Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 6

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 6
Hver er fyrsti kvenformaður FHUR, elsta harmonikufélagsins á íslandi? Elísabet Halldóra Einarsdóttir, formaður Félags harmonikuunn- enda í Reykjavík. Ég heiti Elísabet Halldóra Einarsdóttir og er fædd þann 15. sept. 1951 á Akranesi en er ættuð vestan af fjörðum. Foreldrar mínir hétu Einar Gíslason skipstjóri og Elísabet Sveinbjörnsdóttir Ijósmóðir. Þau fluttu frá Súðavík vorið 1951. Á Akranesi ólst ég upp og átti góða æsku í fimm systkinahópi þeirra Sillu, Gísla, Rögga, Dobbu og Rósu. Systkini mfn rifjuðu ýmislegt upp þegar ég varð fimmtug. Gísli bróðir sagði m.a. „Það er fyrst sem maður man hana Elsu systur að hún var sísyngjandi, síhlæjandi, pískr- andi við vinkonur sínar um ...“ Silla systir sagði að ég hefði verið fljót að læra að tala og syngja og lærði undrafljótt þau lög sem mérþóttu skemmtileg. Égvarfjögursumur í sveit á Ytri-Rauðamel á Snæfellsnesi hjá góðu fólki. Vann sfðar hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga (KSB). Ég flutti afSkaganum íyára erégfóríHús- mæðraskóla Blönduóss. Vann ímötuneyti skólanna á Laugarvatni 1969-70 og kynnt- ist þar mannsefni mínu, Reyni Elíeserssyni. Við giftum okkur árið 1972 og eigum þrjú börn, þrjú tengdabörn og þrjú barnabörn. Þau eru búsett í Reykjavík, Borgarfirði og Japan. Ég var aðallega heimavinnandi þegar börnin voru lítil. Seinna vann ég við bankastörf hjá Iðnaðarbankanum, íslands- banka og Sparisjóði Vélstjóra. Ég lauk stúdentsprófi frá Öldungadeildinni í Hamra- hlíð um vorið 2000. Árið 2003 ákvað ég að sækja um nám við Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands. Fékk inni í HÍ og tók þaðan BA próf í íslensku 2006. Lauk svo diplomaprófi í kennsluréttindum fyrirgrunn-ogframhalds- skóla 2007. Kenndi við Vesturbæjarskól- ann, fslensku fyrir útlendinga 2007-2008 og hef sótt námskeið við Háskólann. Ég fékk snemma áhuga á söng og hljóð- færaleik og hlustaði með athygli á lög í útvarpinu og lærði lögin og textana. Tvö elstu systkini mín spiluðu á hljóðfæri og foreldrar mínir sungu mikið. Afi minn spil- aði á tvöfalda harmoniku. Hann lærði af norsku hvalveiðimönnunum og þannig kynntist ég Lördagsvalsen og fleiri gömlum og góðum lögum. Jónatan móðurbróðir minn og Haukur Daníels frændi minn voru líka góðir á nikkurnar. Gítarinn varð fyrsta hljóðfærið mittogum 12 árafékkéglánaða bók um gítargrip með nokkrum lögum. Gísli bróðirátti ágæta harmoniku (Weltmeister ef ég man rétt) sem ég fiktaði við og hann sagði mér aðeins til. Svo keypti ég mér litla svarta Weltmeister harmoniku á 650 krónur þegar ég var 15 ára. Ég spilaði lítið meðan börnin voru ung. Grettir Björnsson og John Molinari voru og eru alltaf í uppáhaldi hjá mér og seinna bættust þeir við Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson og Lars Ek. Fleiri góðir íslenskir og erlendir harmonikuleikarar hafa bæst f hópinn. Þegar ég fékk nýja svarta Parrot harmoniku fór ég ítíma hjá Gretti Björnssyni árið 1981. Ég var í námi hjá honum u.þ.b. tvö ár og lærði nótna- lestur og tónfræði í Tónskóla Sigursveins. Ennþá á ég miða með tilsögn frá Gretti um belgnotkunina og margt fleira rifjast upp. Þegar ég varð fertug fékk ég svo Bugari harmonikuna, sem frændi minn hafði séð og prufað norður á Akureyri í versluninni hjá Pálma og hana nota ég enn. Aðaláhugamálin fyrir utan harmonikuna hafa verið söngur, dans, fjallgöngur, ferða- lög innanlands og til annarra landa og tungumálanám. Auk dönsku.ensku og þýskukunnáttu hef ég sótt námskeið í spænsku og japönsku og er að læra á pfanó og bjástra við eina diatóniska þriggja raða hnappanikku. í Félag harmonikuunnenda ÍReykjavfkgekk ég árið 1987 og byrjaði þá að æfa með hljómsveit félagsins og hef gert það með nokkrum hléum. Spilaði með félögunum í Léttum tónum frá 1993 og urðum við fræg af mynd og blaðagrein í Svíþjóð. Fljótlega starfaði ég með skemmtinefnd félagsins og frá þeim tíma hef ég meira eða minna verið viðloðandi skemmtinefnd eða stjórn. Núna er annað starfsár mitt sem formaður og hafa þessi árverið mjöglærdómsrík. Ég er þakklát fyrir að eiga góða félagsmenn að sem ég get leitað til og á engan er hallað þó ég nefni Friðjón Hallgrfmsson sérstak- lega. Ég nýt þess að sækja harmonikumót víðs- vegar um landið. Harmonikumótin á íslandi eru líkt og ættarmót þar hittir maður góða félaga úrstórharmoniku-.fjölskyldunni þar sem við spilum, spjöllum, dönsum og syngjum saman. Margar góðar minningar lifa. Ég vil að lokum óska öllum harmoniku- félögum landsins góðs gengis. Hljóðfærasafn Elísabetar.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.