Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 4
Frá formanni S.Í.H.U. Góðir félagar. Þegar þetta blað kemur til ykkar verður sumarið liðið og komið fram á haust. Að því ég best veit hefur starf í aðildarfélög- um S.Í.H.U. verið gott og og öll þau mót og samkomur sem félögin hafa staðið fyrir hafa heppnast vel, enda mikið um þau talað og þann kraft sem félögin og félagsmenn leggja í þessar samkomur. Sá sem hér skrifar náði aðeins að koma á tvær slíkar samkomur í sumar og ég var mjög ánægður með það sem ég sá og heyrði. Undirritaður sótti landsmót S.Í.H.U. sem var haldið í Keflavík, í umsjón félags harmonikuunnenda á Suðurnesjum, í júlí síðast liðnum. Að mínu viti fór mótið vel fram og skipulagning góð og húsakostur allur til fyrirmyndar svo og hljóðkerfi og tæknibúnaður. Mér finnst við hæfi að þakka fyrir hönd S.Í.H.U. félagi Harm- onikuunnenda á Suðurnesjum og íbúum Reykjanesbæjar fyrir gott og skemmtilegt mót, svo og bæjarstjórn og bæjarstjóra fyrir stuðninginn við mótið. Tónlistarflutningur aðildarfélaga fannst mér góður og fjölbreyttur, gestir mótsins skemmtilegir og virtust vera heima í mörgum gerðum tónlistar sem e.t.v. heyr- ist ekki oft leikin á harmoniku. Við mætt- um líklega hugsa okkar gang öll hvað varðar fjölbreytni í vali á tónlist til að spila á mótum og vfðar. Mesta athygli mina vakti samt unga fólk- ið sem kom fram á mótinu og spilaði svo vel, jafnvel mjög erfið verk að ég á ekki orð til að lýsa þeim árangri sem mér finnst þetta unga fólk vera að ná svo hvað það varðar er framtíðin björt. Að sjálf- sögðu er þetta að þakka hinum fjölmörgu harmonikukennurum sem hafa unnið gott starf svo og unglingalandsmótum í harmonikuleik sem hafa verið haldin ár- lega um nokkurt skeið. Þar hittist unga harmonikufólkið ásamt kennurum og spilar, kynnist og lærir hvert af öðru. Samstarf S.Í.H.U. um næsta landsmót unglinga við Harmonikuakademínuna er til staðar og mótið verður haldið að Reykjum við Hrútafjörð, dagana 17. - 19. október 2008. Reynir Jónasson hefur lokið við að útsetja samspilslög fyrir unga fólkið og verða nótur sendar öllum harmonikukennurum og tónlistarskólum f vikunni. Ég hvet öll félög á landinu til að senda unglinga til mótsins því að mér sýnist að það sé það besta sem við getum gert til að efla harm- onikuleik á landsvísu. Á landsmótinu var tekin upp sú nýbreytni að veita viðurkenningu þeim mönnum sem lengi hafa verið f fararbroddi við að kenna á harmoniku svo og breiða út harmonikutónlist, ef til vill má segja að þeir hafi dregið harmonikuvagninn um langan tíma án þess að við hin höfum þakkað þeim sem skyldi. Þetta var ekki einfalt mál því að auðvitað voru fleiri sem bent var á og voru þess fullkomlega mak- legir að vera viðurkenndir og þökkuð vel unnin störf. Þeim sem hlutu þessa við- urkenningu núna óska égtil hamingju en tek fram að ég vona að á þessu verði framhald á komandi árum. Það er skoð- un mín að við séum ekki nægilega dugleg að viðurkenna það sem vel er gert og sjálfboðaliðastörf eins og er svo mikið um f okkar félagsskap verða oft útundan og vekja ekki verðskuldaða eftirtekt. Framundan er aðalfundur S.Í.H.U. sem verður haldinn að Núpi í Dýrafirði í boði Harmonkufélags Vestfjarða. Ég vona að formenn og fulltrúar mæti til fundarins til þess að hafa áhrif á gang mála, taka virk- an þátt í fundarstörfum og umræðum um þau mál sem verða á dagskrá svo og að koma með nýjar hugmyndir. Ég trúi þvf að við munum eiga þar góða helgi við leik og störf. Með bestu kvedjum til ykkar allra, Jónas þórjóhannsson. Tónleikar Jóns Þorsteins Reynissonar í Fríkirkjunni Það kom mér sannarlega á óvart þegar í byrjun ágústs s.l var efnt til klassísks harm- onikutónleika íslendings. Hann hafði numið fræðin norður á Sauðárkróki þar sem hann býr. Mérvarð það mikið undrunar- efni þegar mér var sagt að hann hefði aðeins leikið á hnappaharmoniku í tvö ár, en áður hafði hann spilað á píanóharmoniku. Fyrirframan kór Fríkirkjunnar stóð fyrir tónleikana glæsileg Borsini hnappaharmonika með mel- ódískan bassa og alhvítu hljómborði. Það vakti undrun mína við innganginn að aldraðir, sjúkir og börn þurftu engann aðgang að greiða, þó voru fáir áheyrendur í kirkjunni. Þetta var þó eitt sögu- 4 legasta augnablik í sögu harmonikunnar á íslandi. Þessi ungi maður hefur lokið tónlistarnámi sínu íheimabæ. Það er Ijóst að hann hefur náð undraverðum árangri á skömmum tíma. Hann leikur verk eftir Mozart, Chopin, Scarlatti, Paganini auk Beet- hoven, Bach, Boellman og Vivaldi í eigin útfærslu, sem er hin glæsilegasta á allan hátt. Sérstaka athygli mína vakti leikur hans á melódíska bassan sem ekki gefur eftir því besta sem ég hef séð hjá útlendum stórmeisturum harmonikunar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur unnendur harmonikunar þegar upp rfs slíkur snillingur á okkar kæra hljóðfæri. Það er vonandi að áhugafólk um harmonikuna sæki þá tónleika sem hann mun koma fram á í framtíðinni. Að endingu vil ég óska Jóni Reynissyni glæsilegrar framtíðar. Högni Jónsson.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.