Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 8

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 8
Maður forsmáir nú ekki gjafirnar frá elskunni sinni Alli ísfjörð lítur til baka, í spjalli við Björn Björnsson Tilefni þessa spjalls er, að fyrir allnokkru komst Harmonikublaðið á snoðir um, að fyrsta laugardag í Þorra, árið 1961 hafði verið haldið eitt herlegt þorrablót í félags- heimilinuSólvangi áTjörnesi ÍSuður Þing- eyjarsýslu. Þetta þorrablót var svo sem ekkert öðruvísi í laginu en verið hafði um árabil, þar komu sveitungarnirsaman, allir sem vettlingi gátu valdið og gerðu sér glaðan dag, snæddu þorramatinn, reyktan, kæstan, súran, hertan og saltan og sungu svo og dönsuðu af hjartans list. En það sem var öðruvísi en áður var, að fyrir dansi lék nú kornungur Húsvíkingur, Aðalsteinn ísfjörð ásamt hljómsveitinni GH kvartett og var þetta fyrsta ballið þar sem hann hafði veg og vanda af tónlistinni. ítiiefni þess að hálföld er síðan Alli ísfjörð mætti með nikkuna til leiks og fór að þenja hana á böllum, ætlar hann að endurtaka leikinn fyrstu helgi í þorra árið 2011, á sama stað, með tvo meðhjálpara og nú mun ekki verða síðra fjörið heldur en fyrir fimmtíu árum. Og um þennan hálfrar aldar tón- listarferil vildi blaðið gjarna heyra. Aðalsteinn ísfjörð Sigurpálsson erfæddur á Húsavík þann 13. febrúar 1947, sonur hjónanna Önnu Huldu Símonardóttur frá Siglufirði og Sigurpáls ísfjörð Aðalsteins- sonar frá Húsavfk, þar ólst hann upp og þar ánetjaðist hann tónlistinni fyrir lífstíð. Aðalsteinn er giftur Unni Sigfúsdóttur frá Sandhólum á Tjörnesi og eiga þau þrjú börn: Sigurpál og Lindu Rós, sem búsett eru á Sauðárkróki ogÁsu Birnu, sem býr í Reykjavík. Barnabörn þeirra Aðalsteins og Unnar eru fimm. En þannig byrjaði þetta allt saman ogvildi þannigtil, að sjö ára strákur erá leið heim úr skólanum á kyrrum vetrardegi og hefur strandað f götunni sinni og ekki hálfnaður heim, - hann stendur með töskuna á bakinu eins og dæmdur, framan við lokaðan bfl- skúr og starir á hurðina rétt eins og hún muni opnast ef hann bara starir á hana nógu lengi. Og hann stendur þarna vegna þess að nú er aftur farið að spila á harmonikuna þarna inni. Hann hefur heyrt þetta mörgum, mörgum sinnum og alltaf hefur hann sár- langað til að fara inn, fá að sjá hann spila, kannski að fá að prófa að spila. En hann hefur aldrei haft uppburði í sér til að stíga þetta skref. Án þess að sú ákvörðunin sé á einhvern hátt meðvituð, þá ger- 8 Aðalsteinn ísfjörd Sigurpálsson. ist það einmitt núna og eins og ósjálfrátt gengur hann að hurðinni.tekuríhúninn, opnar og stígur inn, - og það sem meira er hann fær að prófa að spila - og frá þessari stundu verður ekki aftur snúið. Þannig hófust kynni Alla ísfjörð af harmonikunni, sem átti eftir að vera honum trú fylgikona, með hléum þó, allt til þessa dags. Eftir að hafa fengið að renna fingrum yfir gljáfægt nótna- borð nikkunnar í fyrsta sinni, finna þyngd henni í fanginu, uppgötva hvernig hann ein- hvern veginn tengdist hljóð- færinu með taug sem auðfinn- anlega yrði ekki svo léttilega slitin, þá hófst nú skelegg bar- átta ogeinarðuráróðurstráks- ins við foreldra sína til þess að sannfæra þau um að hann yrði að eignast harmoniku. Eins og oftast vill verða þegar vel er á málum haldið endaði baráttan með fullnaðarsigri oghann eignaðist sitt fyrsta hljóðfæri, þá sjö ára gamall. Þessa nikku á hann ennþá, vissulega er hún farin að láta á sjá og orðin nokkuð löskuð og lúin, enda hefur hún marga fjöruna sopið ásamt eiganda sínum. Áþessum árum var ekki almennttónlistar- skólanám barna og unglinga ogAlli ísfjörð léksérað nikkunni sinni, án nokkurra utan- aðkomandi áhrifa eða tilsagnar og náði fljótlega góðum tökum á gripnum, svo góðum að flestir sem til hans heyrðu urðu til að hvetja hann til dáða og að láta hvergi deigan síga og nágrannarnirgerðu aldeilis ekki athugasemdir þegar hann að sumrinu settist út á svalir og tók nokkra vinsælustu slagarana. Stúkan og fyrstu hljómsveitirnar Alli hélt áfram að spila og kom víða við, meðal annars kom það f hans hlut þegar hann var níu eða tíu ára að leika inngöngu- lagið í stúkunni - með einum fingri, mesta lagi tveimur, fyrsta hluta lagsins Washington Post, áður en fundir hófust, en tónlistar- maður stúkunnar, var þegar hér var komið sögu kominn í gagnfræðaskólann og því ekki lengur gjaldgengur í barnastúkunni. Þessum starfa sinnti Alli þann tíma sem hann var í barnaskóla og í stúkunni þar. Veturinn '59 stofnaði hann svo ásamt tveimur bekkjarbræðrum sínum þeim Þórhalli Aðalsteinssyni sem léká píanó og Sigþóri Sigurjónssyni sem léká trommur sitt fyrsta band, Skólahljómsveit Barna- skóla Húsavíkur og varð sú hljómsveit býsna vinsæl meðal nemenda. Þannig sleppti tónlistin ekki tökunum á Alla ísfjörð og um leið og hann komst upp á gagnfræðastigið varð fyrst til GH kvartett- inn en sfðan GH kvintettinn ogvarsú hljóm- sveit við lýði allt til 1963. Á þessum skólaárum hafði Alli uppgötvað fleiri spennandi hljóðfæri og 13 ára gamall byrjar hann að leika með Lúðrasveit Húsa- víkur og nú var aðalhljóðfærið klarinett, en síðar var það hljóðfæri sett til hliðar og saxófónninn, sem var ómissandi í rock'n roll tónlistinni sem á þessum tíma varalls- ráðandi á öllum dansleikjum, ýtti lúðra- sveitinni og klarinettinu til hliðar og varð saxinn hans aðalhljóðfæri um árabil. Alli segir að þessi ár í túðrasveitinni hafi verið sér mjög mikilvæg, því að þarna náði hann undirstöðuatriðum í nótnalestri sem hafi gagnast sér vel sfðar, þó leikni í þessum fræðum hafi ekki verið neitt sérstök. Sveitaböll og héraðsmót Og danshljómsveitirnar komu hver af ann- arri. Þegar eftir skyldunámið gekk Alli í Hauk- ana, sem vegna deilna við sunnlenska hljóm- sveitsem líka kallaði sig Hauka, breytti um nafn og hét upp frá því Húsavíkur Haukar.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.