Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 14
Úrdráttur úr skýrslu stjórnar S.Í.H.U. fyrir starfsárið 2009-2010 Góðir aðalfundarfulltrúar Frá sfðasta haustfundi SÍHU sem við héldum íboði Harmonikufélags Héraðsbúa í Hótel Svartaskógi er þetta helst. Stjórn sambandsins hefur haldið reglulega fundi á starfsárinu, flesta í sfma utan þess að við hittumst í Reykjavík og á Breiðumýri. Utan þessara fundar hafa stjórnarmenn verið í símasambandi eftir þvf sem þótt hefur þurfa. Bæði aðal- og varamenn hafa setið stjórnarfundi. Síðasti aðalfundur okkar var mjög gagn- legur, umræður um málin góðar. Þar ræddum við um Unglingalandsmót sem harmonikuakademían hafði haldið haustið áður og almenn ánægja var með. Á síðasta aðalfundi leit allt útfyrirað glæsilegt ung- lingalandsmót yrði haldið af Harmoniku- félagi Reykjavíkur og mikill hugur í fund- armönnum um að halda þessum mótum gangandi. Það fór svo að vonir okkar brugð- ust og ungmennamótið var ekki haldið, sérstaklega vegna þess að veikindi gengu yfir og skráningar engan veginn í samræmi við þær væntingar sem HR og SÍHU höfðu og mótið því slegið af. Ég vil samt á þessari stundu þakka Harmonikufélagi Reykjavfkur fyrir góðan og vandaðan undirbúning þó hann færi fyrir lítið. Við skrifuðum öllum aðildarfélögum varð- andi það hvort að þau vildu standa fyrir unglingalandsmóti í haust en aðeins barst svar frá einu félagi og það því miður í þá veru að þetta gæti félagið ekki gert, ekkert heyrðist frá öðrum félögum. Stjórn SÍHU varþví nokkurvandi á höndum. Áttum við að fara að ieita að mótshaldara, etv. aka- demíunni eða að fara að halda mótið sjálf? Þetta ræddum við fram og aftur og kom- umst að þeirri niðurstöðu að það væri aðalfundar að ákveða hvað ætti að gera og því ræðum við þetta mál síðar á fund- inum. Égerennþá þeirrarskoðunarað þessi mót eigi að vera framkvæmd af aðildarfélög- unum, ef félögin geta þetta ekki þá held ég að best sé að viðurkenna vanmátt okkar og þá er þetta mót betur komið hjá öðrum aðilum sem etv. hafa áhuga á þvíað skapa grundvöll fyrir unga harmonikuleikara til að sýna sig og sjá aðra. Um leið er þá svo komið að við erum ekki fær um skapa unga fólkinu tækifæri til að hittast og spila hvertfyrirannað. Þarmeð er líka farin ein besta leiðin til þess að fá nýtt fólk í félögin okkar. Á sfðasta aðalfundi voru lagðar fram til- lögur nefnda er störfuðu milli aðalfunda. Tillögurnarvoru að mínu viti allargóðarog umræður talsverðar. Mörgu var vfsað til stjórnar til skoðunar og framkvæmda og mun ég gera nokkra grein fyrir því. Harmonikudagurinn: Fram kom tillaga um að færa hann fram f október en fundurinn ákvað að halda hann áfram í maí ár hvert og svo var gert. Ötlum félögum var skrifað varðandi harmonikudaginn og kynningar á harmonikunni í grunnskólum og leik- skólum og ég veit til þess að þetta hafa nokkurfélöggert. Vonandi hefurþetta haft þau áhrif sem til var ætlast að afla okkur nýrra félaga, koma hljóðfærinu frekar á framfæri og efla starf félaganna. Meðal þess sem rætt var á síðasta aðal- fundi voru fjármál og var þar talað um tónleika og dansleiki til fjáröflunar, útgáfu geisladiska, harmonikukeppni meðalyngra fólks. Stjórn SÍHU skipaði nefnd til að skipuleggja ogsjá um harmonikukeppni ogvoru íþeirri nefnd Friðjón Hallgrímsson formaður og með honum Valmundur Pálsson og Gunnar Kvaran, sem svo