Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 7

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 7
Gamansögur af séra Baldri í Vatnsfirði Fyrir nokkrum árum hringdi séra Baldur í lögregluna á ísafirði og kvaðst hafa fundið dautt svín í vegkantinum skammt frá Vatnsfirði og væri líkast sem ekið hefði verið á það. Halldór Jónsson (Dóri Jóns í Rit hf.) varð fyrir svörum: Hvern andskotann ertu að hringja f okkur út af þessu? Við getum ekki verið að skipta okkur af dauðu svíni inni í Djúpi. Prestur svaraði: Já, já, góði. Þetta er nú allt í besta lagi. En það hefur nú verið venjan hér í prestakallinu að láta þá nán- ustu vita þegar dauðsfall verður. Séra Baldur átti um skeið Austin Gypsy jeppa er var orðinn nokkuð dyntóttur og þurfti meðal annars að troða bremsurnar ótt ogtítt efstöðva átti bílinn ísnarheitum. Leið svo að árlegri skoðun jeppans og kom bílaeftirlitsmaður frá ísafirði heim í Vatnsfjörð að fullnægja þeirri kvöð. Eftir að hafa kíkt undir bílinn og þjösnast eilitið á dempurunum sest skoðunarmað- urinn undir stýri og prestur ífarþegasætið. Er svo ekið af stað og allt gefið í botn því nú átti að kanna hemlunarvegalengd. í fyrstu sat séra Baldur rólegur í sæti sínu, en þegar bíllinn stefndi á hlöðuvegg og skoðunarmaðurinn eldroðnaði við að stfga bremsupedalann f botn án þess að jeppinn hægði hið minnsta ferðina, æpti Vatnsfjarðarklerkur í dauðans ofboði: Pumpaðu, maður! Pumpaðu! Einhverju sinni var séra Baldur að kvarta undan vegalengdum ogerfiðum landsam- göngum í prestakalli sínu. Er hann hafði farið ófögrum orðum um hið vestfirska vegakerfi og bölsótast út í hinar dreifðu byggðir f sókninni, greip viðmælandi hans fram í og spurði kankvíslega: Já en af hverju styttir þú ekki ieið þína um sóknina og gengur á vatninu eins og Kristur forðum? Séra Baldurvar skjóturtil svars ogsagði: 0, þeir höfðu nú léttara skótau íþá daga, góði. Kærar kveðjur. Frosti G. Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 {( ( ) n Sænskt harmonikufélag fær 9,3 milljónir í styrk Ritstjórn var send mjög athyglisverð grein úr Bændabtaðinu, þar sem greint er frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi fram í næsta mánuði tillögu um endurskoðun á hinni sameiginlegu land- búnaðarstefnu sambandsins, CAP, eftir 2013. Jafnframt segir að ekki verði þrauta- laust að endurnýja CAP vegna fjármála- kreppunnar sem herjað hefur víðar en á íslandi. Landbúnaður tekur til sína tæpleg 40% af öllu fjármagni sambandsins. Til þess að slá á vaxandi óánægju innan sambandsins á að draga úr útgjöldum og leggja nokkur lönd til verulegan niður- skurð. Á sama tíma og þetta er í smíðum hjá sambandinu kemurfram íþessari grein að sænskt harmonikufélag hafi fengið styrkfrá sambandinu upp á 59.585 evrur (9.3 milljónir króna) og einnig að danskur billiardklúbbur hafi fengið styrk upp á 31.515 evrur (um 5 milljónir króna). Þegar maður sér svona frétt, kemur ýmis- legt upp í hugann og þá fyrst og fremst hvað áhugamannafélög um harmonikuleik eins og við erum að reka um land allt eru vanmáttug þegar tölur eins og að ofan greinir eru veittar til félaga eins og okkar. Vonandi kemur betri tfð með blóm í haga.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.