Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 18

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 18
Kraftur tónfjaðranna Kveðja - geisladiskur Kveöja 17 lög eftir Jóhannes G. Jóhannesson Tatu Kantomaa leikur á harmoniku Tatu Kantomaa leikur á harmóníku lög eftir Jóhannes G. Jóhannesson Útgefandi: EG TÓNAR Akureyri Nýlega kom út geisladiskur með 17 lögum, sem hafa varðveist eftir hinn kunna harmónfkuleikara Jóhannes G. Jóhannesson, leikin af finnska snillingnum Tatu Kantomaa. Ýmsir hafa leikið lög Jóhannesar á hljóm- plötum eða í útvarpsdagskrám. Má þar t.d. nefna Gretti Björnsson, Guðjón Matthíasson og hljómsveitir Ásgeirs Sverrissonar og Jón- atans Ólafssonar. Á hinum skamma en glæsta söngferli hljóð- ritaði Erla Þorstseinsdóttir þrjú laga hans á sjötta áratug liðinnar aldar ásamt hljómsveit Jörns Grauengárds og urðu lögin Á góðri stund og Stungið af á ailra vörum á svip- stundu, en minna heyrðist hið hugljúfa lag Kveðja, sem er nafn geisladisksins og var Jóhannesi einkar kært. Jóhannes Gunnar Jóhannesson, fæddist í Götu á Tjörnesi (hjáleigu frá Héðinshöfða) 29. sept. 1901. Fjölskyldan fluttist til Pat- reksfjarðar og þar sleit hann barnsskónum og eignaðist sína fyrstu harnóníku. Eftir að hann fluttist suður 1919, vann Jóhannes í fyrstu í ullarverksmiðjunni á Álafossi og lék þar á dragspilið á samkomum starfsfólks- ins. Þar var öflugt félagslíf og sviptust pilsin í dunandi dansi. Þegar forstjóranum og íþróttakappanum Sigurjóni Péturssyni þótti við hæfi að lengja fjörið á snyrtilegan hátt er haft eftir honun: „Næsti hálftími verður þrjú korter!“ Jóhannes lærði bifvélavirkjun og stundaði þá iðn f mörg ár, en tók síðan til við har- móníkuviðgerðir. Hann lékum áratugaskeið f ýmsum danshljómsveitum og samdi all- nokkuð af tónlist og sum laganna hlutu verðlaun í danslagakeppnum. Fyrstu íslensku hljómplöturnarmeð léttum lögum voru hljóðritaðar í Landssímahúsinu við Austurvöll 1933. Þar lék fiðluleikarinn Poul Bernburg og sonur hans Poulyngri á trommur, sem hljóp ískarðið fyrir fastráðinn trommara vegna þess að sá hafði „lent á því“ að sögn Polla. Einnig norskur harm- óníkuleikari Tellefsen að nafni (ekki Tollef- sen) og Jóhannes G. Jóhannesson í blóma lífsins liðlega þrítugur. Lögin voru: Pietro’s return, mars eftir Pietro Deiro og a) Nú blika við sólarlag b) Svífur að haustið. Samtímis hljóðritaði Jóhann Jósefsson (20. 12. 1911 - 16. 02. 2004) frá Ormarslóni tvö laga sinna: Regndropann ogVið íshafið. Jóhannes hætti alveg að spila opin- berlega 1939-1947 og vann ein- ungis að harmóníkuviðgerðum, en hóf svo að leika að nýju. Margir munu minnast þeirra félaga Jóhannesarogfæreyings- ins Guðmundar Hansen í JH kvintettinum þegar þeir léku gömlu dansana í Þórskaffi við Hlemm og síðar er það fluttist í Brautarholt 20. Svavar Gests gaf út og ritstýrði Jazzblaðinu 1948-1953 f fyrstu ásamt Halli Símonarsyni, en síðan einn. í blaðinu birtust gjarnan auglýsingar frá viðgerð- arstofu Jóhannesar, sem hann starfrækti á Mánagötu, en um tíma 1948 á Háteigsvegi og í lok ársins aftur á Mánagötu. Á sjötta áratug liðinnaraldarrakhann stofunavið Laugaveg og stillti þá harmóníkum út í glugga, sem voru til sölu vandlega yfirfamar af fagmann- inum. Margir stöldruðu við og virtu fyrir sér hljóðfærin, en á tímum innflutningshafta ogskömmtunarvarekki um auðugan garð að grisja í nýjum hljóðfærum. Jóhannesvar afarflinkuríhöndum ogekki f kotvísað þar sem skinn ogtónfjaðrirvoru annarsvegar, sem og leikni hans á hljómborðinu og við- mótið ávallt hlýtt og elskulegt og var einn vinsælasti harmóníkuleikari landsins f hálfa öld. Seinustu æviárin var Jóhannes vist- maður á Dvalarheimili aldraðra f Borgarnesi og æfði þar m.a. dúett með Gfsla Bryngeirs- syni. Hann lést 17. aprít 1988. Finnska harmóníkusnillinginn Tatu Kant- omaa þarfvart að kynna íslendingum. Hann fæddistfRovaniemi fnorðurhluta Finnlands 1974 og sjö ára hóf hann nám í harmónfku- leik hjá föður sínum. Árið eftir gerðist hann nemandi meistara Veikko Ahvenainen og innan tíðarfórhann að leika ásamt kennara sínum. Ellefu ára hélt Tatu fyrstu einleiks- tónleika sína og gaf út einleiksplötu og fór sama ár í tónleikaferð til Bandaríkjanna ásamt Ahvenainen. Árið eftir fóru þeir svo í þriggja vikna tónleikareisu til Japans, Rúss- lands og Austur-Þýskalands. Fimmtán ára sigraði hann íkeppni harmóníkumeistara tileinkaða minningu eins mesta snillings Finnlands, Viljo Vesterinen (26. 03.1907 - 18. 05.1961). Upphaflega kom Tatu til íslands á fimmta landsmót Sambands ísl. harmóníkuunn- enda ásamt hinum 16 ára Daniel Isaksson, sem haldið var á Egilsstöðum 1.-3. júlí 1993. Eyþór H. Stefánsson, yfirlæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð hafði milligöngu um það. Eyþór sem leikur á harmóníku og er dágóður lagahöfundur hefur haft hönd í bagga um útvegun heiðursgesta á flest landsmót — nú síðast f Keflavfk 3.-5. júlf sl. þarsem feðg- arnir Jan og Alf Hágedal frá Svíþjóð voru gestaspilarar. Eyþórá miklar þakkir skildar fyrir að kynna mörlandanum listamenn í fremstu röð. — ÞegarTatu hafði lokið leik á Röddum vorsins eftir Johann Strauss í útsetningu Ivan Jatskevits, kom hinn ungi Daniel Isaksson dolfallinn fram á sviðið f Valaskjálf og sagði: „Hvað getur maður gert eftir svona snilld!" Tatu fluttist til íslands 1996 og hefur mest- anpart dvalið hér á landi, utan þriggja ára í Þýskalandi. Hann hefur átt einn stærstan þátt í að efla harmóníkuna í tónlistarnámi hérlendis og auka skilning manna á fjöl- breyttum möguleikum hljóðfærisins ogtók m.a. þátt í að semja opinbera námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir harmónfku, sem nú er orðin grein í Listaháskólanum,

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.