fengu fleiri til að leggja hönd á plóginn við framkvæmdina. Þessi keppni gekk mjög vel að mínu mati og ég vil þakka öllum sem að þessu komu, bæði framkvæmdaaðilum, dómurum og kepp- endum. Undir sérstökum lið á fundinum verður fjallað nánar um þessa keppni. í tengslum við þetta mót var haldinn fjár- öflunardansleikur í Breiðfirðingabúð. Þar mætti fjöldi manns og urðu af þessu sam- komuhaldi talsverðar tekjur. Þar lögðu margirfram mikla vinnu við skipulagningu ogspilamennsku sem ég kann þeim bestu þakkir fyrir. Ennfremur var talað um útgáfu á geisla- diskum meðt.d. landsmótslögum frá upp- hafi eða efni frá félögum. í þessu máli hefur lítið verið gert, kannski dálítið hæpið að fá lögin spiluð inn í sjálfboðavinnu eins og lagtvartil og stúdíovinna all dýr og sala diska óviss svo ekki sé meira sagt en engin ástæða til að gefa þessa hugmynd upp á bátinn að svo komnu máli. Harmonikublaðið hefur komið útíár undir stjórn Gunnars Kvaran varaformanns SÍHU en aðrir stjórnarmenn aðstoðað eftir föngum en þar ber hæst Melkorku sem sér um fjármál og Sigrúnu sem sér um próf- arkalestur blaðsins. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að reyna að efla blaðið og reyna að fjölga áskrifendum. í þessu hefur nokkuð áunnist og eru áskrifendur í kring um 560 talsins núna. í fyrra kynntum við nýja heimasíðu sam- bandsins og nú hefur henni verið breytt frekar og vonandi enn til batnaðar. Rætt hefurverið um frekari samþættingu blaðs- ins og heimasíðunnar og er það f frekari skoðun. Við stjórnarmenn teljum að notkun á heimasíðunni þurfi að aukast og vera vettvangur skoðanaskipta, auglýsinga og með úrdrátt úr blaðinu og myndum úr starfi svo nokkuð sé nefnt og við vonum að fund- urinn hafi einhverjar hugmyndir um frekari notkun. Nokkuð hefurverið um kynningar á viðburðum á vegum félaganna. Nú góðir fundarmenn verðum við að taka okkur á og nota þau hjálpartæki sem við höfum til að kynna starf okkar þvi að síða sem ekkert er notuð og breytist ekki neitt dag frá degi er tilgangslítil en þetta er a.m.k.að hlutatilíokkarhöndum. Eftilvill væri hægt að skoða eftirfarandi hluti. • Setja einstök lög sem tilbúin eru á heima- síðuna, þannigað hala mætti þau niður gegn vægu gjaldi • Þeir sem þegar hafa gefið út diska gætu haft þá til sölu á heimasíðunni, bæði hefðbundna sölu ogeinsá sama háttog á tónlist.is • Hafa tengil inn á tónlist.is • Eretv. hægtfá inni á tónlist.is með harm- onikutónlist, kannske sem sérvalflokk Ég held einnig að við eigum að gera sem flestum kleift að skrifa inn á síðuna. Hvað varðar að koma harmonikunni betur á framfæri í fjölmiðlum þá er það heist að segja að þau mál hafa verið rædd fram og aftur en einna helst náðist einhver árangur í sambandi við keppnina Harmonikumeist- arann. Fjölmiðlamenn telja að við séum ekki mjög dugleg að koma á framfæri því sem við erum að gera og kannski er eitt- hvað til í að það sem við erum að gera sé ekki spennandi fjölmiðlaefni. Því miður heyra svæðisútvörpin sögunni til og því erfiðara um alla kynningu. Næsta Landsmót verður haldið 2011 af Harmonikufélagi Rangæinga og mun Jóhann Bjarnason formaður kynna hvað er að gerast í þeim málum á fundinum. í samræmi við samþykkt sfðasta aðalfundar á fulltrúi stjórnar þar sæti og er það Gunnar Kvaran ogSigrún Halldórsdóttirvaramaður hans.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.