Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 16
GEISLADISKUR MEÐ
ÖRVARI KRISTJÁNSSYNI
Nýlega er kominn út geisladiskur með Örvari Kristjánssyni þar sem hann leikur
18 sígild og vinsæl lög. Med Örvari leika á þessum geisladiski frábærir hljóðfæra-
leikar og má fullyrða að þetta sé einn vandaðasti diskur sem Örvar Kristjánsson
hefur leikið inn á. Örvar hefur í gegn um árin haft einstakt lag á að setja saman
lögá plötur oggeisladiska sem hafa orðið vinsæl meðal aðdáenda hans. Á næsta
ári fagnar Örvar þeim áfanga að það eru 60 ár síðan hann kom fyrst fram opin-
berlega og lék fyrir dansi. Af þvf tilefni fannst EG TÓNUM heiður að fá að gefa út
þennan frábæra disk. ÞaðerTónn, hljóðversem sá um upptöku á lögunum ogum
dreifingu á disknum sér Zonet.
Diskurinn erfáanlegur hjá útgefanda og í helstu verslunum er selja geisladiska.
Einnig er hann fáanlegur á öllum verslunum hjá Olís.
CAPRICE - Jón Þorsteinn Reynisson
Jón Þorsteinn Reynisson hefur gefið út geisladisk sem inniheldur klassísk
tónverk spiluð á harmoniku. Diskurinn ber nafnið Caprice og inniheldur
verk eftir Boéllmann, Paganini, Scarlatti, Mozart, Beethoven, Chopin,
Vivaldi, Bach ogWagner. Þetta eru nokkur tfðindi ftónlistarlífi hérá landi
því þetta mun vera fyrsti diskurinn sem gefinn er út á íslandi sem inniheldur
eingöngu klassíska tónlist sem flutt er á harmoniku.
Diskurinn verður fáanlegur í öllum helstu tónlistarverslunum landsins
fyrir jólin.
Jón Þorsteinn Reynisson frá Mýrakoti er fæddur 1988. Hann hóf tón-
listarnám fimm ára gamall og þá á blokkflautu, en síðan á píanó og
harmoniku sjö ára. Fram til 14 ára aldurs lærði hann jöfnum höndum á
píanó og harmoniku eftir það hefur nikkan átt hug hans allan. Hann mun
hafa verið átta ára þegar hann lék einleik á harmonikuna með Sinfón-
íuhljómsveit íslands á tónleikaferð hennar um Skagafjörð. Árið 1999
sigraði hann í hæfileikakeppni ungra harmonikuleikara sem haldin var
á vegum Harmonikufélags Reykjavfkur. Jón Þorsteinn hefurverið mjög
virkur í tónlistarlífi Skagafjarðar og víðar, bæði haldið tónleika einn og
eins með öðrum tónlistarmönnum. Hér er afbragðs harmonikuleikari á
ferð sem á vonandi eftir að láta meira að sér kveða á næstu árum.
Þessi geisladiskur er án efa mikill fengur bæði fyrir unnendur klassískrar
tónlistar og harmonikunnar.
Nýrhljómdiskursem inniheldur fjórtán lög
eftir tónlistarmanninn ástsæla, Baldur
Geirmundsson, kemur íverstanir um miðjan
desember. „Þetta eru allt lög eftir sjálfan
mig sem hafa safnast saman í gegnum
árin,“ segir Baldur sem er betur þekktur
sem BG. Honum til fulltingis eru Samúel
Einarsson sem spilar á bassa, Jón Hallfreð
Engilbertsson á gítar og sonur hans Hólm-
geir á trommur auk þess sem Baldur spilar
sjálfur á hljómborð og harmoniku. Þá
fær hann einvalalið söngvara til að
flytja lögin en það eru þau Mar-
grét Geirsdóttir, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, BenediktSigurðs-
*
son, Karl Geirmundsson og
Svanfríður Arnórsdóttir.
EinnigsyngurAgnes Marzellí-
usardóttir bakrödd í einu lagi.
Á disknum verða að finna
fjórtán lög og stefnt er að þvf
að hann komi út um miðjan
desember.
Baldur Björn Geirmundsson
fæddist að Látrum í Aðalvík 15. október
1937. Á sjötugsafmæli hans fyrir þremur
árum var hann útnefndur bæjarlistamaður
ísafjarðarbæjar en hann hefur í árafjöld
verið áberandi á tónlistarsviði ísafjarðar
og nágrenni og spilað með ótal tónlistar-
mönnum. Þá hafa mörg lög hans orðið mjög
þekkt og má sem dæmi geta lagið Góða
ferð sem um 11.000 manns hafa nú séð á
www.youtube.com.
£1 H
BACH
CHOHN
na
TtEW® «**«*»»
1 iL
H W
»K| BTrfW
\t\auh
‘CARUTTl ,^„^1
Sfc)
viol\RT
t'/f « (A'rot«nil
Sjfltynition
16