Harmonikublaðið - 01.12.2010, Page 11
Hamingjuóskir til
Guðrúnar Guðjónsdóttur
Mikið gladdi það mig að lesa grein þína í
Harmóníkublaðinu ogsjá að þú hefurtekið
upp hanskann fyrir okkur harmóníkukenn-
ara og harmóníkunemendur innan S.Í.H.U.,
þar sem ég skitdi hann eftir í hreinni upp-
gjöf fyrir nokkrum árum, hrakinn ogsmáður
af þér og fleirum í ræðu og riti. Nú hefur
þetta breyst til hins betra fyrir mig, mín
vinkona Guðrún Guðjónsdóttir er orðinn
samherji minn, farin að útbreiða fagnaðar-
erindið um harmóníkuna f leikskólum
þessa lands. Frábært framtak.
Fastur í hlutverki leiðbeinandans og brenn-
andi áhuga fyrir starfi mínu sem harmón-
íkukennari, og í hjartans einlægni, langar
mig að benda þér á grundvallaratriði í sam-
skiptum við kennara og nemendur þeirra,
sem ekki verður framhjá gengið, og að ég
tali nú ekki um foreldra nemendanna sem
öllu stjórna. Alls ekki rigsast áfram með
hornin úti, heldur vingast við þá sem þú
ætlar að fara að vinna með, láta sjá að þú
hafirtakmarkalausa þolinmæði, hlustir vel
á allar óskir og hugmyndir þeirra. Þá farn-
ast þér vel og getur komið mörgu góðu til
leiðar.
Ég skil manna best vonbrigði þín vegna
ungmennalandsmótsins sem mistókst í
fyrra. Kenndu þér ekki um það, en hugsaðu
um það út frá þvf sem ég var að segja hér
á undan. Ekki efast um að harmóníkukenn-
arar hafi haft áhuga á landsmótinu. Það
voru gildar ástæður fyrir því að það gekk
ekki, sem ég skal nú rekja fyrir þér.
1. Strangar sóttvarnarreglur vegna geisandi
svínaflensu (um helmingur minna nem-
enda veikir).
skera niður starfshlutfall tónlistarskóla-
kennara um 10% og laun þeirra eins og
mögulegtvar. Þarsem þátttaka kennara, í
mótum sem þessu, hérá Reykjavíkursvæð-
inu er sjálfboðavinna, var það ekki vel séð
íþessari stöðu aðstanda íhenni. Þráttfyrir
það vann ég heilshugar að undirbúningi
nemenda minna fyrir þetta mót og ætlaði
að mæta. En foreldrarnir sem að sjálfsögðu
öllu ráða á endanum ákváðu að fara ekki,
með fyrrgreindar ástæður í huga, þrátt fyrir
frábært tilboð Félags harmóníkuunnenda
í Reykjavík um að greiða þátttökugjöldin.
Ég geri ráð fyrir að svipaðar aðstæður hafi
verið hjá fleiri kennurum.
En hugsaðu. Fall erfararheill, ogsegðu við
sjálfa þig, ég trúi á málstaðinn á hverju
sem gengur og læri af mistökunum. Það
væri ekki gott að lifa Iffinu án þeirra.
2. Mjög erfiður fjárhagur hjá mörgum for-
eldrum.
3. Varðandi tónlistarkennara f Reykjavík.
Reykjavíkuríhaldið sá það að tónlistar-
kennarar höfðu haft „veltigróða" á árunum
fyrir hrun, og töldu hann ástæðu þess
númer eitt. Það sá sér leik á borði að ná
honum aftur. Það var því fyrsta aðgerð að
Égvilað lokum ftreka hamingjuóskirmínar
til þín, með von um að við getum tekið
saman höndum við að gera góða hluti
harmóníkunni, og ungum verðandi harm-
óníkuleikurum til vegsauka f framtíðinni.
Með vinsemd og virðingu,
Guðmundur Samúelsson, formaður
Harmóníkuakademfunnar á íslandi.
Viðurkenning til handa Þóri
Magnússyni stór-trommara
Mér undirrituðum, í forföllum formanns
S.Í.H.U., hlotnaðist sá heiður að veita vini
mínum Þóri Magnússyni viðurkenningu
fyrir hans framlag f þágu harmonikunnar
til fjölda ára á árshátíð F.H.U.R. sem haldin
var 20. nóvember 2010.
Þórir Magnússon er einn af stofnendum
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík og
hefur hann starfað frá upphafi sem einn af
ötulustu hljóðfæraleikurum félagsins.
Þórir hefur í gegn um árin verið sá félagi
sem hægt hefurverið að leita tileftrommu-
leikara hefur vantað á skemmtanir félags-
ins. Þórir hóf ungur að leika á trommur og
hefur hann í gegn um árin teikið með fjölda
hljómsveita sem hlotið hafa vinsældir
meðat tónlistarunnenda.
Þórir er einn af þeim sem ég hef kynnst í
gegn um árin sem hefur þann eiginleika að
geta aldrei sagt nei, ef hann er beðinn um
að setjast við trommurnar og spila, jafnvel
þó að hann hafi aldrei séð þá hljóðfæra-
leikara sem á sviðinu eru með honum.
Samband íslenskra harmonikuunnenda
þakkar Þóri fyrir hans framlag og dugnað
við að breiða út þá tónlist sem okkur er svo
hjartfólgin. Það er von okkar að við fáum
að njóta krafta Þóris sem lengst.
Gunnar Kvaran
*
11