Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 13
Útskriftartónleikar mínir í Þjóðmenning-
arhúsinu voru lokapróf mitt úr skólanum,
það sem ég hafði í raun undirbúið og stefnt
að í þessi þrjú ár. Á bak við svona tónleika
liggur mikil vinna. En auk þess að æfa sig
mikið skiptir máli á tónleikum að hafa gott
sjálfstraust og útgeislun. Það getur smitað
út frá sér í salinn og eins hefur góður salur
mjögjákvæð áhrif á flytjandann. Það gerir
oftgæfumuninn. Efmanni sjálfum líðurvel
þá líður áheyrendum vel. Ég var virkilega
sátt með tónleikana og tilfinningin var
stórkostleg þegar þessu markmiði var náð.
Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum þeim
sem sáu sér fært að mæta á þessi tímamót
mín fyrir komuna.
í umsögn frá prófdómara tónleikanna,
Matti Kallio, segir m.a.:
„ Tónleikar Helgu sýndu harmonikuleikara
sem hefurmikla hæfileika -jafnttæknilega
sem og listrænt séð. Hún tekur tónlistina
af alvöru og stefnir af öllu að dæma á
atvinnumennsku í harmonikuleik. Tón-
teikaprógram hennargafmerki um mikinn
metnað, með tilliti til þeirra tæknilegu
krafna sem varða hæfni til Bakkalársprófs.
Það sýndi fjölbreytni og marga mismunandi
tónlistarstíla, alltfrá prelúdíu ogfúgu eftir
Bach að nútímalegri svítu eftirfranska tón-
skáldið Frank Angelis. Svítan sýndi Helgu
upp á sitt besta, hún hafði fullt vald á hljóð-
færinu og sjálfu verkinu sem varsnilldarlegt
og hressilega blæbrigða- og tilfinningaríkt.
Lokaverkið, Rassypucha eftir Gridin, er
„ virtúósa “stykkisem hún fluttimeð afburða
nákvæmni. Það vartæknilega fullkomið og
mjög músíkalskt. Sú kunnátta ogfærnisem
Helga býr þegaryfir er mjög, mjög áhrifa-
mikil. “
Fyrsti spilatíminn haustið 1995.
Jóla - nemendatónleikar íLHÍ2008.
Verðlaun úrStyrktarsjóði Halldórs Hansen.
Hvernig kom það til?
Síðastliðinn september hlaut ég styrk úr
Styrktarsjóði Halldórs Hansens að upphæð
400.000 kr. ásamt Andra Birni Róbertssyni,
bassabarítón. Styrkt-
arsjóðurHalldórs Han-
sen starfar undir væng
Listaháskólans og veitir
árlega styrki til tón-
listarnema sem hafa að
mati sjóðsstjórnarnáð
framúrskarandi árangri
ásínusviði. Þettaerþví
ekki sjóður sem hægt
er að sækja um að fá
styrk úr. Sjóðurinn var
formlega stofnaður
2004 og þetta er í sjö-
undasinnsemveitteru
verðlaun úr honum.
Gert er ráð fyrir að
styrkþegar hafi lokið
háskólanámi á grunn-
stigi. Af þessu tilefni
var boðið til hátíðar-
dagskrár f Sölvhóli, sal
Tónleikar í Hömrum, sal Tónlistarsköla ísafjarðar árið 2007.
Listaháskólans, þar sem tilkynnt var um
verðlaunahafa sjóðsins þetta árið og að
sjálfsögðu komum við Andri fram á sam-
komunni.
Þetta er gífurlegur heiður og mikil viður-
kenning fyrir mig. Með þessu sannast að
þetta fólk hefur trú á manni og það er mikil
hvatning.
Hvað hefur þú verið að gera í sumar?
ísumar eins og undanfarin sumur starfaði
ég hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum við
að kynna og leika íslenska tónlist fyrir
farþega skemmtiferðaskipa sem heimsóttu
ísafjörð. Vesturferðir bjóða upp á nokkrar
mismunandi kynningar- og rútuferðir um
svæðið ogégvar hluti afvinsælustu ferð-
inni „Life and Culture of ísafjörður" eða Líf
og menning. Ég spilaði yfirleitt í Hólskirkju
í Bolungarvík sem er falleg kirkja, yfir
hundrað ára gömul. Þetta vakti lukku og
ferðamennirnir voru áhugasamir um mig
ogharmonikunaogégvarhissa hversu oft
það leyndist harmonikuleikari í hópnum.
Ekki skemmir svo fyrir að í þessari sömu
menningarferð fá þessir útlensku ferða-
menn frá öllum heimshornum að sjá hið
mikilfenglega harmonikusafn Ásgeirs Sig-
urðssonar í Neðstakaupstað, Byggðasafni
Vestfjarða.
Hver eru svo framtíðaráform þín?
Þessa önnina hef égverið að kannaýmsar
leiðirtil áframhaldandi náms. Égfórt.d. til
Helsinki og ræddi við einn af harmoniku-
kennurum Sibeliusarakademíunnar, Matti
Rantanen, ogfórátónleika með nemendum
hans. Annan aðalkennara skólans, Mika
Váyrynen, hitti ég í strætó bara fyrir til-
viljun. Égvelti þeim möguleika einnig fyrir
mér að fara til St. Pétursborgar og var svo
gott sem búin að fá þar inni, en sú hug-
mynd var sett í salt vegna ýmissa örðugleika
sem upp komu.
Það er að mörgu leyti rosalega erfitt að
standa einn í svona löguðu og að taka
ákvörðun. Þar sem ekki eru margir sem
hafa rutt brautina á undan mér hér á íslandi
veit maður minna um hvað sé best að gera
og hvert sé best að fara. Það er hættulegt
að fara ekki beint í áframhaldandi nám því
annars er hætta á að maður missi niður
þol og að áhuginn dvíni. Ég vona að ég eigi
eftir að finna út úr þessu og halda áfram
að breiða út boðskap harmonikunnar.
Ég kveð þessa ungu listakonu og veit að
hún mun halda áfram að auðga fslenskt
tónlistarlíf.
Ásgeir S. Sigurðsson