Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 15
Það erskoðun mín að við séum ekki nægi-
lega dugleg að viðurkenna það sem vel er
gert og sjálfboðaliðastörf eins og mikið er
um í okkar félagsskap verða oft útundan
og vekja ekki verðskuldaða eftirtekt en
stjórn SÍHU mun halda áfram að viðurkenna
þá sem okkur þykir hafa skilað góðu starfi.
Valið er oft erfitt og um það má sjálfsagt
deila eins og allt annað sem gert er.
Ég sagði á síðasta aðalfundi að við hefðum
nokkrar áhyggjur af stöðu félaganna og
landssambandsins og því miður finnst mér
að við höfum ekki náð nægilegum árangri
þó að um Ijósa punkta sé að ræða í starf-
seminni.
Á þessum fundi á að kjósa aðila í stjórn
sambandsins. Ég hvetfólktil þessað bjóða
fram krafta sína i stjórn SÍHU ogtelaðfólk
sem kemur sjálfviljugt til starfa muni líklegt
til afreka og góðra hluta,
Ég hvet formenn og fulltrúa til þess að taka
umræðu um þá þætti sem hér hefur verið
fjallað um, sérstaklega er nauðsyn að ræða
fjármál, málefni landsmóta, útgáfumál og
hvert skal stefna, því að það er klárlega
verkefni þessa fundarað móta stefnu sem
stjórn á að koma í framkvæmd fram að
næsta aðalfundi eftirár. Öll umræða ertil
bóta og skiptir sköpum um framtfð sam-
bandsins og félaganna.
Nú hefur verið drepið á helstu þætti starfs-
ins hjá stjórn SÍHU og vil ég þakka með-
stjórnendum mínum fyrirgott samstarfsvo
og stjórnum aðildarfélaga fyrir gott sam-
starf á liðnu starfsári. Fari svo að einhverjir
stjórnarmenn gefi ekki kostásértiláfram-
haldandi starfa vil ég nota þetta tækifæri
til að þakka þeim samstarfið og vel unnin
störf. Við erum stödd á aðalfundi og á
honum eigum við að móta starf komandi
starfsárs þannig að stjórn landssambands-
ins viti hver ervilji félaganna og geti reynt
að vinna þeim vilja brautargengi.
Fyrir hönd stjórnar SÍHU
jónas Þór Jóhannsson formaður
Landsmót S.Í.H.U.
Hellu á Rangárvöllum 30. júní - 3. júlí 2011
Landsmót harmonikufélaga
verður haldið á Hellu dagana
30. júní til 3. júlí næsta sumar
í boði Harmonikufélags
Rangæinga.
Félagið hefur skipað lands-
mótsnefnd sem mun stjórna
undirbúningi ogframkvæmd
mótsins. Hana skipa Jóhann
Bjarnason, Valur Haraldsson,
Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir,
Haraldur Konráðsson og
Hannes Birgir Hannesson.
Fulltrúi SÍHU í nefndinni er
Gunnar Kvaran og Sigrún
Halldórsdóttirtil vara. Undir-
búningur gengur vel en í
mörg horn er að líta við skipulagningu
svona stórviðburðar.
íþróttahúsið á Hellu verður vettvangur
landsmótsins, en þar er mjög góð aðstaða.
Af þessu tilefni verður sett upp nýtt hús-
vagnastæði í nágrenni íþróttahússins, það
er ætlað þeim er þurfa rafmagn, annars er
húsvagnastæði á árbakkanum og svo er
einnig tjaldstæði við Árhús.
Það er um ýmsa gistimöguleika að ræða á
Hellu og nágrenni, en rétt er að hafa vaðið
fyrir neðan sig og panta gistingu tímanlega.
Helstu gististaðir þar eru Gistihúsið Mosfell
(Fosshótel) sími: 487-5828, þareru 35 her-
bergi með baði og 18 herbergi án baðs.
Harmonikufélagið hefur samið um 25%
afslátt um landsmótshelgina. Hellirinn, þar
er gisting í fjórum fullbúnum heilsárs-
húsum, sími: 487-5171 eða 868-3677 og
svo Árhús, þar eru 28 smáhýsi, stórt tjald-
stæði og góð aðstaða fyrir húsbíla, sími:
487-5577. Einnig er mikið af bændagistingu
í nágrenni Hellu.
Það er búið að velja landsmótslagið, það
er Nesjavallapolki eftir Jóhann Bjarnason,
útsett af Grétari Geirssyni. Nótur verða
sendar til félaganna bráðlega. Þetta lag
eiga allir að spila saman sem oftast á
mótinu.
Bréf verður einnig sent til félaganna fljót-
lega þar sem þau eru beðin að tilkynna
þátttöku á landsmótið, bæði varðandi
spilamennsku á tónleikum og dansleikjum.
Við vonum að félögin svari því bréfi fljótt
og vel.
Föstudagskvöldið 1. júlí
verður pöbbastemming í
Árhúsum og dansað í Kansl-
aranum, en svo verður stór-
dansleikur í íþróttahúsinu á
laugardagskvöldið að vanda.
Verið erað kanna möguleika
á að hafa einnig unglinga-
dansleik á Hvolsvelli og þá
myndi yngri kynslóðin spila
þar. Ekki er búið að ákveða
hversu langan tfma félögin fá
á tónleikum en þar verður
Ifka bryddað upp á ýmsum
nýjungum. Dagskráin verður
annars fjölbreytt, tónleikar
fyriralla aldurshópa þarsem
bæði eldri og yngri spilarar
leika listir sínar. Lögð verður áhersla á að
allir finni eitthvað við sitt hæfi og lands-
mótið verði sannkölluð fjölskytduhátíð.
Það er kannske ekki hægt að lofa góðu
veðri, en tvö síðustu árin hefur veðrið
leikið við Hellubúa þessa helgi. Viljum við
hvetja sem flesta til að taka helgina frá og
koma og skemmta sér á landsmóti með
okkur.
Hvað sem því Ifður mun Harmonikufélag
Rangæinga taka á móti ykkur með
útbreiddan faðminn og sól í hjarta á lands-
mótinu komandi sumar.
Hittumst heil.
Jóhann Bjarnason formaður
Sími: 695-5370