Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 12

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 12
Breidir út bodskap harmonikunnar Harmonikumeistari S.Í.H.U. 2010 með háskólagráðu á hljóðfærið Myndin var tekin fyrir útskriftarbók LHÍ. ísfirska tónlistarkonan Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir hefur um árabil glatt vestfirska áheyrendur með harmonikuleik sínum. Fyrstvakti hún verðskuldaðaathygli utan heimabyggðar sinnar á Landsmóti S.Í.H.U. á Siglufirði árið 1999 þegar hún lék lagið Vorgleði eftir Braga Hlíðberg. Síðustu þrjá vetur stundaði Helga nám við Listaháskóla íslands og lauk þaðan B. Mus. prófi síðastavor. Hún hélt útskriftartónleika í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík þann 8. maí síðastliðinn, sem vildi svo skemmti- lega til að var Dagur harmonikunnar 2010. Þar lék hún verkeftir Kuusisto, Bach, Albé- niz, Piazzolla, Angelis, Semjonov og Gridin. Þá frumflutti hún þarverkeftirskólabróður sinn, Finn Karlsson, en hann samdi lagið sérstaklega fyrir Helgu. Hún er fyrsti nem- andinn sem lýkur háskólaprófi íharmoniku- leikfrá Listaháskóla íslands. Helga Kristbjörg stundaði nám við Tón- listarskóla ísafjarðar nær óslitið 1995-2007 þar sem aðalnámsgrein hennar var harm- onikunám. Fyrstu árin naut hún leiðsagnar Messíönu Marzellíusdóttur en árið 1999 tókVadim Fjodorov við ogvorið 2003 lauk hún 6. stigi á hnappaharmoniku. Veturinn 2006-2007 var Hrólfur Vagnsson kennari hennarvið skólann. Hún stundaði einnig píanónám um nokkurra ára skeið og lauk miðprófi. Haustið 2004 stundaði Helga tónlistarnám f Frakldandi við tónlistarskól- ann Centre National & International de Musique & d’Accordéon (la CNIMA) þar sem aðalkennarar hennar voru J. Mornet, Roman Jbanov og Domi Emorine. Helga Kristbjörg hefur komið fram á fjöldmörgum tónleikum og við ótal önnur tækifæri og hefur einnig starfað sem harmonikukennari við Tón- listarskóla ísafjarðar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún hefur fengist við ýmis verkefni, m.a. lék hún þá harmonikutónlist er hljómaði íkvikmyndinni Desember eftir Hilmar Oddsson. Haustið 2007 hóf Helga Kristbjörg nám við Listaháskóla íslands undir handleiðslu Tatu Kantomaa og síðar Vadims Fjodorov. Helga ber einnig titilinn Harmonikumeistari S.Í.H.U. 2010. Ég heimsótti Helgu á heimili foreldra hennar við Aðalstræti 17 á ísafirði og fékk að leggja fyrir hana nokkrar spurningar. Hvernig kom það til að þú byrjaðir að læra á harmoniku? Þegar ég var 7 ára átti ég blokkflautu og var farin að leika nokkur lög á hana upp á eigin spýtur þegar ég vildi ólm fara í tón- listarskóla. Mamma fór því með mig á hljóðfærasýningu í Tónlistarskóla ísa- fjarðar. Blokkflautan féll þar undir eins í skuggann á flottasta hljóðfærinu á staðnum, harmonikunni. Ég þekkti lítið til hennar en valdi hana samt án umhugsunar. Þar sem þetta hljóðfæri var svo heillandi jókst áhuginn við nánari kynni. Tónlistar- Iffið á ísafirði er blómlegt og ég fékk alltaf mikinn stuðning. Þú ert fyrsti nemandinn í harmonikuleik sem útskrifast úr Listaháskóla íslands. Hvernig er tilfinningin? Það kom aldrei annað til greina en að halda áfram námi hér á íslandi. Fyrir mig var það í sjálfu sér eins og að flytjast erlendis því ég flutti suður og rataði mjög lítið í borginni. í byrjun var ég feimin að æfa mig í skólanum og hafði það á tilfinningunni að allir væru að hlusta á mig og dæma mig, enda var þetta óvanalegt og nýtt hljóðfæri í þessu umhverfi ogskólastofuralltíkringumæfingaherbergið. Þegar líða tók á önnina lærði ég þó fljótt að skólafélögum mínum fannst harmonikan virkilega töff og skemmtileg og tónskáldin í skólanum vildu mörg kynnast henni nánar. Eftir það æfði ég mig alltaf í skólanum.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.