Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 9
Ungir og upprennandi hljódfæraleikarar 12-13 óra, Þórhallur og Aðal-
steinn.
Var sú sveit gífurlega vinsæl allt fram til
ársins 1970, og rifjar Alli upp ballferðir í
nánast hvern fjörð og hvert félagsheimili
á þessum árum enda var hljómsveitin tvö
sumurá stöðugu ferðalagi með Framsókn-
arflokknum á héraðsmótum um allt land
ásamt skemmtikröftunum Ríó tríói, Jörundi
eftirhermu ogýmsum fleirum.
- Eitt allraeftirminnilegasta ball sem við
spiluðum á var þorrablót í Skúlagarði í
Kelduhverfi, líklega einhverntíma í kringum
1966 en þá brastá með glórulausa stórhríð
á meðan á blótinu stóð og það var gjör-
samlega ómögulegtað nokkurfæri frá hús-
inu. Við vorum orðnir býsna þreyttir og
ætluðum rétt að slaka á og leggja okkur
aðeins um sjöleytið um morguninn, en
vorum bara sóttir og sagt að halda áfram
að spila. Og auðvitað var ekki neitt annað
hægt að gera og við spiluðum fram undir
hádegi á sunnudag, en þá var líka farið að
rofa svolítið til, komin jarðýta til að ryðja
svo að hægt var að keyra fólkið heim.
En þeir voru Ifka svona álíka endingargóðir
á Jökuldalnum fyrir austan, því að mér
finnst í minningunni að böllin þar hafi alltaf
staðið alveg þangað til karlarnir þurftu að
fara heim í fjósið, segir Alli og hlær að
þessum gömlu minningum.
Undir 1970 telur Alli að vegur harmonik-
unnar fari heldur þverrandi, nema á ein-
stökum skemmtunum, svo sem þorra-
blótum og árshátíðum þar sem gömlu
dansarnir voru í hávegum
hafðir, og þessvegna var hún
alltaf með þó almennar vin-
sæidir hennar minnkuðu.
Eftir Haukaárin kom hljóm-
sveitin Ólafía 1971, Bergmál
1973, Villi, Alli og Halli 1974,
llli (lllugi Þórarinsson) og Alli
1977 ogStuðlari978.
Átökvið bæjarstjórann
Alli rifjar upp skemmtilegt
atvik frá Haukaárunum, en
þannig var að bandið lét taka
afsérmyndtilaðsetjaá plakat
vegna héraðsmótanna og var
Grfmseyjarbjarndýrið fræga í
forgrunni myndar. Húsavíkurbær hafði
hinsvegarkeypt þetta dýrtil náttúrugripa-
safns síns þegar það hafði verið stoppað
upp, og bæjarstjórinn sem var krati kunni
illa við að eigur bæjarfélagsins væru not-
aðar f auglýsingum fyrir Framsóknarflokk-
inn og krafðist þess að öll plakötin yrðu
gerð upptæk og filma
Ijósmyndarans eyðilögð,
enda hefði ekki verið
gefið leyfi til myndatöku
inni á safninu. Haukarnir
svöruðu þvítilað myndin
hefði ekki verið tekin á
safninu heldur inni í
æfingarsvæði bandsins,
enda stæði bjarndýrið
þar, hafði verið dregið
þangað með ærinni fyr-
irhöfn. Voru myndirnar
notaðar hvað sem hver
sagði og Ijósmyndarinn
gaf dauða og djöful í að
farga filmunum sínum.
Segja má að eftir 1980
hafi ferli Alla ísfjörð í hljómsveitarbrans-
anum raunar lokið og eftir það er frekar um
að ræða tilfallandi hljómsveitarstofnanir f
kring um einhverjar sérstakar uppákomur
eða tilefni þar sem aðeins var komið fram
einu sinni eða tvisvar.
Öll spilamennska ogtónlistariðkun var nú
í lágmarki, alvara lífsins tekin við, en Alli
hafði á rúntinum á Húsavík
kynnst bráðfallegri ungri
stúlku Unni Sigfúsdóttur frá
Sandhólum á Tjörnesi og það
var í þessu tilviki eins og
stundum áður að hér varð ekki
aftur snúið og árið 1967 giftu
þau sig þegar hann stóð á
tvítugu, en hún var nítján.
á danshúsum, sem hefur heldur ekki þótt
sérlega fjölskylduvæn atvinna og nú brugðu
þau Unnur og Alli á það ráð að byggja sér
íbúðarhús og hann fór og lærði múrverk.
Þessa iðn stundaði hann um tíu ára skeið
frá 1973 er hann lauk námi og til '83, en
brá þá á það ráð, sá annar er slíkt gerði
hérlendis, að kaupa tæki til steypusögunar
og kjarnaborunar og snéri sér nú alfarið að
þeirri iðju. Er skemmst frá að segja að mjög
mikið var að gera og eins og í tóntistinni
áður ferðaðist nú Alli landshorna á milli,
sagaði og boraði og hafði undir allt frá
syðstu Vestfjörðum austur um Norðurland,
austur og suður á Djúpavog.
Á síðustu árunum í múrverkinu hafði heldur
minnkað að gera og um haustið 1981 kom
ÚlrikÓlafsson skólastjóri Tónlistarskólans
á Húsavík og falaðist eftir því að Alli tæki
að sér tónlistarkennslu við skólann. Þetta
aftókAlli með öllu, sagði sem var að varla
gæti hann kennt nemendum að leika eftir
nótum á hljóðfæri, maður sem ekki væri
almennilega læs á þær sjálfur. En Úlrik lét
sig ekki, enda kennarar ekki á hverju strái
og sagði Alla að hann skyldi hjálpa honum
ígegnum þetta, skipulagið yrði á þann veg,
að kennarinn yrði alltaf fjórum blaðsíðum
á undan nemandanum í bókinni. - Og svei
mér þá, segirAlli, þetta gekkupp og þarna
lærði ég alveg heilmikið f nótnalestri og
áreiðanlega í sumum tilvikum mun meira
en nemendurnir.
Kennstan ítónlistarskólanum stóð í tvö ár
eða til vors 1983 og þar kenndi Alli á blokk-
flautu, Idarinett, saxófón og harmoniku. En
réttindi hafði hann engin og þvf var ekki
um áframhaldandi starf að ræða þegar
bauðst réttindamaður til kennslu og þá
snéri okkar maður sér að steypusögun og
borun og var í vinnu uppfyrir haus.
Haukarum 1966 Grétar, Steingrímur, Aðalsteinn, jóhann ogÁrni Gunnar.
Húsavíkur-Haukar um 1970. Aðalsteinn, jóhann, Karl og Bragi.
Múrverk, tónlistarkennsla
og kjarnaborun
En ungur maður með nýstofn-
aða fjölskyldu sem sannanlega
stóð til að mundi stækka,
þurfti að hafa eitthvað trygg-
ara til framfærslu en spilverk
Lausamennska og nýtt hljóðfæri
Allt frá þessum tíma hefur Alli ísfjörð verið
lausamaður í bransanum, gripið í hin ýmsu
hljóðfæri hérogþarefþannighefur
staðið á, meira að segja tekið í
trommur ef slíkan tónlistarmann
vantaði í það eða það sinnið.