel KEA á Akureyri. Fyrstu kynni Reynis af kennslu voru við Tónlistarskólann í Hafnarfirði, en þar kenndi hann í fyrsta skipti á harmoniku. Áriði96i-62 fer Reynir til Kaupmanna- hafnar og nemur þar orgel og píanóleik og kemur heim aftur sumarið eftir og ræður sig til starfa með tríói í Þjóðleikhúskjall- aranum. Hann hóf síðan að leika að nýju með hljómsveit Svavars Gests í Lídó og síðan íSúlnasal HótelSögu. Á þessum árum sá Reynir einnig um harmonikuþátt í útvarpi allra landsmanna, að auki var Reynir með harmonikuþátt sinn samfleytt í 5 ár frá árinu 1995 - 2000 og voru þessir þætti einkar vinsælir meðal hlustenda. Árið 1963 ræður Reynir sig til starfa á Húsa- víksem skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og einnig sem organista við kirkjuna á staðnum. Einnig stjórnaði Reynir Lúðrasveit Húsvíkur um tíma og kenndi á harmoniku. Á Húsavíkurárunum léku þeir félagar, Reynir og Sigurður Hallmarsson mikið saman á harmonikurogeinniglékhann með Sigurði Friðrikssyni og fl. Eftir dvölina á Húsavík árið 1971 flytur Reynir aftur til höfuðborg- arinnar og ræður sig til starfa hjá Ragnari Bjarnasyni sem þá var með hljómsveit í Súlnasalog leikur þar fyrir dansi næstu tvö árin ásamt því að kenna tónmennt við Álftamýrarskóla og kirkjuorgelleik f Nes- kirkju, en þarvar Reynir orgelleikari í 29 ár. Reynir hefur leikið inn á tvær hljómplötur sem gefnar voru út af Svavari Gests og sjálfurgaf hann út hljómplötu: Leikiðtveim skjöldum árið 1987. Þassi plata var end- urútgefin á þessu ári á geisladisk og nefn- ist Ljúfar stundir. Reynir hefur í gegn um tíðina leikið með fjölda góðra hljóðfæra- leikara og má þar nefna hinn frábæra fiðlu- leikara Szymon Kuran en samstarf hans og Reynis var einstakt og stóð yfir heil 18 ár. Á síðasta ári komu út fjórir geisladiskar með 54 lögum þarsem þeir félagar fara á kostum. Nafnið á þessu albúmi með disk- unum ber nafnið Gamla póst- húsið. 1980 - 1982 stjórnaði Reynir hljómsveit Félags harm- onikuunnenda íReykjavíkogaftur síðustu 5 árin. Hann hefur nú látið af þeim störfum. Reynirereinn af heiðursfélögum Félags harm- onikuunnenda í Reykjavík. Síðustu sjö árin hefur Reynir starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Garðabæjar. Reynir er ham- ingjusamlega kvæntur Agnesi Löve, píanó- leikara og skólastjóra Tónlistarskóla Garða- bæjar. Hann er faðir þriggja dætra sem gefið hafa honum 6 barnabörn. Sfðari ár hefur færst í vöxt að Reynir sé beiðnn að spila við hin ýmsu tækifæri, svo sem í afmælum, brúðkaupum og þ.h. En vænst þykir honum um þegar honum ertrúað fyrir harmonikuleik við jarðarfarir, þá fyllist ég auðmýkt, segir meistarinn. S.Í.H.U stendur í mikilli þakkarskuld við Reyni Jónasson, fyrir allt það sem hann hefur gefið af sér og miðlað til þeirra sem vilja veg harmonikunnar sem mestan og þessvegna var þessi höfðingi heiðraðuraf sambandinu á síðasta lansmóti. G.K. Minning - Karl Adolfsson Góður félagi er fallinn frá. Karl Adolfsson, sem var einn af stofnendum Félags Harm- onikuunnenda í Reykjavík, var sannkölluð driffjöður í starfi hljómsveita félagsins og sem hljóðfæraleikari, stjórnandi ogútsetj- ari, sannkallaður burðarás, vandvirkur og fljóturtil, enda áhuginn ódrepandi. Útsetn- ingar hans voru vandaðar og tóku mið af getu hljóðfæraleikaranna, sem gat verið ærið misjöfn innan hópsins.Tónlistarhæfi- leikar Kaila voru ótvfræðir og nálgun hans að viðfangsefninu markviss og örugg. Og allt þetta gerði hann með bros á brá. Hann átti auðvelt með útskýra flókin atriði og þegar á þurfti að halda, beitti hann húmor, sem var hvort tveggja í senn, skemmtilegur og hárfínn. Það eru nokkur ár síðan Kalli minnkaði við sig og dró sig síðan í hlé, en útsetningar hans munu lifa, meðal fjöl- margra harmonikuhljómsveita landsins. Tæplega hefur það landsmót verið haldið, að ekki hafi verið leiknar útsetningar frá Karli Adolfssyni. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík, þakkarafalhugalla aðstoðina og samfylgdina, sem var félaginu dýrmæt og sendir öllum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Fridjón H.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.