Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 3

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 3
Frá ábyrgdarmanni Harmonikublaðið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Gunnar Kvaran, Álfaland 7,108 Reykjavík Sími 568 3670, netfang: alf7@mi.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is Netfang: print@heradsprent.is Forsíða: ingunn Þráinsdóttir Meðal efnis: - Krefjast þess að fá að spila í Óperunni - Rekstrar- og efnahagsreikningar SÍHU - Dansað á svelli - Nótur eftir Aðalstein ísfjörð - Hver er fyrsti kvenformaður FHUR? - Viðtal við Aðalstein ísfjörð - Hamingjuóskir til Guðrúnar Guðjónsdóttur - Viðtalvið Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur - Úrdráttur úr skýrslu stjórnar SÍHU 2009-2010 - Landsmót SÍHU á Hellu 2011 - Nýútkomnirgeisladiskar - David Wahlén í óperu eftir Gísla Jóhann Grétarss. - 30 ára afmæli FHUE - Aðalfundur SÍHU að Hótel Örk 2010 - Harmonikumessa ÍÁrbæjarkirkju Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 sída kr. 23.000 1/2 sída kr. 15.000 Innsíður 1/1 síða kr. 18.400 1/2 sída kr. 11.500 1/4 sída kr. 6.700 1/8 sída kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er Nú erafstaðinn aðalfundursambandsins og verð ég að viðurkenna að þetta er einn sá besti aðalfundur sem ég hef setið. Fundurinn var málefnalegur og lögðust allir á eitt að gera hann sem árangursríkastan. Félag harmonikuunnenda f Reykjavfk á heiður skilinn fyrir framkvæmdina á fundinum og var allt skipulag frá þeirra hendi til fyrirmyndar og einnig hvernig tiltókst með að hafa ofan affyrir mökum fundarmanna á meðan á fundinum stóð. Ekki má gleyma þætti formanns félags- ins, sem stóð sig með miklum sóma og sá til þess að allt færi fram á sem bestan hátt. Fyrir þetta ber að þakka og láta í Ijós ánægju með hvernig til tókst. Þetta er 3. tölublað Flarmonikublaðsins árið 2010 og held ég að okkur sem stöndum að blaðinu hafi tekist all vel til með að afla efnis í blaðið á þessu ári og að gera það aðlaðandi fyrir áskrifendur. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá áskrifendum varðandi þau blöð sem við höfum látið frá okkur fara og það hefur gefið okkur byr undir báða vængi til að gera enn betur. Heimasíða sambandsins hefurverið mér hugleikin síðustu vikurogtelégað það sé algjör forsenda þess að hægt verði að halda úti heimasíðunni að aðildar- félögin nýti sér síðuna og láti setja inn ýmiss konar fréttnæmt efni og myndir. Ég hef fengið mánaðarlega sent frá vef- stjóra síðunnar yfirlit yfir heimsóknir á heimasíðu okkar og kemur þar fram að mánaðarlega eru aðeins um fimmtíu heimsóknir inn á síðuna. Til að hægt verði að halda úti heimasíðu sambandsins verða félögin að notfæra sér hana betur þannigað það sé áhuga- vert að skoða síðuna. Einnig þarf stjórn sambandsins að vera duglegri við að koma á framfæri ýmsum upplýsingum inn á síðuna, má þar nefna lög sam- bandsins ofl. Það skal upplýst hér að ritstjórn og annað er kemur að útgáfu Harmoniku- blaðsins verður í höndum sömu aðila næsta árið og er það metnaður okkar er að blaðinu stöndum að það verði enn betra og að félögin leggi sig fram um að fjölga áskrifendum að blaðinu. Gunnar Kvaran Krefjast þess að fá að spila í Óperunni „Við ætlum að fá að spila harmonikutónlist íhúsinu hér fyrir aftan okkuren óperustjór- inn Björn Simensen telur það ekki nógu fínt að minnsta kosti enn sem komið er“ segir Atti Eikaas forsvarsmaður harmoniku- félagsins í Lindesnes Þann 15.03.2008 mótmæltu Atti ogfélagar fyrir utan hið nýja og glæsilega óperuhús Oslóborgar f Björvika. Meðlimir harmoniku- félagsins höfðu lagt á sig 6 stunda rútuferð til þess eins að koma sinni skoðun á fram- færi við stjórnendur óperuhússins og stóðu spilandi í sólskininu fyrir utan hið glæsi- lega marmarabyggða óperuhús sem var byggt árið 2007. Þrátt fyrir léttleika í mótmælunum þá lá ákveðin alvara að baki. Harmonikufélagið sem hefur62 meðlimi telurað menningar- elítan í Osló hafi í raun sniðgengið sig. Félagið var meðal þeirra fyrstu til að bóka sig fóperuhúsið. Menningarmálaráðherra Noregs, Anne Enger, þakkaði þeim pent fyrir áhugann en sagði að þau væru að bóka sig of snemma. Hins vegar þegar ýtt var á málið sjö til átta mánuðum seinna þá kom svarið að nú væri harmonikufélagið orðið of seint að bóka sig í húsið. Spurning: Finnstykkur þið ekki vera tekin alvarlega? Svar: Já það er engin spurning. Núna verður menningarelítan í Osló að vakna til Iffsins ogtaka alvarlega þá menningu sem harmonikutónlist í Noregi hefur að geyma. Það er talað um að óperan sé ópera fólks- ins en svo á að útiloka stóran hluta af menningu almennings sem er jú nátengd harmonikunni. Það liggur hins vegar mikið undir hjá harm- onikufélagi Lindesnes. Óperusöngvarinn og tónskáldið Thomas Stanghelle er þegar byrjaður að semja óperu sérstaklega með harmonikuspil í huga. „Ég trúi að það sé hægt að þurrka út bilið sem erá milli harm- onikutónlistar og klassfskrar tónlistar og jafnvel í eitt skipti fyrir öll með flutningi á „harmoniku-óperu“.“ Rut Svinndal og Iver Karlstad gengu framhjá mótmælendunum og stöðvuðu til að hlusta á brot af nýskrifaðri harmonikuaríu sem meðlimir Lindesnes ogThomas Stanghelle fluttu fyrir utan óperuhúsið. „Mér þætti frábært ef harmonikufélagið fengi að spila í óperunni, hví ekki, mér Ifkar harmoniku- tónlist og það á ekki bara að flytja óperur í óperuhúsinu, það er gott að hafa ákveðna fjölbreytni“ sagði Svinndal. En hræðist Atti Eikaas ekkert létega aðsókn á harmonikuóperu? Nei ekki aldeilis. „Við getum auðveldlega fyllt 20-30 rútur með áhugasömum áhorfendum af landsbyggð- inni. Við vildum spila hér í óperunni í einn mánuð því meiri tfma höfum við einfaldlega ekki enda búin að bóka okkur í samkomu- húsum ogtónleikahöllum bæði íNoregi og Ameríku svo ekki sé talað um elliheimilið i Vigeland." Þessi grein birtist á norskum netmidli 2008. Grein þýdd af Fridleifi Kr. Friðleifssyni.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.